Betri pólitík Hildur Þórðardóttir skrifar 9. maí 2016 21:15 Mörgum hrýs hugur við að heyra pólitík nefnda á nafn. Það sem þeim kemur þá til hugar er skítkast, óheiðarleiki, sandkassaslagur, skotgrafahernaður og valdasýki. Þeir myndu aldrei vilja bjóða sig fram til Alþingis á meðan kerfið er eins og það er í dag. Hingað til hefur pólitík einkennst af baráttu og aðgreiningu. Menn fylkja sér í flokka þar sem markmiðið er að sigra andstæðingana og komast til valda. Flokkarnir aðgreina sig frá andstæðingnum með einhvers konar hugmyndafræðilegum stefnum til að höfða til kjósenda og fá fylgi. Frjálshyggja eða félagshyggja, einkavæðing eða samtrygging, hægri eða vinstri. Eins og kerfið er í dag er of mikið púður sett í að viðhalda völdum flokkanna en að gera það sem er best fyrir samfélagið. Ég veit að margir þingmenn vilja vinna að heill landsins alls en eru múlbundnir flokknum. Þess vegna þurfum við að minnka vægi flokkanna. Hætta þessum skotgrafahernaði. Besti flokkurinn kom ferskur fram á sjónarsviðið eftir hrun. Þeir gáfu engin kosningaloforð því þau væru hvort eð er aldrei efnd. Þetta var sem ferskur andblær í fúlan veruleika stjórnmálanna. Enda greip fólkið feginshendi þessum ferskleika og valdi Besta flokkinn þótt það vissi ekkert hvað hann stæði fyrir. Bara eitthvað allt annað en undirferlið og sviksemin undanfarin ár. Besti flokkurinn kenndi kjörnum fulltrúum að starfa saman, að minnsta kosti í borgarstjórn. Þar sem áður var sundrung og upplausnarástand leituðust nú borgarfulltrúar við að vinna saman. Finnst mér sem þessi vinnubrögð einkenni ennþá starf borgarstjórnar. Píratar koma nú inn á vígvöll Alþingis eins og friðarstillar með hvítan fána. Meira vald til fólksins og nýju stjórnarskrána í gegn er þeirra stefna. Sumir eru hræddir því þeir geta ekki sett pírata í kassa eins og hina flokkana. En ég skil pírata þannig að þeir vilji gera það sem fólkið vill þannig að hagsmunir heildarinnar séu hafðir að leiðarljósi. Ekki þarfir flokksins heldur þarfir fólksins. Kannski tekst Pírötum það sem Besta flokkinum tókst í borgarstjórn, að láta kjörna fulltrúa vinna saman að heill allra landsmanna. Sagan hefur sýnt að hrein frjálshyggja leiðir til fjármálahruns og að hreinn kommúnismi leiðir til bjargarleysis og skorts á frumkvæðis. Frjáls markaður eykur misrétti og ófrjáls markaður eykur svarta markaðsbrask. En millivegurinn einhvers staðar þarna á milli er það sem hentar best. Það er kominn tími til að þingmenn komi upp úr skotgröfunum og fari að vinna saman. Þetta snýst ekki lengur um að draga vagn einnar hugmyndafræði og berja sér leið. Þetta snýst um að taka það besta úr öllum stefnum og búa til samfélag þar sem frumkvæði og einstaklingsframtak er jafn mikilvægt og jöfnuður, samfélagstrygging og hagur heildarinnar. Að frumkvæði einstaklinga miðist við hag samfélagsins og að samfélagstryggingar miðist við að allir fái aðstoð til að leggja eitthvað af mörkum til samfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir til rektors Bryndís Elfa Gunnarsdóttir,Ingunn Erla Ingvarsdóttir,Erna Petersen skrifar Skoðun Villuljós í varnarstarfi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Opið bréf til Loga Einarssonar Jón Ingi Bergsteinsson skrifar Skoðun Hagsmunir stúdenta eru hagsmunir háskóla Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar Skoðun Óviðunandi viðhaldsleysi á vegum Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Aðlögun – að laga sig að lífinu Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands þarfnast afburðaleiðtoga Snorri Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar lífið snýst á hvolf Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun StrákaKraftur og Mottumars! Viktoría Jensdóttir skrifar Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak skrifar Skoðun Tækifæri fyrir nemendur Háskóla Íslands Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni Andri Hauksteinn Oddsson skrifar Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson skrifar Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Sjá meira
Mörgum hrýs hugur við að heyra pólitík nefnda á nafn. Það sem þeim kemur þá til hugar er skítkast, óheiðarleiki, sandkassaslagur, skotgrafahernaður og valdasýki. Þeir myndu aldrei vilja bjóða sig fram til Alþingis á meðan kerfið er eins og það er í dag. Hingað til hefur pólitík einkennst af baráttu og aðgreiningu. Menn fylkja sér í flokka þar sem markmiðið er að sigra andstæðingana og komast til valda. Flokkarnir aðgreina sig frá andstæðingnum með einhvers konar hugmyndafræðilegum stefnum til að höfða til kjósenda og fá fylgi. Frjálshyggja eða félagshyggja, einkavæðing eða samtrygging, hægri eða vinstri. Eins og kerfið er í dag er of mikið púður sett í að viðhalda völdum flokkanna en að gera það sem er best fyrir samfélagið. Ég veit að margir þingmenn vilja vinna að heill landsins alls en eru múlbundnir flokknum. Þess vegna þurfum við að minnka vægi flokkanna. Hætta þessum skotgrafahernaði. Besti flokkurinn kom ferskur fram á sjónarsviðið eftir hrun. Þeir gáfu engin kosningaloforð því þau væru hvort eð er aldrei efnd. Þetta var sem ferskur andblær í fúlan veruleika stjórnmálanna. Enda greip fólkið feginshendi þessum ferskleika og valdi Besta flokkinn þótt það vissi ekkert hvað hann stæði fyrir. Bara eitthvað allt annað en undirferlið og sviksemin undanfarin ár. Besti flokkurinn kenndi kjörnum fulltrúum að starfa saman, að minnsta kosti í borgarstjórn. Þar sem áður var sundrung og upplausnarástand leituðust nú borgarfulltrúar við að vinna saman. Finnst mér sem þessi vinnubrögð einkenni ennþá starf borgarstjórnar. Píratar koma nú inn á vígvöll Alþingis eins og friðarstillar með hvítan fána. Meira vald til fólksins og nýju stjórnarskrána í gegn er þeirra stefna. Sumir eru hræddir því þeir geta ekki sett pírata í kassa eins og hina flokkana. En ég skil pírata þannig að þeir vilji gera það sem fólkið vill þannig að hagsmunir heildarinnar séu hafðir að leiðarljósi. Ekki þarfir flokksins heldur þarfir fólksins. Kannski tekst Pírötum það sem Besta flokkinum tókst í borgarstjórn, að láta kjörna fulltrúa vinna saman að heill allra landsmanna. Sagan hefur sýnt að hrein frjálshyggja leiðir til fjármálahruns og að hreinn kommúnismi leiðir til bjargarleysis og skorts á frumkvæðis. Frjáls markaður eykur misrétti og ófrjáls markaður eykur svarta markaðsbrask. En millivegurinn einhvers staðar þarna á milli er það sem hentar best. Það er kominn tími til að þingmenn komi upp úr skotgröfunum og fari að vinna saman. Þetta snýst ekki lengur um að draga vagn einnar hugmyndafræði og berja sér leið. Þetta snýst um að taka það besta úr öllum stefnum og búa til samfélag þar sem frumkvæði og einstaklingsframtak er jafn mikilvægt og jöfnuður, samfélagstrygging og hagur heildarinnar. Að frumkvæði einstaklinga miðist við hag samfélagsins og að samfélagstryggingar miðist við að allir fái aðstoð til að leggja eitthvað af mörkum til samfélagsins.
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir til rektors Bryndís Elfa Gunnarsdóttir,Ingunn Erla Ingvarsdóttir,Erna Petersen skrifar
Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar
Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar
Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun