Kári: Reyni allt til þess að spila Henry Birgir Gunnarsson skrifar 22. apríl 2016 06:00 Haukamaðurinn Kári Jónsson Vísir Haukamenn voru flengdir með þrjátíu stiga mun, 91-61, gegn ríkjandi Íslandsmeisturum KR í fyrsta leik liðanna í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. Þetta var vont kvöld fyrir Hauka að mörgu leyti. Ekki bara var flengingin vond heldur meiddist þeirra besti maður, Kári Jónsson, á ökkla. Hann snéri sig illa og er spurningamerki í kvöld vegna meiðslanna. „Ökklinn er að skána. Hann bólgnaði ekki mikið upp,“ segir Kári en hann er búinn að fara í röntgenmyndatöku en samkvæmt henni er hann ekki brotinn. Það á þó að skoða hann betur í dag. „Ég fer í segulómskoðun á morgun [í dag] og svo er stefnan að reyna að hreyfa mig aðeins í kjölfarið. Það er ekkert sem bendir til þess að ég sé brotinn. Snúningurinn var samt þannig að það hefði eitthvað getað gerst í ristinni.“Rosalega svekkjandi Kári var augljóslega mjög þjáður er hann meiddist en hvað fer í gegnum huga ungs manns sem meiðist í fyrsta leik í úrslitarimmu? „Auðvitað var þetta rosalega svekkjandi og ég hugsaði ekkert sérstakt. Það sem er ánægjulegt er að batinn hefur verið nokkuð góður. Auðvitað er þetta hundfúlt en ég græði ekkert á því að velta mér upp úr þessu,“ segir Kári en hann hefur hvílt fótinn eins og hann getur því hann er enn bjartsýnn á að komast út á parketið í kvöld. „Ég hef fengið fína meðferð og við tökum stöðuna skömmu fyrir leik. Ég mun láta reyna á þetta og geri allt til þess að spila. Ef ég aftur á móti er ekki tilbúinn þá verð ég bara að kyngja því.“VísirMætum brjálaðir til leiks Eins og áður segir fengu Haukarnir ansi mikinn skell í fyrsta leiknum en Kári segir að lokatölurnar trufli liðið ekki of mikið. „Það skiptir engu máli hvort maður tapi með einu stigi eða þrjátíu í svona rimmu. Þetta var bara einn leikur og svo kemur nýr leikur. Við mætum brjálaðir í næsta leik og þetta stóra tap truflar okkur ekkert,“ segir Kári og bætir við að honum sé alveg sama þó að einhverjir fari að afskrifa þá núna. „Kannski var spennustigið of hátt hjá okkur. Við erum flestir að spila í úrslitum í fyrsta skipti. Skrekkurinn er vonandi farinn núna og við mætum brjálaðir í leikinn á okkar heimavelli.“ Það hefur verið mikill stígandi í leik Haukanna og þeir gera ekki annað en að koma fólki á óvart. Margir afskrifuðu þá í rimmunni gegn Þór og enn fleiri gerðu það er þeir spiluðu gegn Tindastóli. „Það er skemmtilegt að koma fólki á óvart. Það er mjög gott sjálfstraust í hópnum og það hverfur ekki með einu tapi. Við erum að vinna í að bæta það sem fór úrskeiðis í fyrsta leiknum. Það er alveg ljóst að við verðum að spila mun betur. Það er engin pressa á okkur enda margir sem hafa enga trú á okkur. Við getum því komið slakir inn í leikinn og við ætlum að halda áfram að koma fólki á óvart,“ segir Kári yfirvegaður.Kveðjuleikirnir Þessi magnaði leikmaður hyggur á nám í Bandaríkjunum næsta vetur og er því að spila sína síðustu leiki fyrir Hauka núna. Í það minnsta í bili. „Ég er ekki kominn með neinn skóla en stefnan er sett út. Ég set öll þessi mál á ís meðan ég einbeiti mér að úrslitaeinvíginu. Skólarnir hafa fullan skilning á því að einbeitingin sé í þessu hjá mér núna. Maður veit aldrei hvað gerist í framtíðinni og því er nauðsynlegt að spila hvern leik eins og það sé síðasti leikur ferilsins.“ Leikurinn í kvöld hefst klukkan 18.30 en upphitun á Stöð 2 Sport hefst klukkan 18. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Sjá meira
Haukamenn voru flengdir með þrjátíu stiga mun, 91-61, gegn ríkjandi Íslandsmeisturum KR í fyrsta leik liðanna í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. Þetta var vont kvöld fyrir Hauka að mörgu leyti. Ekki bara var flengingin vond heldur meiddist þeirra besti maður, Kári Jónsson, á ökkla. Hann snéri sig illa og er spurningamerki í kvöld vegna meiðslanna. „Ökklinn er að skána. Hann bólgnaði ekki mikið upp,“ segir Kári en hann er búinn að fara í röntgenmyndatöku en samkvæmt henni er hann ekki brotinn. Það á þó að skoða hann betur í dag. „Ég fer í segulómskoðun á morgun [í dag] og svo er stefnan að reyna að hreyfa mig aðeins í kjölfarið. Það er ekkert sem bendir til þess að ég sé brotinn. Snúningurinn var samt þannig að það hefði eitthvað getað gerst í ristinni.“Rosalega svekkjandi Kári var augljóslega mjög þjáður er hann meiddist en hvað fer í gegnum huga ungs manns sem meiðist í fyrsta leik í úrslitarimmu? „Auðvitað var þetta rosalega svekkjandi og ég hugsaði ekkert sérstakt. Það sem er ánægjulegt er að batinn hefur verið nokkuð góður. Auðvitað er þetta hundfúlt en ég græði ekkert á því að velta mér upp úr þessu,“ segir Kári en hann hefur hvílt fótinn eins og hann getur því hann er enn bjartsýnn á að komast út á parketið í kvöld. „Ég hef fengið fína meðferð og við tökum stöðuna skömmu fyrir leik. Ég mun láta reyna á þetta og geri allt til þess að spila. Ef ég aftur á móti er ekki tilbúinn þá verð ég bara að kyngja því.“VísirMætum brjálaðir til leiks Eins og áður segir fengu Haukarnir ansi mikinn skell í fyrsta leiknum en Kári segir að lokatölurnar trufli liðið ekki of mikið. „Það skiptir engu máli hvort maður tapi með einu stigi eða þrjátíu í svona rimmu. Þetta var bara einn leikur og svo kemur nýr leikur. Við mætum brjálaðir í næsta leik og þetta stóra tap truflar okkur ekkert,“ segir Kári og bætir við að honum sé alveg sama þó að einhverjir fari að afskrifa þá núna. „Kannski var spennustigið of hátt hjá okkur. Við erum flestir að spila í úrslitum í fyrsta skipti. Skrekkurinn er vonandi farinn núna og við mætum brjálaðir í leikinn á okkar heimavelli.“ Það hefur verið mikill stígandi í leik Haukanna og þeir gera ekki annað en að koma fólki á óvart. Margir afskrifuðu þá í rimmunni gegn Þór og enn fleiri gerðu það er þeir spiluðu gegn Tindastóli. „Það er skemmtilegt að koma fólki á óvart. Það er mjög gott sjálfstraust í hópnum og það hverfur ekki með einu tapi. Við erum að vinna í að bæta það sem fór úrskeiðis í fyrsta leiknum. Það er alveg ljóst að við verðum að spila mun betur. Það er engin pressa á okkur enda margir sem hafa enga trú á okkur. Við getum því komið slakir inn í leikinn og við ætlum að halda áfram að koma fólki á óvart,“ segir Kári yfirvegaður.Kveðjuleikirnir Þessi magnaði leikmaður hyggur á nám í Bandaríkjunum næsta vetur og er því að spila sína síðustu leiki fyrir Hauka núna. Í það minnsta í bili. „Ég er ekki kominn með neinn skóla en stefnan er sett út. Ég set öll þessi mál á ís meðan ég einbeiti mér að úrslitaeinvíginu. Skólarnir hafa fullan skilning á því að einbeitingin sé í þessu hjá mér núna. Maður veit aldrei hvað gerist í framtíðinni og því er nauðsynlegt að spila hvern leik eins og það sé síðasti leikur ferilsins.“ Leikurinn í kvöld hefst klukkan 18.30 en upphitun á Stöð 2 Sport hefst klukkan 18.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Sjá meira