Raforkuöryggi versnar áfram á Suðurnesjum Kristján Már Unnarsson skrifar 13. maí 2016 20:16 Forstjóri Landsnets segir ekki sjálfgefið að ný Suðurnesjalína verði grafin í jörð, þrátt fyrir Hæstaréttardóm í gær. Hann segir að öryggi raforkunotenda á Suðurnesjum haldi áfram að versna. Hæstiréttur ógilti eignarnám á landi fimm jarða sem Landsnet vildi fá undir loftlínu. Forstjóri Landsnets, Guðmundur Ingi Ásmundsson, segir að fyrstu viðbrögð fyrirtækisins verði þau að ræða við landeigendur og heyra þeirra sjónarmið og athuga hvort unnt sé að mæta þeim. Eftir dóminn mætti ætla að rafstrengurinn verði grafinn í jörð. Forstjóri Landsnets segir það koma til greina. Það sé þó ekki alveg það sem Hæstiréttur fjallaði um. Landsnet starfi eftir ákveðnum reglum, sem taka verði mið af. Þá liggi það fyrir að jarðstrengslausn sé mun dýrari framkvæmd. Í Helguvík er fyrirtækið United Silicon að reisa kísilver en Guðmundur Ingi segir dóminn ekki hafa áhrif á það verkefni. Annað gildir um kísilver Thorsil sem skrifaði undir orkusamninga í vikunni. Guðmundur Ingi segir að eftir helgi verði sest niður með ráðamönnum Thorsil til að átta sig á hvað dómurinn þýði. “Það liggur þó fyrir, hvað varðar orkuöryggið, að við getum ekki tryggt það eins og samningarnir gera ráð fyrir, til skamms tíma að minnsta kosti.” Frá Keflavíkurflugvelli.Vísir/Anton En það eru fleiri raforkukaupendur á Suðurnesjum, eins og stærsti flugvöllur landsins. Guðmundur Ingi minnir á að ekki sé langt síðan truflun varð á Reykjanesi þegar þakplata fauk upp í þessa einu raflínu sem til staðar sé á svæðinu. Það hafi haft truflandi áhrif á Keflavíkurflugvöll. Þar hafi ennfremur verið mikil uppbygging og einhver mesta aukning raforkunotkunar á svæðinu og dómurinn muni hafa áhrif á það. Hann segir að áratugur sé liðinn frá því byrjað var að undirbúa nýja línu. Ástandið geti bara versnað. Uppfært: Landsnet hefur sent frá sér tilkynningu þar sem áréttað er að allar tímaáætlanir standist. Tilkynninguna má lesa hér: Landsnet vill árétta að það gerir ráð fyrir að afhenda umsamið magn raforku til Thorsil samkvæmt samningum fyrirtækjanna um raforkuflutninga og að tímaáætlanir samninga standi. Dómur Hæstaréttar hefur fyrst og fremst áhrif á afhendingaröryggi raforku til allra notenda á Reykjanessvæðinu þar til önnur lína er komin í gagnið. “Landsnet vill árétta að það gerir ráð fyrir að afhenda umsamið magn raforku til Thorsil samkvæmt samningum fyrirtækjanna um raforkuflutninga og að tímaáætlanir samninga standi. Dómur Hæstaréttar hefur fyrst og fremst áhrif á afhendingaröryggi raforku til allra notenda á Reykjanessvæðinu þar til önnur lína er komin í gagnið.” Suðurnesjalína 2 Orkumál Tengdar fréttir Hæstiréttur fellst ekki á eignarnám vegna Suðurnesjalínu 2 Tveir dómarar skiluðu sératkvæði í málinu. 12. maí 2016 17:00 "Ég er ofsaglöð, þetta er frábært!“ Landeigendur fimm jarða á Suðurnesjum lögðu Landsnet í Hæstarétti í slagnum um háspennulínur. 12. maí 2016 19:00 Landsnet segir niðurstöðuna hafa komið á óvart Mun „valda seinkunum á brýnum framkvæmdum við uppbyggingu flutningskerfis raforku til Suðurnesja“. 12. maí 2016 18:04 Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Sjá meira
Forstjóri Landsnets segir ekki sjálfgefið að ný Suðurnesjalína verði grafin í jörð, þrátt fyrir Hæstaréttardóm í gær. Hann segir að öryggi raforkunotenda á Suðurnesjum haldi áfram að versna. Hæstiréttur ógilti eignarnám á landi fimm jarða sem Landsnet vildi fá undir loftlínu. Forstjóri Landsnets, Guðmundur Ingi Ásmundsson, segir að fyrstu viðbrögð fyrirtækisins verði þau að ræða við landeigendur og heyra þeirra sjónarmið og athuga hvort unnt sé að mæta þeim. Eftir dóminn mætti ætla að rafstrengurinn verði grafinn í jörð. Forstjóri Landsnets segir það koma til greina. Það sé þó ekki alveg það sem Hæstiréttur fjallaði um. Landsnet starfi eftir ákveðnum reglum, sem taka verði mið af. Þá liggi það fyrir að jarðstrengslausn sé mun dýrari framkvæmd. Í Helguvík er fyrirtækið United Silicon að reisa kísilver en Guðmundur Ingi segir dóminn ekki hafa áhrif á það verkefni. Annað gildir um kísilver Thorsil sem skrifaði undir orkusamninga í vikunni. Guðmundur Ingi segir að eftir helgi verði sest niður með ráðamönnum Thorsil til að átta sig á hvað dómurinn þýði. “Það liggur þó fyrir, hvað varðar orkuöryggið, að við getum ekki tryggt það eins og samningarnir gera ráð fyrir, til skamms tíma að minnsta kosti.” Frá Keflavíkurflugvelli.Vísir/Anton En það eru fleiri raforkukaupendur á Suðurnesjum, eins og stærsti flugvöllur landsins. Guðmundur Ingi minnir á að ekki sé langt síðan truflun varð á Reykjanesi þegar þakplata fauk upp í þessa einu raflínu sem til staðar sé á svæðinu. Það hafi haft truflandi áhrif á Keflavíkurflugvöll. Þar hafi ennfremur verið mikil uppbygging og einhver mesta aukning raforkunotkunar á svæðinu og dómurinn muni hafa áhrif á það. Hann segir að áratugur sé liðinn frá því byrjað var að undirbúa nýja línu. Ástandið geti bara versnað. Uppfært: Landsnet hefur sent frá sér tilkynningu þar sem áréttað er að allar tímaáætlanir standist. Tilkynninguna má lesa hér: Landsnet vill árétta að það gerir ráð fyrir að afhenda umsamið magn raforku til Thorsil samkvæmt samningum fyrirtækjanna um raforkuflutninga og að tímaáætlanir samninga standi. Dómur Hæstaréttar hefur fyrst og fremst áhrif á afhendingaröryggi raforku til allra notenda á Reykjanessvæðinu þar til önnur lína er komin í gagnið. “Landsnet vill árétta að það gerir ráð fyrir að afhenda umsamið magn raforku til Thorsil samkvæmt samningum fyrirtækjanna um raforkuflutninga og að tímaáætlanir samninga standi. Dómur Hæstaréttar hefur fyrst og fremst áhrif á afhendingaröryggi raforku til allra notenda á Reykjanessvæðinu þar til önnur lína er komin í gagnið.”
Suðurnesjalína 2 Orkumál Tengdar fréttir Hæstiréttur fellst ekki á eignarnám vegna Suðurnesjalínu 2 Tveir dómarar skiluðu sératkvæði í málinu. 12. maí 2016 17:00 "Ég er ofsaglöð, þetta er frábært!“ Landeigendur fimm jarða á Suðurnesjum lögðu Landsnet í Hæstarétti í slagnum um háspennulínur. 12. maí 2016 19:00 Landsnet segir niðurstöðuna hafa komið á óvart Mun „valda seinkunum á brýnum framkvæmdum við uppbyggingu flutningskerfis raforku til Suðurnesja“. 12. maí 2016 18:04 Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Sjá meira
Hæstiréttur fellst ekki á eignarnám vegna Suðurnesjalínu 2 Tveir dómarar skiluðu sératkvæði í málinu. 12. maí 2016 17:00
"Ég er ofsaglöð, þetta er frábært!“ Landeigendur fimm jarða á Suðurnesjum lögðu Landsnet í Hæstarétti í slagnum um háspennulínur. 12. maí 2016 19:00
Landsnet segir niðurstöðuna hafa komið á óvart Mun „valda seinkunum á brýnum framkvæmdum við uppbyggingu flutningskerfis raforku til Suðurnesja“. 12. maí 2016 18:04