Sjálfbær Kerlingarfjöll Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar 11. maí 2016 07:00 Á heimasíðu fréttamiðilsins Visir.is birtist frétt þann 4. maí þar sem fjallað er um að Landvernd hafi ekki nýtt tækifæri til að mótmæla byggingu 120 herbergja hótels í Kerlingarfjöllum. Reiknað er með að þegar hótelið er fullbyggt muni verða 342 gistirými á staðnum, sem í núverandi aðstöðu eru um 50 í uppbúnum rúmum og annað eins í svefnpokaplássi. Starfsemi í kringum slíkan fjölda gistirýma samsvarar heilu þorpi sem þarf á orku að halda. Þetta fyrirhugaða hótel er dæmi um þá uppbyggingu sem er í gangi í ferðaþjónustunni. Slík uppbygging má ekki eiga sér stað á grundvelli aukinnar notkunar jarðefnaeldsneytis til upphitunar, lýsingar og samgangna á tímum hnattrænnar hlýnunar, allra síst á hálendinu. Í dag er þegar til staðar ferðaþjónusta á svæðinu og þar er lítil vatnsaflsvirkjun sem nægir ekki til að fullnægja þörfum svæðisins hvað þá fyrirhuguðu nýju hóteli. Á sama tíma og verið er að skipuleggja uppbyggingu í Kerlingarfjöllum vinnur umhverfisráðuneytið að því að friðlýsa Kerlingarfjöll gegn orkuvinnslu. Varla er það hugmyndin að leggja af vatnsaflsvirkjun á svæðinu og skipta henni út fyrir jarðefnaeldsneyti? Þá hlýtur að vera farsælla að fá endurnýjanlega orku á svæðið um rafstreng. Nú er gullið tækifæri til þess að koma í veg fyrir umhverfisslys í Kerlingarfjöllum með því að leggja þangað rafstreng sem gæti þjónað öðrum fjallaskálum á svæðinu. Þá væri hægt að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis á svæðinu með tilheyrandi mengun og möguleikum á umhverfisslysum. Kostnaður við að leggja rafstreng um langan veg er raunar hár, svo það má spyrja sig hvort ekki sé ástæða til að stíga stærra skref og virkja hluta af þeim jarðvarma sem er á svæðinu til upphitunar, baða og raforkuframleiðslu og selja frekar orku um strenginn sem þarf að leggja hvort eð er. Þetta myndi einnig gefa möguleika á því að nýta rafbíla til að flytja fólk á svæðið þar sem hægt væri að hlaða bílana á staðnum. Með aukinni nýtingu á endurnýjanlegri orku á hluta af svæðinu væri hægt að sjá Kerlingarfjöllum fyrir hitaveitu og rafmagni og bjóða upp á jarðböð, ræktun grænmetis og eldisfisks, þannig að staðurinn gæti orðið þekktur sem sjálfbær og umhverfisvænn auðlindagarður. Þannig mætti nýta auðlindir svæðisins, í samvinnu við ferðaþjónustu, þannig að vel fari. Slík samþætting gæti vafalaust aukið á aðdráttarafl svæðisins fyrir ferðamenn. Horfum með opnum huga til langrar framtíðar og nýtum Kerlingarfjöll á sjálfbæran hátt. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Á heimasíðu fréttamiðilsins Visir.is birtist frétt þann 4. maí þar sem fjallað er um að Landvernd hafi ekki nýtt tækifæri til að mótmæla byggingu 120 herbergja hótels í Kerlingarfjöllum. Reiknað er með að þegar hótelið er fullbyggt muni verða 342 gistirými á staðnum, sem í núverandi aðstöðu eru um 50 í uppbúnum rúmum og annað eins í svefnpokaplássi. Starfsemi í kringum slíkan fjölda gistirýma samsvarar heilu þorpi sem þarf á orku að halda. Þetta fyrirhugaða hótel er dæmi um þá uppbyggingu sem er í gangi í ferðaþjónustunni. Slík uppbygging má ekki eiga sér stað á grundvelli aukinnar notkunar jarðefnaeldsneytis til upphitunar, lýsingar og samgangna á tímum hnattrænnar hlýnunar, allra síst á hálendinu. Í dag er þegar til staðar ferðaþjónusta á svæðinu og þar er lítil vatnsaflsvirkjun sem nægir ekki til að fullnægja þörfum svæðisins hvað þá fyrirhuguðu nýju hóteli. Á sama tíma og verið er að skipuleggja uppbyggingu í Kerlingarfjöllum vinnur umhverfisráðuneytið að því að friðlýsa Kerlingarfjöll gegn orkuvinnslu. Varla er það hugmyndin að leggja af vatnsaflsvirkjun á svæðinu og skipta henni út fyrir jarðefnaeldsneyti? Þá hlýtur að vera farsælla að fá endurnýjanlega orku á svæðið um rafstreng. Nú er gullið tækifæri til þess að koma í veg fyrir umhverfisslys í Kerlingarfjöllum með því að leggja þangað rafstreng sem gæti þjónað öðrum fjallaskálum á svæðinu. Þá væri hægt að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis á svæðinu með tilheyrandi mengun og möguleikum á umhverfisslysum. Kostnaður við að leggja rafstreng um langan veg er raunar hár, svo það má spyrja sig hvort ekki sé ástæða til að stíga stærra skref og virkja hluta af þeim jarðvarma sem er á svæðinu til upphitunar, baða og raforkuframleiðslu og selja frekar orku um strenginn sem þarf að leggja hvort eð er. Þetta myndi einnig gefa möguleika á því að nýta rafbíla til að flytja fólk á svæðið þar sem hægt væri að hlaða bílana á staðnum. Með aukinni nýtingu á endurnýjanlegri orku á hluta af svæðinu væri hægt að sjá Kerlingarfjöllum fyrir hitaveitu og rafmagni og bjóða upp á jarðböð, ræktun grænmetis og eldisfisks, þannig að staðurinn gæti orðið þekktur sem sjálfbær og umhverfisvænn auðlindagarður. Þannig mætti nýta auðlindir svæðisins, í samvinnu við ferðaþjónustu, þannig að vel fari. Slík samþætting gæti vafalaust aukið á aðdráttarafl svæðisins fyrir ferðamenn. Horfum með opnum huga til langrar framtíðar og nýtum Kerlingarfjöll á sjálfbæran hátt. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun