Undirfjármagnaður Háskóli Aron Ólafsson skrifar 9. maí 2016 09:00 Í þessari viku stefnum við í Stúdentaráði Háskóla Íslands á að birta daglega grein sem varpar ljósi á afleiðingarnar sem fylgja því að reka undirfjármagnaðan Háskóla. Til þess að leysa þann vanda verðum við fyrst að spyrja okkur að því hvernig háskólakerfi við viljum reka. Við nemendur viljum að hér sé háskólakerfi sem er leiðandi á öllum sviðum og stuðlar að aukinni þekkingu ungs fólks. Eftir efnahagshrunið 2008 hefur nemendum við Háskóla Íslands fjölgað umtalsvert en því miður hefur fjármagn ekki fylgt þeirri fjölgun. Eftir hrun varð 20% lækkun á framlögum til Háskólans á sama tíma og nemendum fjölgaði um 20%. Þá sýna mælingar OECD að íslenska háskólakerfið er langt á eftir Norðurlöndunum og meðaltali OECD landanna þegar kemur að fjármagni á hvern nemanda. Það er hin mesta furða að skólinn hafi náð að halda uppi kennslu og rannsóknum með því fjármagni sem honum hefur verið úthlutað síðastliðin ár. Það verður þó ekki hægt til lengdar því álag á kennara og annað starfsfólk er gríðarlegt. Nemendur finna fyrir því að framþróun í Háskólanum gengur hægt þar sem ekki er til staðar fjármagn til að stuðla að nútímavæddri kennslu, þróa tengsl námsins við framtíðar starfsvettvang og skapa ungu fólki tækifæri. Í nýsamþykktri stefnu Háskóla Íslands eru gæði og þróun náms sett í öndvegi. Til að búa nemendur undir þátttöku í fjölbreyttu atvinnulífi og áframhaldandi námi verður skólinn sífellt að þróa kennsluhætti og námsaðstöðu, hvetja til nýsköpunar í kennslu og styrkja tengsl á milli náms og atvinnulífs. Þrátt fyrir þrönga fjárhagsstöðu síðustu ára eru nú sett fram metnaðarfull markmið og aðgerðir í stefnu Háskólans um hvernig megi stuðla að sífelldri framþróun náms. Það er ljóst að Háskólinn verður að fá stuðning til að geta fylgt þessari stefnu eftir. Stúdentar tóku virkan þátt í að móta stefnuna og lögðu í þeirri vinnu gríðarmikla áherslu á að aukinn stuðningur við þróun og gæði náms verði í brennidepli í starfi skólans á næstu árum. Háskóli Íslands skipar sér í hóp efstu 2% bestu háskóla. Það er mikil viðurkenning á störfum kennara og stjórnsýslu. Nemendur njóta góðs af því þegar kemur að því að fá námsgráður viðurkenndar hér og erlendis. En það er því miður ekki kennslan sem skilar okkur þessari viðurkenningu en í matinu sem liggur til grundvallar þessarar röðunar fær Háskólinn 16,8 stig af 100 fyrir kennsluþáttinn. Það má því segja að kennslan haldi aftur af okkur. Hugvit kennara og þeirra rannsóknir hafa lyft Háskóla Íslands á þann stall sem hann er á í dag. En það vantar fjármagn til að vinna að framförum og tryggja þann árangur sem hefur náðst. Langvarandi álag á kennara og lítill stuðningur við kennara og nemendur skapar raunverulega hættu á að skólinn missi sína bestu starfsmenn. Nú er sóknarfæri sem nýta má til að bæta um betur og byggja hér upp öflugt þekkingarsamfélag, sem er ein skynsamlegasta fjárfesting sem hugsast getur þegar litið er fram á veginn. Þessi pistill er upphafið að greinaskriftaátaki nemenda Háskóla Íslands. Það er löngu ljóst að nemendur eru komnir með nóg af undirfjármögnuðu háskólakerfi og á næstu dögum munum við varpa ljósi á þau vandamál og vannýttu tækifæri sem Háskóli Íslands glímir við vegna skorts á fjármagni.Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Í þessari viku stefnum við í Stúdentaráði Háskóla Íslands á að birta daglega grein sem varpar ljósi á afleiðingarnar sem fylgja því að reka undirfjármagnaðan Háskóla. Til þess að leysa þann vanda verðum við fyrst að spyrja okkur að því hvernig háskólakerfi við viljum reka. Við nemendur viljum að hér sé háskólakerfi sem er leiðandi á öllum sviðum og stuðlar að aukinni þekkingu ungs fólks. Eftir efnahagshrunið 2008 hefur nemendum við Háskóla Íslands fjölgað umtalsvert en því miður hefur fjármagn ekki fylgt þeirri fjölgun. Eftir hrun varð 20% lækkun á framlögum til Háskólans á sama tíma og nemendum fjölgaði um 20%. Þá sýna mælingar OECD að íslenska háskólakerfið er langt á eftir Norðurlöndunum og meðaltali OECD landanna þegar kemur að fjármagni á hvern nemanda. Það er hin mesta furða að skólinn hafi náð að halda uppi kennslu og rannsóknum með því fjármagni sem honum hefur verið úthlutað síðastliðin ár. Það verður þó ekki hægt til lengdar því álag á kennara og annað starfsfólk er gríðarlegt. Nemendur finna fyrir því að framþróun í Háskólanum gengur hægt þar sem ekki er til staðar fjármagn til að stuðla að nútímavæddri kennslu, þróa tengsl námsins við framtíðar starfsvettvang og skapa ungu fólki tækifæri. Í nýsamþykktri stefnu Háskóla Íslands eru gæði og þróun náms sett í öndvegi. Til að búa nemendur undir þátttöku í fjölbreyttu atvinnulífi og áframhaldandi námi verður skólinn sífellt að þróa kennsluhætti og námsaðstöðu, hvetja til nýsköpunar í kennslu og styrkja tengsl á milli náms og atvinnulífs. Þrátt fyrir þrönga fjárhagsstöðu síðustu ára eru nú sett fram metnaðarfull markmið og aðgerðir í stefnu Háskólans um hvernig megi stuðla að sífelldri framþróun náms. Það er ljóst að Háskólinn verður að fá stuðning til að geta fylgt þessari stefnu eftir. Stúdentar tóku virkan þátt í að móta stefnuna og lögðu í þeirri vinnu gríðarmikla áherslu á að aukinn stuðningur við þróun og gæði náms verði í brennidepli í starfi skólans á næstu árum. Háskóli Íslands skipar sér í hóp efstu 2% bestu háskóla. Það er mikil viðurkenning á störfum kennara og stjórnsýslu. Nemendur njóta góðs af því þegar kemur að því að fá námsgráður viðurkenndar hér og erlendis. En það er því miður ekki kennslan sem skilar okkur þessari viðurkenningu en í matinu sem liggur til grundvallar þessarar röðunar fær Háskólinn 16,8 stig af 100 fyrir kennsluþáttinn. Það má því segja að kennslan haldi aftur af okkur. Hugvit kennara og þeirra rannsóknir hafa lyft Háskóla Íslands á þann stall sem hann er á í dag. En það vantar fjármagn til að vinna að framförum og tryggja þann árangur sem hefur náðst. Langvarandi álag á kennara og lítill stuðningur við kennara og nemendur skapar raunverulega hættu á að skólinn missi sína bestu starfsmenn. Nú er sóknarfæri sem nýta má til að bæta um betur og byggja hér upp öflugt þekkingarsamfélag, sem er ein skynsamlegasta fjárfesting sem hugsast getur þegar litið er fram á veginn. Þessi pistill er upphafið að greinaskriftaátaki nemenda Háskóla Íslands. Það er löngu ljóst að nemendur eru komnir með nóg af undirfjármögnuðu háskólakerfi og á næstu dögum munum við varpa ljósi á þau vandamál og vannýttu tækifæri sem Háskóli Íslands glímir við vegna skorts á fjármagni.Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Stúdentaráðs Háskóla Íslands.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun