Svikin loforð um fjármögnun háskólakerfisins Ragna Sigurðardóttir skrifar 10. maí 2016 09:00 Aukin menntun hefur jákvæð áhrif á samfélagið. Aðgengi að háskólanámi er talið tengjast bættri lýðheilsu, auknum lífslíkum og samfélagslegri og efnahagslegri framþróun. Rannsóknir benda reyndar líka til þess að hærra menntunarstig þjóða haldist í hendur við pólitískan stöðugleika, en það er kannski ekki efni þessarar greinar. Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem kynnt var fyrir stuttu kemur þó fram að gott menntakerfi sé „lykillinn að því að auka framleiðslugetu hagkerfisins og skjóta frekari stoðum undir hagvöxt og þar með almenna velferð í landinu.“ Jafnframt stendur í henni að verkefni stjórnvalda á næstu árum verði að styðja frekar við aukin gæði háskólastarfsemi og tryggja þannig alþjóðlega samkeppnishæfni íslenskra háskóla. Þessi orð eiga rétt á sér. Háskólanám á Íslandi er nefnilega gríðarlega undirfjármagnað. Sem dæmi um það vantar 15 til 20 milljarða króna inn í háskólakerfið til að ná meðaltali Norðurlandanna í fjármögnun kerfisins miðað við hvern nemenda. Meðaltali OECD ríkjanna hefur enn ekki verið náð. Árið 2014 setti Vísinda- og tækniráð þó fram markmið um að ná þessu meðaltali OECD ríkjanna í fjármögnun háskólakerfisins. Því markmiði átti að ná árið 2016. Það hefur ekki gerst. Miðað við fast verðlag hafa framlög á hvern háskólanema í raun lítið breyst síðustu ár, á meðan efnahagsástandið á að hafa farið batnandi. Þegar Vísinda- og tækniráð setti fram markmið um að ná meðaltali OECD ríkjanna árið 2016 var jafnframt stefnt að því að ná meðaltali Norðurlandanna árið 2020. Í ríkisfjármálaáætlun til næstu 5 ára kemur fram að tækifæri hafi skapast til uppbyggingar á samfélagslegum innviðum landsins. Því hefði mátt búast við því að úthlutanir til háskóla yrðu í samræmi við gefin loforð um fjármögnun kerfisins. Á þessum 5 árum gerir fjármálaáætlunin hins vegar aðeins ráð fyrir um 6% aukningu á útgjöldum til háskólastigsins. Aukning um 6% er ekki nóg til að koma Íslandi á kortið hvað varðar stuðning við háskólakerfið. Samkvæmt nýjustu gögnum frá OECD eru framlög á hvern ársnema íslenskra háskóla aðeins um 62% af meðaltalsframlagi OECD ríkja. Framlög á hvern ársnema á Íslandi eru jafnframt aðeins um 42% af sambærilegum framlögum í Svíþjóð, sem stendur sig best af Norðurlöndunum í þessum málaflokki. Í stað þess að setja markið hátt og fylgja því fast eftir í fjármálaáætlun sinni hefur ríkisstjórnin brugðist í stuðningi sínum við háskólakerfið. Ef stuðla á að aukinni samkeppnishæfni og bættum gæðum í háskólakerfinu verður að bregða til annarra leiða en að svíkja gefin loforð. Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragna Sigurðardóttir Tengdar fréttir Undirfjármagnaður Háskóli 9. maí 2016 09:00 Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Aukin menntun hefur jákvæð áhrif á samfélagið. Aðgengi að háskólanámi er talið tengjast bættri lýðheilsu, auknum lífslíkum og samfélagslegri og efnahagslegri framþróun. Rannsóknir benda reyndar líka til þess að hærra menntunarstig þjóða haldist í hendur við pólitískan stöðugleika, en það er kannski ekki efni þessarar greinar. Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem kynnt var fyrir stuttu kemur þó fram að gott menntakerfi sé „lykillinn að því að auka framleiðslugetu hagkerfisins og skjóta frekari stoðum undir hagvöxt og þar með almenna velferð í landinu.“ Jafnframt stendur í henni að verkefni stjórnvalda á næstu árum verði að styðja frekar við aukin gæði háskólastarfsemi og tryggja þannig alþjóðlega samkeppnishæfni íslenskra háskóla. Þessi orð eiga rétt á sér. Háskólanám á Íslandi er nefnilega gríðarlega undirfjármagnað. Sem dæmi um það vantar 15 til 20 milljarða króna inn í háskólakerfið til að ná meðaltali Norðurlandanna í fjármögnun kerfisins miðað við hvern nemenda. Meðaltali OECD ríkjanna hefur enn ekki verið náð. Árið 2014 setti Vísinda- og tækniráð þó fram markmið um að ná þessu meðaltali OECD ríkjanna í fjármögnun háskólakerfisins. Því markmiði átti að ná árið 2016. Það hefur ekki gerst. Miðað við fast verðlag hafa framlög á hvern háskólanema í raun lítið breyst síðustu ár, á meðan efnahagsástandið á að hafa farið batnandi. Þegar Vísinda- og tækniráð setti fram markmið um að ná meðaltali OECD ríkjanna árið 2016 var jafnframt stefnt að því að ná meðaltali Norðurlandanna árið 2020. Í ríkisfjármálaáætlun til næstu 5 ára kemur fram að tækifæri hafi skapast til uppbyggingar á samfélagslegum innviðum landsins. Því hefði mátt búast við því að úthlutanir til háskóla yrðu í samræmi við gefin loforð um fjármögnun kerfisins. Á þessum 5 árum gerir fjármálaáætlunin hins vegar aðeins ráð fyrir um 6% aukningu á útgjöldum til háskólastigsins. Aukning um 6% er ekki nóg til að koma Íslandi á kortið hvað varðar stuðning við háskólakerfið. Samkvæmt nýjustu gögnum frá OECD eru framlög á hvern ársnema íslenskra háskóla aðeins um 62% af meðaltalsframlagi OECD ríkja. Framlög á hvern ársnema á Íslandi eru jafnframt aðeins um 42% af sambærilegum framlögum í Svíþjóð, sem stendur sig best af Norðurlöndunum í þessum málaflokki. Í stað þess að setja markið hátt og fylgja því fast eftir í fjármálaáætlun sinni hefur ríkisstjórnin brugðist í stuðningi sínum við háskólakerfið. Ef stuðla á að aukinni samkeppnishæfni og bættum gæðum í háskólakerfinu verður að bregða til annarra leiða en að svíkja gefin loforð. Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Stúdentaráðs Háskóla Íslands.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun