Telur að úthlutun listamannalauna sé í fullu samræmi við stjórnsýslulög Jóhann Óli Eiðsson skrifar 12. maí 2016 11:24 Haraldur vildi meðal annars fá að vita hvort fyrirkomulag úthlutunarinnar stæðist stjórnsýslulög. Fyrirkomulag úthlutunar listamannalauna er þess eðlis að það stenst stjórnsýslulög. Þetta er meðal þess sem kemur fram í svari Illuga Gunnarssonar, mennta- og menningarmálaráðherra, við fyrirspurn Haralds Einarssonar, þingmanns Framsóknarflokksins. Í frétt Vísis frá í janúar kom meðal annars fram að stjórn Rithöfundasambandsins hafi valið nefndina sem úthlutar laununum. Þegar laununum var úthlutað kom á daginn að flestir stjórnarmeðlimir fengu launum úthlutað. Svar ráðherrans bar með sér að í raun væri það ekki stjórn fagfélagsins sem veldi nefndina heldur skuli það gert á aðalfundi eða formlega boðuðum fundi félagsins. Lög séu í gildi um launin og á grundvelli laganna hefur verið sett reglugerð um nánari útfærslu á úthlutun launanna. „Með því að hafa þennan hátt á telur ráðherra að úthlutunin standist stjórnsýslulög,“ segir í svarinu. Þá kemur einnig fram að ekki hafi komið til álita að binda úthlutun launanna við tekjur listamannanna. Listamannalaunin séu í mörgum tilfellum eini möguleiki starfandi listamanna til að helga sig listsköpun sinni óskipt. „Þó svo að allir starfandi listamenn geti sótt um listamannalaun hefur reynslan sýnt að tekjuhæstu listamenn þjóðarinnar sækja alla jafna ekki um listamannalaun,“ segir meðal annars í svarinu. Einnig kemur fram að hámarkstími sé á því í hve langan tíma listamaður getur þegið launin í einu. Í svarinu kemur einnig fram að ráðherra telur að nú þegar séu einstök verkefni styrkt en ekki einstakir listamenn og að ekki hafi enn verið tekin ákvörðun um að styrkja frekar unga og nýja listamenn. Það komi hins vegar til álita. Svarið í heild sinni má lesa hér. Alþingi Listamannalaun Tengdar fréttir Formaður rithöfundasambandsins vænir fjölmiðla um rangfærslur og óhróður Kristín Helga Gunnarsdóttir segir rithöfunda hafa verið tjargað og fiðraða í umræðunni um listamannalaunin. 3. mars 2016 10:30 Stefán Máni vill tímatakmörk á listamannalaun: Ekki hægt að ætlast til að ríkið bakki þig upp alla leið Stefán Máni rithöfundur vill takmörk á hve lengi sé hægt að vera á listamannalaunum með sama verkefnið. Þá eigi að auðvelda ungum rithöfundum að komast að. Unnið er að endurskoðun reglna um val í valnefndir listamannalauna. 16. janúar 2016 07:00 Völdu nefndina sem úthlutaði þeim árslaunum Stjórn Rithöfundasambandsins hlaut öll hámarksstyrk úr launasjóði listamanna. Stjórnin valdi sjálf úthlutunarnefndina. Formaðurinn segir stjórnina ekki hafa afskipti af störfum nefndarinnar. 11. janúar 2016 14:39 Stjórn Rithöfundasambandsins segist sitja undir alvarlegum ásökunum frá félagsmönnum Stofna starfshóp sem mun móta vinnureglur um tillögur að nefndarfólki í úthlutunarnefndir. 15. janúar 2016 13:11 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Sjá meira
Fyrirkomulag úthlutunar listamannalauna er þess eðlis að það stenst stjórnsýslulög. Þetta er meðal þess sem kemur fram í svari Illuga Gunnarssonar, mennta- og menningarmálaráðherra, við fyrirspurn Haralds Einarssonar, þingmanns Framsóknarflokksins. Í frétt Vísis frá í janúar kom meðal annars fram að stjórn Rithöfundasambandsins hafi valið nefndina sem úthlutar laununum. Þegar laununum var úthlutað kom á daginn að flestir stjórnarmeðlimir fengu launum úthlutað. Svar ráðherrans bar með sér að í raun væri það ekki stjórn fagfélagsins sem veldi nefndina heldur skuli það gert á aðalfundi eða formlega boðuðum fundi félagsins. Lög séu í gildi um launin og á grundvelli laganna hefur verið sett reglugerð um nánari útfærslu á úthlutun launanna. „Með því að hafa þennan hátt á telur ráðherra að úthlutunin standist stjórnsýslulög,“ segir í svarinu. Þá kemur einnig fram að ekki hafi komið til álita að binda úthlutun launanna við tekjur listamannanna. Listamannalaunin séu í mörgum tilfellum eini möguleiki starfandi listamanna til að helga sig listsköpun sinni óskipt. „Þó svo að allir starfandi listamenn geti sótt um listamannalaun hefur reynslan sýnt að tekjuhæstu listamenn þjóðarinnar sækja alla jafna ekki um listamannalaun,“ segir meðal annars í svarinu. Einnig kemur fram að hámarkstími sé á því í hve langan tíma listamaður getur þegið launin í einu. Í svarinu kemur einnig fram að ráðherra telur að nú þegar séu einstök verkefni styrkt en ekki einstakir listamenn og að ekki hafi enn verið tekin ákvörðun um að styrkja frekar unga og nýja listamenn. Það komi hins vegar til álita. Svarið í heild sinni má lesa hér.
Alþingi Listamannalaun Tengdar fréttir Formaður rithöfundasambandsins vænir fjölmiðla um rangfærslur og óhróður Kristín Helga Gunnarsdóttir segir rithöfunda hafa verið tjargað og fiðraða í umræðunni um listamannalaunin. 3. mars 2016 10:30 Stefán Máni vill tímatakmörk á listamannalaun: Ekki hægt að ætlast til að ríkið bakki þig upp alla leið Stefán Máni rithöfundur vill takmörk á hve lengi sé hægt að vera á listamannalaunum með sama verkefnið. Þá eigi að auðvelda ungum rithöfundum að komast að. Unnið er að endurskoðun reglna um val í valnefndir listamannalauna. 16. janúar 2016 07:00 Völdu nefndina sem úthlutaði þeim árslaunum Stjórn Rithöfundasambandsins hlaut öll hámarksstyrk úr launasjóði listamanna. Stjórnin valdi sjálf úthlutunarnefndina. Formaðurinn segir stjórnina ekki hafa afskipti af störfum nefndarinnar. 11. janúar 2016 14:39 Stjórn Rithöfundasambandsins segist sitja undir alvarlegum ásökunum frá félagsmönnum Stofna starfshóp sem mun móta vinnureglur um tillögur að nefndarfólki í úthlutunarnefndir. 15. janúar 2016 13:11 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Sjá meira
Formaður rithöfundasambandsins vænir fjölmiðla um rangfærslur og óhróður Kristín Helga Gunnarsdóttir segir rithöfunda hafa verið tjargað og fiðraða í umræðunni um listamannalaunin. 3. mars 2016 10:30
Stefán Máni vill tímatakmörk á listamannalaun: Ekki hægt að ætlast til að ríkið bakki þig upp alla leið Stefán Máni rithöfundur vill takmörk á hve lengi sé hægt að vera á listamannalaunum með sama verkefnið. Þá eigi að auðvelda ungum rithöfundum að komast að. Unnið er að endurskoðun reglna um val í valnefndir listamannalauna. 16. janúar 2016 07:00
Völdu nefndina sem úthlutaði þeim árslaunum Stjórn Rithöfundasambandsins hlaut öll hámarksstyrk úr launasjóði listamanna. Stjórnin valdi sjálf úthlutunarnefndina. Formaðurinn segir stjórnina ekki hafa afskipti af störfum nefndarinnar. 11. janúar 2016 14:39
Stjórn Rithöfundasambandsins segist sitja undir alvarlegum ásökunum frá félagsmönnum Stofna starfshóp sem mun móta vinnureglur um tillögur að nefndarfólki í úthlutunarnefndir. 15. janúar 2016 13:11