Selja á stöðugleikaeignir í opnu ferli Ingvar Haraldsson skrifar 12. maí 2016 07:00 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur sagt talsverðan áhuga á ákveðnum óskráðum eignum sem komust í ríkiseigu með stöðugleikaframlögum. vísir/anton brink Þær eignir sem ríkið fékk afhentar með stöðugleikaframlögum föllnu bankanna á að selja í opnu útboði. „Sala eða ráðstöfun skal eiga sér stað að undangengnu opnu tilboðsferli þar sem gætt er gagnsæis og jafnræðis bjóðenda,“ segir í svari fjármála- og efnahagsráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins um eignasölu í gegnum félagið Lindarhvol ehf. Félagið var stofnað í apríl, á að hafa umsjón með sölu eignanna sem féllu ríkinu í skaut, að undanskildum Íslandsbanka sem heyrir undir Bankasýslu ríkisins. Félagið hefur þegar hafið störf en í stjórn þess sitja Þórólfur Arason, skrifstofustjóri í fjármála- og efnahagsráðuneyti, og Haukur C. Benediktsson, forstöðumaður Eignasafns Seðlabanka Íslands. Við umsýslu, fullnustu og sölu eignanna á að leggja áherslu á gagnsæi, hlutlægni, jafnræði og hagkvæmni samkvæmt svari ráðuneytisins. „Með hagkvæmni er átt við að leitað sé hæsta verðs eða markaðsverðs.“ Þá segir jafnframt að almenna reglan verði opið söluferli, bæði við sölu óskráðra og skráðra eigna. Skráðar eignir verði seldar í gegnum Kauphöll að undangengnu ferli þar sem söluaðili verður valinn. „En óskað verður eftir tilboðum í söluþóknun vegna sölu á umræddum eignum og lægsta tilboði verður tekið.“ Áætlað er að eignirnar sem Lindarhvoll hefur umsjón með sölu á séu metnar á um 60 milljarða króna. Þar á meðal er hlutur í 16 hlutafélögum, t.d. í Sjóvá, Reitum, Dohop, Lyfju, Símanum og Eimskipum auk skuldabréfa á Arion banka, Hitaveitu Suðurnesja og ríkissjóð og Lánasjóð sveitarfélaganna. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 12. maí. Birtist í Fréttablaðinu Starfsemi Lindarhvols Tengdar fréttir Bjarni Ben: Mikill áhugi á eignum sem ríkið fékk með stöðugleikaframlögum Samningur um hvernig haga á sölu stöðugleikaeignum verður gerður opinber á næstunni. 30. apríl 2016 07:00 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Sjá meira
Þær eignir sem ríkið fékk afhentar með stöðugleikaframlögum föllnu bankanna á að selja í opnu útboði. „Sala eða ráðstöfun skal eiga sér stað að undangengnu opnu tilboðsferli þar sem gætt er gagnsæis og jafnræðis bjóðenda,“ segir í svari fjármála- og efnahagsráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins um eignasölu í gegnum félagið Lindarhvol ehf. Félagið var stofnað í apríl, á að hafa umsjón með sölu eignanna sem féllu ríkinu í skaut, að undanskildum Íslandsbanka sem heyrir undir Bankasýslu ríkisins. Félagið hefur þegar hafið störf en í stjórn þess sitja Þórólfur Arason, skrifstofustjóri í fjármála- og efnahagsráðuneyti, og Haukur C. Benediktsson, forstöðumaður Eignasafns Seðlabanka Íslands. Við umsýslu, fullnustu og sölu eignanna á að leggja áherslu á gagnsæi, hlutlægni, jafnræði og hagkvæmni samkvæmt svari ráðuneytisins. „Með hagkvæmni er átt við að leitað sé hæsta verðs eða markaðsverðs.“ Þá segir jafnframt að almenna reglan verði opið söluferli, bæði við sölu óskráðra og skráðra eigna. Skráðar eignir verði seldar í gegnum Kauphöll að undangengnu ferli þar sem söluaðili verður valinn. „En óskað verður eftir tilboðum í söluþóknun vegna sölu á umræddum eignum og lægsta tilboði verður tekið.“ Áætlað er að eignirnar sem Lindarhvoll hefur umsjón með sölu á séu metnar á um 60 milljarða króna. Þar á meðal er hlutur í 16 hlutafélögum, t.d. í Sjóvá, Reitum, Dohop, Lyfju, Símanum og Eimskipum auk skuldabréfa á Arion banka, Hitaveitu Suðurnesja og ríkissjóð og Lánasjóð sveitarfélaganna. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 12. maí.
Birtist í Fréttablaðinu Starfsemi Lindarhvols Tengdar fréttir Bjarni Ben: Mikill áhugi á eignum sem ríkið fékk með stöðugleikaframlögum Samningur um hvernig haga á sölu stöðugleikaeignum verður gerður opinber á næstunni. 30. apríl 2016 07:00 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Sjá meira
Bjarni Ben: Mikill áhugi á eignum sem ríkið fékk með stöðugleikaframlögum Samningur um hvernig haga á sölu stöðugleikaeignum verður gerður opinber á næstunni. 30. apríl 2016 07:00