Undirfjármagnaður Háskóli Aron Ólafsson skrifar 9. maí 2016 09:00 Í þessari viku stefnum við í Stúdentaráði Háskóla Íslands á að birta daglega grein sem varpar ljósi á afleiðingarnar sem fylgja því að reka undirfjármagnaðan Háskóla. Til þess að leysa þann vanda verðum við fyrst að spyrja okkur að því hvernig háskólakerfi við viljum reka. Við nemendur viljum að hér sé háskólakerfi sem er leiðandi á öllum sviðum og stuðlar að aukinni þekkingu ungs fólks. Eftir efnahagshrunið 2008 hefur nemendum við Háskóla Íslands fjölgað umtalsvert en því miður hefur fjármagn ekki fylgt þeirri fjölgun. Eftir hrun varð 20% lækkun á framlögum til Háskólans á sama tíma og nemendum fjölgaði um 20%. Þá sýna mælingar OECD að íslenska háskólakerfið er langt á eftir Norðurlöndunum og meðaltali OECD landanna þegar kemur að fjármagni á hvern nemanda. Það er hin mesta furða að skólinn hafi náð að halda uppi kennslu og rannsóknum með því fjármagni sem honum hefur verið úthlutað síðastliðin ár. Það verður þó ekki hægt til lengdar því álag á kennara og annað starfsfólk er gríðarlegt. Nemendur finna fyrir því að framþróun í Háskólanum gengur hægt þar sem ekki er til staðar fjármagn til að stuðla að nútímavæddri kennslu, þróa tengsl námsins við framtíðar starfsvettvang og skapa ungu fólki tækifæri. Í nýsamþykktri stefnu Háskóla Íslands eru gæði og þróun náms sett í öndvegi. Til að búa nemendur undir þátttöku í fjölbreyttu atvinnulífi og áframhaldandi námi verður skólinn sífellt að þróa kennsluhætti og námsaðstöðu, hvetja til nýsköpunar í kennslu og styrkja tengsl á milli náms og atvinnulífs. Þrátt fyrir þrönga fjárhagsstöðu síðustu ára eru nú sett fram metnaðarfull markmið og aðgerðir í stefnu Háskólans um hvernig megi stuðla að sífelldri framþróun náms. Það er ljóst að Háskólinn verður að fá stuðning til að geta fylgt þessari stefnu eftir. Stúdentar tóku virkan þátt í að móta stefnuna og lögðu í þeirri vinnu gríðarmikla áherslu á að aukinn stuðningur við þróun og gæði náms verði í brennidepli í starfi skólans á næstu árum. Háskóli Íslands skipar sér í hóp efstu 2% bestu háskóla. Það er mikil viðurkenning á störfum kennara og stjórnsýslu. Nemendur njóta góðs af því þegar kemur að því að fá námsgráður viðurkenndar hér og erlendis. En það er því miður ekki kennslan sem skilar okkur þessari viðurkenningu en í matinu sem liggur til grundvallar þessarar röðunar fær Háskólinn 16,8 stig af 100 fyrir kennsluþáttinn. Það má því segja að kennslan haldi aftur af okkur. Hugvit kennara og þeirra rannsóknir hafa lyft Háskóla Íslands á þann stall sem hann er á í dag. En það vantar fjármagn til að vinna að framförum og tryggja þann árangur sem hefur náðst. Langvarandi álag á kennara og lítill stuðningur við kennara og nemendur skapar raunverulega hættu á að skólinn missi sína bestu starfsmenn. Nú er sóknarfæri sem nýta má til að bæta um betur og byggja hér upp öflugt þekkingarsamfélag, sem er ein skynsamlegasta fjárfesting sem hugsast getur þegar litið er fram á veginn. Þessi pistill er upphafið að greinaskriftaátaki nemenda Háskóla Íslands. Það er löngu ljóst að nemendur eru komnir með nóg af undirfjármögnuðu háskólakerfi og á næstu dögum munum við varpa ljósi á þau vandamál og vannýttu tækifæri sem Háskóli Íslands glímir við vegna skorts á fjármagni.Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Í þessari viku stefnum við í Stúdentaráði Háskóla Íslands á að birta daglega grein sem varpar ljósi á afleiðingarnar sem fylgja því að reka undirfjármagnaðan Háskóla. Til þess að leysa þann vanda verðum við fyrst að spyrja okkur að því hvernig háskólakerfi við viljum reka. Við nemendur viljum að hér sé háskólakerfi sem er leiðandi á öllum sviðum og stuðlar að aukinni þekkingu ungs fólks. Eftir efnahagshrunið 2008 hefur nemendum við Háskóla Íslands fjölgað umtalsvert en því miður hefur fjármagn ekki fylgt þeirri fjölgun. Eftir hrun varð 20% lækkun á framlögum til Háskólans á sama tíma og nemendum fjölgaði um 20%. Þá sýna mælingar OECD að íslenska háskólakerfið er langt á eftir Norðurlöndunum og meðaltali OECD landanna þegar kemur að fjármagni á hvern nemanda. Það er hin mesta furða að skólinn hafi náð að halda uppi kennslu og rannsóknum með því fjármagni sem honum hefur verið úthlutað síðastliðin ár. Það verður þó ekki hægt til lengdar því álag á kennara og annað starfsfólk er gríðarlegt. Nemendur finna fyrir því að framþróun í Háskólanum gengur hægt þar sem ekki er til staðar fjármagn til að stuðla að nútímavæddri kennslu, þróa tengsl námsins við framtíðar starfsvettvang og skapa ungu fólki tækifæri. Í nýsamþykktri stefnu Háskóla Íslands eru gæði og þróun náms sett í öndvegi. Til að búa nemendur undir þátttöku í fjölbreyttu atvinnulífi og áframhaldandi námi verður skólinn sífellt að þróa kennsluhætti og námsaðstöðu, hvetja til nýsköpunar í kennslu og styrkja tengsl á milli náms og atvinnulífs. Þrátt fyrir þrönga fjárhagsstöðu síðustu ára eru nú sett fram metnaðarfull markmið og aðgerðir í stefnu Háskólans um hvernig megi stuðla að sífelldri framþróun náms. Það er ljóst að Háskólinn verður að fá stuðning til að geta fylgt þessari stefnu eftir. Stúdentar tóku virkan þátt í að móta stefnuna og lögðu í þeirri vinnu gríðarmikla áherslu á að aukinn stuðningur við þróun og gæði náms verði í brennidepli í starfi skólans á næstu árum. Háskóli Íslands skipar sér í hóp efstu 2% bestu háskóla. Það er mikil viðurkenning á störfum kennara og stjórnsýslu. Nemendur njóta góðs af því þegar kemur að því að fá námsgráður viðurkenndar hér og erlendis. En það er því miður ekki kennslan sem skilar okkur þessari viðurkenningu en í matinu sem liggur til grundvallar þessarar röðunar fær Háskólinn 16,8 stig af 100 fyrir kennsluþáttinn. Það má því segja að kennslan haldi aftur af okkur. Hugvit kennara og þeirra rannsóknir hafa lyft Háskóla Íslands á þann stall sem hann er á í dag. En það vantar fjármagn til að vinna að framförum og tryggja þann árangur sem hefur náðst. Langvarandi álag á kennara og lítill stuðningur við kennara og nemendur skapar raunverulega hættu á að skólinn missi sína bestu starfsmenn. Nú er sóknarfæri sem nýta má til að bæta um betur og byggja hér upp öflugt þekkingarsamfélag, sem er ein skynsamlegasta fjárfesting sem hugsast getur þegar litið er fram á veginn. Þessi pistill er upphafið að greinaskriftaátaki nemenda Háskóla Íslands. Það er löngu ljóst að nemendur eru komnir með nóg af undirfjármögnuðu háskólakerfi og á næstu dögum munum við varpa ljósi á þau vandamál og vannýttu tækifæri sem Háskóli Íslands glímir við vegna skorts á fjármagni.Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Stúdentaráðs Háskóla Íslands.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun