Hvernig væri skóli án kennara? Hjörvar Gunnarsson skrifar 12. maí 2016 09:00 Háskóli Íslands er frábær, það er staðreynd sem erfitt er að mótmæla. Í skólanum er urmull snillinga að búa til enn fleiri snillinga, hvort sem það er í lagarétti, ensku, læknisfræði eða hvað það allt heitir. Við erum gríðarlega heppin að búa við mikið öryggi til náms í skóla sem er í hópi 300 bestu háskóla í veröldinni. Standandi frammi fyrir þeirra staðreynd að Háskóli Íslands sé frábær ber mér skylda til að velta því fyrir mér hvað skilur á milli góðs skóla og slæms. Sú ískalda staðreynd hefur mætt hverjum þeim sem hefur sótt skóla að enginn lærir fyrir neinn annan, það er alltaf verk nemandans. Því hljóta gæði skóla að mælast innanfrá, í því samhengi hlýtur útlit skólabyggingar og fermetrafjöldi tölvurýma að skipta litlu máli. Það er kannski augljóst en kennarar og nemendur eru þær tvær blokkir sem mestu máli skipta í skólakerfinu. Sé sú staðreynd eins bersýnileg og ég tel vera þarf að hlúa vel að þeim því án kennara og nemenda væru skólar tómlegir og lítið gaman væri að mæta í svoleiðis skóla. Auk þess væru afköstin líklega ekki mikil. Í Stakkahlíðinni, húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands fer fram feykilega mögnuð vinna. Þar kemur fólk saman að læra að verða þroskaþjálfar, tómstundafræðingar og meira að segja kennarar. En hverjir kenna þeim sem vilja verða kennarar? Aftur, augljós staðreynd. Það eru kennarar sem kenna fólki að verða kennarar. Menntun ófæddra barna, ungmenna framtíðarinnar, er í höndum þeirra sem nema við Menntavísindasvið Háskólans í Stakkahlíð. Þvílík ábyrgð sem sett er á hendur þeirra sem annast slík verkefni. Til að fjárfesta á sem bestan hátt í framtíðinni þarf að setja pening í undirbúning kennarastéttarinnar. Þú tryggir ekki eftir á og þú býrð ekki til fullkominn kennara fyrir barnið þitt þegar barnið er komið á fermingaraldur, þá er það orðið of seint. Því skiptir gríðarlega miklu máli að setja nægan pening í það sem skiptir öllu máli í menntun; kennarana. Í síðustu prófatörnum hefur sú staða blasað við stúdentum Háskóla Íslands að próf þeirra geta farið hvernig sem er vegna kjarabaráttu prófessora. Það er ólíðandi staða. Nemendur og kennarar verða að búa við öryggi. Þar sem fleiri en prófessorar sjá um fræðslu í skólanum er öryggið ekki tryggt með bættum kjörum þeirra. Enn eru ótalmargir sem ekki standa nógu vel. Töluvert margir stundakennarar starfa við Háskólann. Þetta er yfirleitt magnað fólk sem starfar úti á vettvangi og er vel að sér í þeirri grein sem það kennir. Stundakennararnir eru því afar mikilvægt afl á víðavangi Háskólans. Mánaðarlega umslagið þeirra sýnir þó ekki fram á mikilvægi þeirra, enda fá þeir ekki að vera með í félögum sem berjast fyrir kjörum annarra kennara við skólann. Þar fyrir utan þurfa stundakennarar að vinna fullan vinnudag í sinni aðalvinnu. Því skora ég á ráðamenn að stíga upp, setja pening í innviði, í það sem raunverulega skiptir máli. Þegar það er gert verður niðurstaðan í kjölfarið allt önnur og betri.Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Tengdar fréttir Undirfjármagnaður Háskóli 9. maí 2016 09:00 Svikin loforð um fjármögnun háskólakerfisins Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem kynnt var fyrir stuttu kemur þó fram að gott menntakerfi sé "lykillinn að því að auka framleiðslugetu hagkerfisins og skjóta frekari stoðum undir hagvöxt og þar með almenna velferð í landinu.“ 10. maí 2016 09:00 Hvað græðum við eiginlega á hugvísindum? 11. maí 2016 09:00 Mest lesið Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Sjá meira
Háskóli Íslands er frábær, það er staðreynd sem erfitt er að mótmæla. Í skólanum er urmull snillinga að búa til enn fleiri snillinga, hvort sem það er í lagarétti, ensku, læknisfræði eða hvað það allt heitir. Við erum gríðarlega heppin að búa við mikið öryggi til náms í skóla sem er í hópi 300 bestu háskóla í veröldinni. Standandi frammi fyrir þeirra staðreynd að Háskóli Íslands sé frábær ber mér skylda til að velta því fyrir mér hvað skilur á milli góðs skóla og slæms. Sú ískalda staðreynd hefur mætt hverjum þeim sem hefur sótt skóla að enginn lærir fyrir neinn annan, það er alltaf verk nemandans. Því hljóta gæði skóla að mælast innanfrá, í því samhengi hlýtur útlit skólabyggingar og fermetrafjöldi tölvurýma að skipta litlu máli. Það er kannski augljóst en kennarar og nemendur eru þær tvær blokkir sem mestu máli skipta í skólakerfinu. Sé sú staðreynd eins bersýnileg og ég tel vera þarf að hlúa vel að þeim því án kennara og nemenda væru skólar tómlegir og lítið gaman væri að mæta í svoleiðis skóla. Auk þess væru afköstin líklega ekki mikil. Í Stakkahlíðinni, húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands fer fram feykilega mögnuð vinna. Þar kemur fólk saman að læra að verða þroskaþjálfar, tómstundafræðingar og meira að segja kennarar. En hverjir kenna þeim sem vilja verða kennarar? Aftur, augljós staðreynd. Það eru kennarar sem kenna fólki að verða kennarar. Menntun ófæddra barna, ungmenna framtíðarinnar, er í höndum þeirra sem nema við Menntavísindasvið Háskólans í Stakkahlíð. Þvílík ábyrgð sem sett er á hendur þeirra sem annast slík verkefni. Til að fjárfesta á sem bestan hátt í framtíðinni þarf að setja pening í undirbúning kennarastéttarinnar. Þú tryggir ekki eftir á og þú býrð ekki til fullkominn kennara fyrir barnið þitt þegar barnið er komið á fermingaraldur, þá er það orðið of seint. Því skiptir gríðarlega miklu máli að setja nægan pening í það sem skiptir öllu máli í menntun; kennarana. Í síðustu prófatörnum hefur sú staða blasað við stúdentum Háskóla Íslands að próf þeirra geta farið hvernig sem er vegna kjarabaráttu prófessora. Það er ólíðandi staða. Nemendur og kennarar verða að búa við öryggi. Þar sem fleiri en prófessorar sjá um fræðslu í skólanum er öryggið ekki tryggt með bættum kjörum þeirra. Enn eru ótalmargir sem ekki standa nógu vel. Töluvert margir stundakennarar starfa við Háskólann. Þetta er yfirleitt magnað fólk sem starfar úti á vettvangi og er vel að sér í þeirri grein sem það kennir. Stundakennararnir eru því afar mikilvægt afl á víðavangi Háskólans. Mánaðarlega umslagið þeirra sýnir þó ekki fram á mikilvægi þeirra, enda fá þeir ekki að vera með í félögum sem berjast fyrir kjörum annarra kennara við skólann. Þar fyrir utan þurfa stundakennarar að vinna fullan vinnudag í sinni aðalvinnu. Því skora ég á ráðamenn að stíga upp, setja pening í innviði, í það sem raunverulega skiptir máli. Þegar það er gert verður niðurstaðan í kjölfarið allt önnur og betri.Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Stúdentaráðs Háskóla Íslands.
Svikin loforð um fjármögnun háskólakerfisins Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem kynnt var fyrir stuttu kemur þó fram að gott menntakerfi sé "lykillinn að því að auka framleiðslugetu hagkerfisins og skjóta frekari stoðum undir hagvöxt og þar með almenna velferð í landinu.“ 10. maí 2016 09:00
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar