Trump er einn eftir Guðsteinn Bjarnason skrifar 5. maí 2016 07:00 Donald Trump sigurviss að loknum forkosningum í Indiana á þriðjudag. Nordicphotos/AFP Repúblikanar sitja væntanlega uppi með Donald Trump sem forsetaframbjóðanda sinn í haust, mörgum helstu ráðamönnum flokksins til skelfingar. Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmaður fyrir Demókrataflokkinn, segir Trump hafa meira fylgi í Ku Klux Klan samtökunum heldur en í valdakjarna Repúblikanaflokksins. Hún segir hann hafa náð þessum árangri með því að básúna kynþáttahatur, kvenhatur og útlendingahræðslu. Fyrirfram þóttu almennt litlar líkur á því að Trump myndi sigra í forkosningum Repúblikanaflokksins, en nú þegar mótherjarnir Ted Cruz og John Kasich hafa báðir dregið sig í hlé getur fátt stöðvað Trump. Cruz var búinn að tryggja sér 565 fulltrúa á landsþingi flokksins í júli, Kasich var kominn með 153 og Marco Rubio með 173. Fastlega má búast við að einhverjir þeirra greiði Trump atkvæði sitt. Trump er hins vegar kominn með 1.047 og þarf ekki nema 230 til viðbótar. Honum er svo spáð góðum sigri í Kaliforníu og New Jersey að það eitt ætti að tryggja honum sigurinn. „Maðurinn er algerlega siðlaus,” sagði Cruz á þriðjudaginn, þegar kosið var í Indiana, og líkti Trump við óþokkann Biff Tannen úr bíómyndunum Aftur til framtíðar. Þegar úrslitin lágu fyrir um kvöldið sagðist Cruz draga sig í hlé og í gær gerði John Kasich hið sama. Sjálfur er Cruz reyndar sagður vera harla vafasamur persónuleiki, og Trump tók óspart þátt í þeirri gagnrýni: „Hann er andstyggilegur náungi,“ sagði Trump um Cruz áður en forkosningar flokkanna hófust. „Engum líkar við hann.” Í Demókrataflokknum þykir Hillary Clinton nánast örugg með útnefningu, þótt Bernie Sanders hafi unnið óvæntan sigur í Indiana. „Ég veit að öll gáfnaljósin héldu að við ættum að tapa, en það er greinilega ekki sú niðurstaða sem íbúarnir í Indiana komust að,“ sagði Sanders þegar ljóst var að hann hafði sigrað Clinton með miklum yfirburðum á þriðjudaginn. „Mér skilst að Clinton haldi að baráttunni sé lokið, en ég er með slæmar fréttir handa henni,“ sagði hann og er staðráðinn í að halda ótrauður áfram.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. maí Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjá meira
Repúblikanar sitja væntanlega uppi með Donald Trump sem forsetaframbjóðanda sinn í haust, mörgum helstu ráðamönnum flokksins til skelfingar. Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmaður fyrir Demókrataflokkinn, segir Trump hafa meira fylgi í Ku Klux Klan samtökunum heldur en í valdakjarna Repúblikanaflokksins. Hún segir hann hafa náð þessum árangri með því að básúna kynþáttahatur, kvenhatur og útlendingahræðslu. Fyrirfram þóttu almennt litlar líkur á því að Trump myndi sigra í forkosningum Repúblikanaflokksins, en nú þegar mótherjarnir Ted Cruz og John Kasich hafa báðir dregið sig í hlé getur fátt stöðvað Trump. Cruz var búinn að tryggja sér 565 fulltrúa á landsþingi flokksins í júli, Kasich var kominn með 153 og Marco Rubio með 173. Fastlega má búast við að einhverjir þeirra greiði Trump atkvæði sitt. Trump er hins vegar kominn með 1.047 og þarf ekki nema 230 til viðbótar. Honum er svo spáð góðum sigri í Kaliforníu og New Jersey að það eitt ætti að tryggja honum sigurinn. „Maðurinn er algerlega siðlaus,” sagði Cruz á þriðjudaginn, þegar kosið var í Indiana, og líkti Trump við óþokkann Biff Tannen úr bíómyndunum Aftur til framtíðar. Þegar úrslitin lágu fyrir um kvöldið sagðist Cruz draga sig í hlé og í gær gerði John Kasich hið sama. Sjálfur er Cruz reyndar sagður vera harla vafasamur persónuleiki, og Trump tók óspart þátt í þeirri gagnrýni: „Hann er andstyggilegur náungi,“ sagði Trump um Cruz áður en forkosningar flokkanna hófust. „Engum líkar við hann.” Í Demókrataflokknum þykir Hillary Clinton nánast örugg með útnefningu, þótt Bernie Sanders hafi unnið óvæntan sigur í Indiana. „Ég veit að öll gáfnaljósin héldu að við ættum að tapa, en það er greinilega ekki sú niðurstaða sem íbúarnir í Indiana komust að,“ sagði Sanders þegar ljóst var að hann hafði sigrað Clinton með miklum yfirburðum á þriðjudaginn. „Mér skilst að Clinton haldi að baráttunni sé lokið, en ég er með slæmar fréttir handa henni,“ sagði hann og er staðráðinn í að halda ótrauður áfram.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. maí
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjá meira