Hæstiréttur fellst ekki á eignarnám vegna Suðurnesjalínu 2 Jóhann Óli Eiðsson skrifar 12. maí 2016 17:00 Deilt var um hvort leggja ætti Suðurnesjalínu 2 í lofti eða í jörð. vísir/vilhelm Landsneti er óheimilt að gera eignarnám í jörðum á Suðurnesjum til að leggja Suðurnesjalínu 2. Þetta var niðurstaða Hæstaréttar Íslands í dag en með dómi sínum sneri hann við niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafði fallist á eignarnámið. Tveir dómarar skiluðu sératkvæði. Suðurnesjalína 2 hefur verið á áætlun í lengri tíma en henni er ætlað að styrkja raforkudreifingu á Suðurnesjum. Áætlað var að lagning hennar myndi gagnast iðnaði í Helguvík mjög en ljóst er að í kjölfar dómsins verður einhver töf á því. Undir lok síðasta mánaðar hafði Hæstiréttur hafnað kröfu Landsnets um að fyrirtækið fengi landsvæðið áður en dómur gengi í eignarnámsmálinu. Fyrir rúmum tveimur árum gaf iðnaðar- og viðskiptaráðherra Landsneti heimild til að taka land á svæðinu eignarnámi eftir að samningar náðust ekki milli fyrirtækisins og landeigenda. Landeigendur fjögurra jarða vildu ekki una eignarnáminu og létu á það reyna fyrir dómi. Töldu þeir að áskilnaði stjórnarskrárinnar um almenningsþörf og meðalhóf hefði ekki verið fullnægt. Þá töldu þeir að ráðuneytið hefði ekki uppfyllt rannsóknarskylduna sína. Deilan snerist fyrst og fremst um það hvort nauðsynlegt væri að leggja línurnar í lofti að hvort unnt væri að leggja þær í jörð. Niðurstaða Hæstaréttar var á þann veg að við undirbúning framkvæmdanna hefði Landsneti láðst að láta fara fram sérstaka athugun á því hvort mögulegt væri að leggja jarðstreng. „Samkvæmt gögnum málsins andmæltu landeigendur framkvæmdum frá fyrstu stigum undirbúnings þeirra og gerðu margítrekað athugasemdir við ráðagerðir stefnda Landsnets hf. um að leggja línur í lofti og lýstu því að strengir í jörðu yrði síður íþyngjandi. [...] Fékk ráðherra málefnið til sín í þessum búningi en lét eigi að síður hjá líða að hafa forgöngu um að þetta atriði yrði sérstaklega athugað áður en hann tók ákvörðun um að heimila eignarnám. Verður til að mynda ekki með viðhlítandi hætti ráðið af gögnum eða flutningi málsins hvar slíkur strengur gæti legið eða hver yrðu umhverfisáhrif hans og kostnaður af lagningu hans eftir atvikum með tilliti til þjóðhagslegrar hagkvæmni,“ segir meðal annars í forsendum meirihlutans. Tveir dómarar, Eiríkur Tómasson og Viðar Már Matthíasson, skiluðu sératkvæði í málinu og töldu að kostir jarðlínu hefðu verið metnir. Töldu þeir að ráðherra hefði fullnægt rannsóknarskyldu sinni og af þeim sökum ætti eignarnámið fram að ganga. Dóma Hæstaréttar í málunum fjórum má lesa hér, hér, hér og hér. Suðurnesjalína 2 Tengdar fréttir Suðurnesjalína tvö tilbúin 2016 Landsnet hefur sótt um framkvæmdaleyfi vegna Suðurnesjalínu 2 til sveitarfélaganna Grindavíkur, Hafnarfjarðar, Reykjanesbæjar og Voga. 14. maí 2014 00:01 Lagning Suðurnesjalínu strandar á kæru og eignarnámi "Við vorum með byggingu Suðurnesjalínu tvö á áætlun þessa árs og áformuðum að hefja framkvæmdir í ár. En það mál hefur tafist og útséð með það að miklar framkvæmdir verði í ár á þessari línu.“ 28. ágúst 2013 13:23 Brýnt að styrkja flutningskerfi raforku á Reykjanesi Aðgangur að tryggu rafmagni er forsenda lífsgæða eins og kom berlega í ljós á Reykjanesi fyrir rúmu ári þegar járnplata fauk á Suðurnesjalínu 1 og olli nokkurra klukkutíma straumleysi á svæðinu. Auk hefðbundinna afleiðinga straumleysisins 27. apríl 2016 07:00 Landsnet kærir úrskurð Landsnet hefur kært til Hæstaréttar úrskurði Héraðsdóms Reykjaness sem hafnaði aðfararbeiðnum fyrirtækisins um eignarnám á landhluta úr fjórum jörðum á Reykjanesi vegna lagningar Suðurnesjalínu 2. 12. mars 2016 07:00 Landsnet mun taka jarðir á Suðurnesjum eignarnámi Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur heimilað eignarnámið til að leggja nýjar raflínur á Suðurnesjum. 26. febrúar 2014 17:24 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Særð álft syndir með Seltirningum í lauginni Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Sjá meira
Landsneti er óheimilt að gera eignarnám í jörðum á Suðurnesjum til að leggja Suðurnesjalínu 2. Þetta var niðurstaða Hæstaréttar Íslands í dag en með dómi sínum sneri hann við niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafði fallist á eignarnámið. Tveir dómarar skiluðu sératkvæði. Suðurnesjalína 2 hefur verið á áætlun í lengri tíma en henni er ætlað að styrkja raforkudreifingu á Suðurnesjum. Áætlað var að lagning hennar myndi gagnast iðnaði í Helguvík mjög en ljóst er að í kjölfar dómsins verður einhver töf á því. Undir lok síðasta mánaðar hafði Hæstiréttur hafnað kröfu Landsnets um að fyrirtækið fengi landsvæðið áður en dómur gengi í eignarnámsmálinu. Fyrir rúmum tveimur árum gaf iðnaðar- og viðskiptaráðherra Landsneti heimild til að taka land á svæðinu eignarnámi eftir að samningar náðust ekki milli fyrirtækisins og landeigenda. Landeigendur fjögurra jarða vildu ekki una eignarnáminu og létu á það reyna fyrir dómi. Töldu þeir að áskilnaði stjórnarskrárinnar um almenningsþörf og meðalhóf hefði ekki verið fullnægt. Þá töldu þeir að ráðuneytið hefði ekki uppfyllt rannsóknarskylduna sína. Deilan snerist fyrst og fremst um það hvort nauðsynlegt væri að leggja línurnar í lofti að hvort unnt væri að leggja þær í jörð. Niðurstaða Hæstaréttar var á þann veg að við undirbúning framkvæmdanna hefði Landsneti láðst að láta fara fram sérstaka athugun á því hvort mögulegt væri að leggja jarðstreng. „Samkvæmt gögnum málsins andmæltu landeigendur framkvæmdum frá fyrstu stigum undirbúnings þeirra og gerðu margítrekað athugasemdir við ráðagerðir stefnda Landsnets hf. um að leggja línur í lofti og lýstu því að strengir í jörðu yrði síður íþyngjandi. [...] Fékk ráðherra málefnið til sín í þessum búningi en lét eigi að síður hjá líða að hafa forgöngu um að þetta atriði yrði sérstaklega athugað áður en hann tók ákvörðun um að heimila eignarnám. Verður til að mynda ekki með viðhlítandi hætti ráðið af gögnum eða flutningi málsins hvar slíkur strengur gæti legið eða hver yrðu umhverfisáhrif hans og kostnaður af lagningu hans eftir atvikum með tilliti til þjóðhagslegrar hagkvæmni,“ segir meðal annars í forsendum meirihlutans. Tveir dómarar, Eiríkur Tómasson og Viðar Már Matthíasson, skiluðu sératkvæði í málinu og töldu að kostir jarðlínu hefðu verið metnir. Töldu þeir að ráðherra hefði fullnægt rannsóknarskyldu sinni og af þeim sökum ætti eignarnámið fram að ganga. Dóma Hæstaréttar í málunum fjórum má lesa hér, hér, hér og hér.
Suðurnesjalína 2 Tengdar fréttir Suðurnesjalína tvö tilbúin 2016 Landsnet hefur sótt um framkvæmdaleyfi vegna Suðurnesjalínu 2 til sveitarfélaganna Grindavíkur, Hafnarfjarðar, Reykjanesbæjar og Voga. 14. maí 2014 00:01 Lagning Suðurnesjalínu strandar á kæru og eignarnámi "Við vorum með byggingu Suðurnesjalínu tvö á áætlun þessa árs og áformuðum að hefja framkvæmdir í ár. En það mál hefur tafist og útséð með það að miklar framkvæmdir verði í ár á þessari línu.“ 28. ágúst 2013 13:23 Brýnt að styrkja flutningskerfi raforku á Reykjanesi Aðgangur að tryggu rafmagni er forsenda lífsgæða eins og kom berlega í ljós á Reykjanesi fyrir rúmu ári þegar járnplata fauk á Suðurnesjalínu 1 og olli nokkurra klukkutíma straumleysi á svæðinu. Auk hefðbundinna afleiðinga straumleysisins 27. apríl 2016 07:00 Landsnet kærir úrskurð Landsnet hefur kært til Hæstaréttar úrskurði Héraðsdóms Reykjaness sem hafnaði aðfararbeiðnum fyrirtækisins um eignarnám á landhluta úr fjórum jörðum á Reykjanesi vegna lagningar Suðurnesjalínu 2. 12. mars 2016 07:00 Landsnet mun taka jarðir á Suðurnesjum eignarnámi Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur heimilað eignarnámið til að leggja nýjar raflínur á Suðurnesjum. 26. febrúar 2014 17:24 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Særð álft syndir með Seltirningum í lauginni Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Sjá meira
Suðurnesjalína tvö tilbúin 2016 Landsnet hefur sótt um framkvæmdaleyfi vegna Suðurnesjalínu 2 til sveitarfélaganna Grindavíkur, Hafnarfjarðar, Reykjanesbæjar og Voga. 14. maí 2014 00:01
Lagning Suðurnesjalínu strandar á kæru og eignarnámi "Við vorum með byggingu Suðurnesjalínu tvö á áætlun þessa árs og áformuðum að hefja framkvæmdir í ár. En það mál hefur tafist og útséð með það að miklar framkvæmdir verði í ár á þessari línu.“ 28. ágúst 2013 13:23
Brýnt að styrkja flutningskerfi raforku á Reykjanesi Aðgangur að tryggu rafmagni er forsenda lífsgæða eins og kom berlega í ljós á Reykjanesi fyrir rúmu ári þegar járnplata fauk á Suðurnesjalínu 1 og olli nokkurra klukkutíma straumleysi á svæðinu. Auk hefðbundinna afleiðinga straumleysisins 27. apríl 2016 07:00
Landsnet kærir úrskurð Landsnet hefur kært til Hæstaréttar úrskurði Héraðsdóms Reykjaness sem hafnaði aðfararbeiðnum fyrirtækisins um eignarnám á landhluta úr fjórum jörðum á Reykjanesi vegna lagningar Suðurnesjalínu 2. 12. mars 2016 07:00
Landsnet mun taka jarðir á Suðurnesjum eignarnámi Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur heimilað eignarnámið til að leggja nýjar raflínur á Suðurnesjum. 26. febrúar 2014 17:24