Aukið fjármagn til Háskóla Íslands: Hlutfall nemenda á hvern kennara of hátt Baldur Helgi Þorkelsson og Málfríður Guðný Kolbeinsdóttir skrifar 14. maí 2016 09:00 Háskóli Íslands er í 222. sæti yfir bestu háskóla í heimi á nýuppfærðum lista Times Higher Education. Listinn tekur tillit til nokkurra þátta: Rannsóknarstarfs, áhrifa á alþjóðlegum vettvangi, kennsluhátta og námsumhverfis. Af þessum fjórum þáttum er HÍ með lægstu einkunn í kennsluþættinum sem er meðal annars metinn út frá hlutfalli nemenda á hvern kennara. Ef litið er til iðnaðarverkfræði- vélaverkfræði- og tölvunarfræðideildar eru þar um 800 nemendur og 22 fastráðnir kennarar. Virkir nemendur eru um 480 talsins. Því er hlutfall virkra nemenda á kennara 21:1. Í stefnu HÍ 2006-2011 var stefnt á að bæta þetta hlutfall úr 21:1 í 17:1. Staðan er sú að þetta hefur ekki enn tekist og má skýra það að hluta vegna takmarkaðs fjármagns frá ríkinu. Nú er búið að setja fram stefnu HÍ fyrir tímabilið 2016-2021. Í námi og kennsluháttum eru sett fram þau markmið að lækka hlutfall nemanda á hvern kennara til að auka gæði náms og kennslu, og draga þar með úr vinnuálagi kennara. Tvenns konar aðgerðir eru nefndar til að fylgja þessum áætlunum eftir. Annars vegar að fjölga kennurum og hins vegar að breyta fyrirkomulagi við inntöku nemenda. Á Times Higher Education listanum er HÍ í 13. sæti yfir háskóla á Norðurlöndunum. Ef fjármagn til HÍ er borið saman við fjármagn til háskóla á Norðurlöndunum er hann mjög undirfjármagnaður. Miðað við það er í raun ótrúlegt að við séum á listanum.Á myndinni hér fyrir ofan sést að HÍ er fyrir neðan meðaltal OECD ríkjanna og með 30-40% minna fjármagn en Danmörk, Noregur og Svíþjóð. Þetta er alvarlegt mál og lýsir sér einna helst í því að kennarar eru með fleiri nemendur en æskilegt væri. Þetta fyrirkomulag kemur beint niður á gæðum kennslu. Nú þegar hefur verið sett í stefnu Vísinda- og tækniráðs að fjárframlög til HÍ muni ná svokölluðu Norðurlandameðaltali á hvern nemenda árið 2020. Stefnt var þó að því að ná OECD meðaltalinu í ár en það hefur ekki gengið eftir. Ef HÍ ætlar sér að halda áfram að vera á meðal bestu háskóla heims og klífa lista Times Higher Education enn frekar verður að gera átak í að betrumbæta þátt kennsluhátta í skólanum. Það skilar sér einna best til nemenda og til samfélagsins með betur menntaðra fólki. Það er lykilatriði að ríkisstjórnin leggi áherslu á að láta þessar áætlanir standast. Gæði náms er í hættu ef haldið verður áfram á sömu braut.Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Tengdar fréttir Hvað græðum við eiginlega á hugvísindum? 11. maí 2016 09:00 Hvernig væri skóli án kennara? 12. maí 2016 09:00 Fjármögnun kennslu heilbrigðisstétta þarf að bæta til muna 13. maí 2016 09:00 Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Háskóli Íslands er í 222. sæti yfir bestu háskóla í heimi á nýuppfærðum lista Times Higher Education. Listinn tekur tillit til nokkurra þátta: Rannsóknarstarfs, áhrifa á alþjóðlegum vettvangi, kennsluhátta og námsumhverfis. Af þessum fjórum þáttum er HÍ með lægstu einkunn í kennsluþættinum sem er meðal annars metinn út frá hlutfalli nemenda á hvern kennara. Ef litið er til iðnaðarverkfræði- vélaverkfræði- og tölvunarfræðideildar eru þar um 800 nemendur og 22 fastráðnir kennarar. Virkir nemendur eru um 480 talsins. Því er hlutfall virkra nemenda á kennara 21:1. Í stefnu HÍ 2006-2011 var stefnt á að bæta þetta hlutfall úr 21:1 í 17:1. Staðan er sú að þetta hefur ekki enn tekist og má skýra það að hluta vegna takmarkaðs fjármagns frá ríkinu. Nú er búið að setja fram stefnu HÍ fyrir tímabilið 2016-2021. Í námi og kennsluháttum eru sett fram þau markmið að lækka hlutfall nemanda á hvern kennara til að auka gæði náms og kennslu, og draga þar með úr vinnuálagi kennara. Tvenns konar aðgerðir eru nefndar til að fylgja þessum áætlunum eftir. Annars vegar að fjölga kennurum og hins vegar að breyta fyrirkomulagi við inntöku nemenda. Á Times Higher Education listanum er HÍ í 13. sæti yfir háskóla á Norðurlöndunum. Ef fjármagn til HÍ er borið saman við fjármagn til háskóla á Norðurlöndunum er hann mjög undirfjármagnaður. Miðað við það er í raun ótrúlegt að við séum á listanum.Á myndinni hér fyrir ofan sést að HÍ er fyrir neðan meðaltal OECD ríkjanna og með 30-40% minna fjármagn en Danmörk, Noregur og Svíþjóð. Þetta er alvarlegt mál og lýsir sér einna helst í því að kennarar eru með fleiri nemendur en æskilegt væri. Þetta fyrirkomulag kemur beint niður á gæðum kennslu. Nú þegar hefur verið sett í stefnu Vísinda- og tækniráðs að fjárframlög til HÍ muni ná svokölluðu Norðurlandameðaltali á hvern nemenda árið 2020. Stefnt var þó að því að ná OECD meðaltalinu í ár en það hefur ekki gengið eftir. Ef HÍ ætlar sér að halda áfram að vera á meðal bestu háskóla heims og klífa lista Times Higher Education enn frekar verður að gera átak í að betrumbæta þátt kennsluhátta í skólanum. Það skilar sér einna best til nemenda og til samfélagsins með betur menntaðra fólki. Það er lykilatriði að ríkisstjórnin leggi áherslu á að láta þessar áætlanir standast. Gæði náms er í hættu ef haldið verður áfram á sömu braut.Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Stúdentaráðs Háskóla Íslands.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun