Einkavædda öndin Elín Björg Jónsdóttir skrifar 10. maí 2016 07:00 Það er einkennilegt að vera komin í þá stöðu að þurfa að rökræða við mætasta fólk hvort einkarekstur á ákveðnum einingum í heilbrigðiskerfinu okkar, til dæmis heilsugæslustöðvum, jafngildi því að verið sé að einkavæða þá þjónustu sem þessar einingar bjóða upp á. BSRB og ASÍ stóðu í liðinni viku fyrir málþingi undir yfirsögninni „Er einkarekstur í heilbrigðisþjónustu almannahagur?“ Tilefnið var aðkallandi því heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að þær þrjár nýju heilsugæslustöðvar sem höfuðborgarbúar geta brátt sótt til verði reknar af einkaaðilum, í stað Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins eins og BSRB telur eðlilegast. Þessa ákvörðun virðist heilbrigðisráðherra geta tekið án þess að ræða við einn né neinn, þrátt fyrir að með því sé hann að auka enn á einkavæðinguna í heilbrigðiskerfinu. Alþingi fjallar ekki um málið og ekki er kallað eftir umsögnum almennings og hagsmunaaðila. Engin umræða á sér stað. Það kom mér á óvart á áðurnefndu málþingi að ekki virðast allir leggja sama skilning í orðið einkavæðing. Ég hélt við gætum öll verið sammála um það smáatriði og einbeitt okkur að því að ræða hvort þessi einkavæðing sem ráðherra vill koma til framkvæmdar sem fyrst sé almannahagur eða ekki.Læknar ósammála Tveir virtir sérfræðingar úr Háskóla Íslands voru sammála um að einkarekstur sé ekkert annað en einkavæðing. Þannig nefndi Rúnar Vilhjálmsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, þrjár tegundir einkavæðingar í erindi sínu og studdist þar við skilgreiningar erlendra sérfræðinga. Í fyrsta lagi er það sala á opinberri stofnun eða öðrum eignum, í öðru lagi tilfærsla á rekstri eða framkvæmd frá hinu opinbera til einkaaðila í einkaframkvæmd, og í þriðja lagi tilfærsla fjármögnunar frá hinu opinbera til einkaaðila. Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, dósent í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands, var sammála Rúnari og sagði skýrt í sínum huga að einkarekstur væri einfaldlega einkavæðing á þjónustu. Þórarinn Ingólfsson, formaður Félags íslenskra heimilislækna, sagðist í erindi sínu á fundinum ósammála þessu og sagði einkarekstur og einkavæðingu tvennt ólíkt. Svipaðar raddir heyrðust í kjölfar ræðu sem ég flutti í Hafnarfirði á frídegi verkalýðsins, 1. maí. Þetta er annað hvort meinlegur misskilningur sem rétt er að leiðrétta, eða tilraun til að stýra umræðunni með því að finna upp ný og mildari hugtök til að slá ryki í augu fólks. Rannsóknir Rúnars Vilhjálmssonar prófessors sýna að rúmlega 80 prósent landsmanna vilja að heilbrigðisþjónustan sé rekin fyrst og fremst af hinu opinbera. Það vita þeir sem vilja finna annað og hentugra orð fyrir einkavæðingu.Arðgreiðslur af skattfé Eins og Sigurbjörg nefndi í erindi sínu er mun auðveldara að einkavæða þjónustu heldur en að snúa til baka og láta ríkið sjá um verkefni sem áður voru í höndum einkaaðila. Með einkavæðingunni skapast viðskiptahagsmunir og kröfur um arðgreiðslur fyrir þjónustu sem fjármögnuð er af skattfé. Hættan er sú að þjónustan verði dreifð og brotakennd og að stjórnvöld missi möguleika á að forgangsraða og skipuleggja þjónustuna í þágu almannahagsmuna. Við getum fengið lánað orðatiltæki frá enskumælandi þjóðum til að auðvelda skilning. Ef eitthvað lítur út eins og önd, syndir eins og önd og hljómar eins og önd eru allar líkur á að það sé önd. Einkarekstur er ekkert annað en einkavæðing undir öðru nafni.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Elín Björg Jónsdóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Það er einkennilegt að vera komin í þá stöðu að þurfa að rökræða við mætasta fólk hvort einkarekstur á ákveðnum einingum í heilbrigðiskerfinu okkar, til dæmis heilsugæslustöðvum, jafngildi því að verið sé að einkavæða þá þjónustu sem þessar einingar bjóða upp á. BSRB og ASÍ stóðu í liðinni viku fyrir málþingi undir yfirsögninni „Er einkarekstur í heilbrigðisþjónustu almannahagur?“ Tilefnið var aðkallandi því heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að þær þrjár nýju heilsugæslustöðvar sem höfuðborgarbúar geta brátt sótt til verði reknar af einkaaðilum, í stað Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins eins og BSRB telur eðlilegast. Þessa ákvörðun virðist heilbrigðisráðherra geta tekið án þess að ræða við einn né neinn, þrátt fyrir að með því sé hann að auka enn á einkavæðinguna í heilbrigðiskerfinu. Alþingi fjallar ekki um málið og ekki er kallað eftir umsögnum almennings og hagsmunaaðila. Engin umræða á sér stað. Það kom mér á óvart á áðurnefndu málþingi að ekki virðast allir leggja sama skilning í orðið einkavæðing. Ég hélt við gætum öll verið sammála um það smáatriði og einbeitt okkur að því að ræða hvort þessi einkavæðing sem ráðherra vill koma til framkvæmdar sem fyrst sé almannahagur eða ekki.Læknar ósammála Tveir virtir sérfræðingar úr Háskóla Íslands voru sammála um að einkarekstur sé ekkert annað en einkavæðing. Þannig nefndi Rúnar Vilhjálmsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, þrjár tegundir einkavæðingar í erindi sínu og studdist þar við skilgreiningar erlendra sérfræðinga. Í fyrsta lagi er það sala á opinberri stofnun eða öðrum eignum, í öðru lagi tilfærsla á rekstri eða framkvæmd frá hinu opinbera til einkaaðila í einkaframkvæmd, og í þriðja lagi tilfærsla fjármögnunar frá hinu opinbera til einkaaðila. Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, dósent í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands, var sammála Rúnari og sagði skýrt í sínum huga að einkarekstur væri einfaldlega einkavæðing á þjónustu. Þórarinn Ingólfsson, formaður Félags íslenskra heimilislækna, sagðist í erindi sínu á fundinum ósammála þessu og sagði einkarekstur og einkavæðingu tvennt ólíkt. Svipaðar raddir heyrðust í kjölfar ræðu sem ég flutti í Hafnarfirði á frídegi verkalýðsins, 1. maí. Þetta er annað hvort meinlegur misskilningur sem rétt er að leiðrétta, eða tilraun til að stýra umræðunni með því að finna upp ný og mildari hugtök til að slá ryki í augu fólks. Rannsóknir Rúnars Vilhjálmssonar prófessors sýna að rúmlega 80 prósent landsmanna vilja að heilbrigðisþjónustan sé rekin fyrst og fremst af hinu opinbera. Það vita þeir sem vilja finna annað og hentugra orð fyrir einkavæðingu.Arðgreiðslur af skattfé Eins og Sigurbjörg nefndi í erindi sínu er mun auðveldara að einkavæða þjónustu heldur en að snúa til baka og láta ríkið sjá um verkefni sem áður voru í höndum einkaaðila. Með einkavæðingunni skapast viðskiptahagsmunir og kröfur um arðgreiðslur fyrir þjónustu sem fjármögnuð er af skattfé. Hættan er sú að þjónustan verði dreifð og brotakennd og að stjórnvöld missi möguleika á að forgangsraða og skipuleggja þjónustuna í þágu almannahagsmuna. Við getum fengið lánað orðatiltæki frá enskumælandi þjóðum til að auðvelda skilning. Ef eitthvað lítur út eins og önd, syndir eins og önd og hljómar eins og önd eru allar líkur á að það sé önd. Einkarekstur er ekkert annað en einkavæðing undir öðru nafni.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun