John Malkovich kynnir mynd sem verður frumsýnd eftir 100 ár Birgir Örn Steinarsson skrifar 6. maí 2016 13:29 Leikarinn John Malkovich er á leið til Frakklands til þess að vera viðstaddur kvikmyndahátíðina í Cannes sem hefst í næstu viku. Það eitt og sér er auðvitað ekki mjög fréttnæmt en erindi hans í ár er vissulega forvitnilegt. Malkovich er nefnilega að kynna kvikmynd sem ekki verður sýnd fólki fyrr en að 100 árum liðnum. Það þýðir þá líklega að allir sem að myndinni koma og allir sem kynna á verkefnið fyrir á Cannes muni aldrei fá tækifæri til þess að sjá myndina. Hér fyrir ofan má sjá stutta kynningu á verkefninu. Það er áfengisframleiðandinn Louis XIII sem framleiðir myndina en henni er leikstýrt af Robert Rodriguez sem gerði meðan annars myndirnar Sin City og Grindhouse. Um er að ræða vísindaskáldsögu þar sem kvikmyndagerðarmennirnir reyna að spá fyrir hvernig heimurinn verði eftir eina öld. Myndin verður geymd í læstum öryggisskáp sem ómögulegt verður að opna fyrr en árið 2115. Reiknað er með að hún verði sýnd í kvikmyndahúsum í nóvember það árið... verði kvikmyndahús ennþá til yfir höfuð. Bíó og sjónvarp Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Leikarinn John Malkovich er á leið til Frakklands til þess að vera viðstaddur kvikmyndahátíðina í Cannes sem hefst í næstu viku. Það eitt og sér er auðvitað ekki mjög fréttnæmt en erindi hans í ár er vissulega forvitnilegt. Malkovich er nefnilega að kynna kvikmynd sem ekki verður sýnd fólki fyrr en að 100 árum liðnum. Það þýðir þá líklega að allir sem að myndinni koma og allir sem kynna á verkefnið fyrir á Cannes muni aldrei fá tækifæri til þess að sjá myndina. Hér fyrir ofan má sjá stutta kynningu á verkefninu. Það er áfengisframleiðandinn Louis XIII sem framleiðir myndina en henni er leikstýrt af Robert Rodriguez sem gerði meðan annars myndirnar Sin City og Grindhouse. Um er að ræða vísindaskáldsögu þar sem kvikmyndagerðarmennirnir reyna að spá fyrir hvernig heimurinn verði eftir eina öld. Myndin verður geymd í læstum öryggisskáp sem ómögulegt verður að opna fyrr en árið 2115. Reiknað er með að hún verði sýnd í kvikmyndahúsum í nóvember það árið... verði kvikmyndahús ennþá til yfir höfuð.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira