Stóru málin fyrst, kosningar svo 29. maí 2016 12:51 Birgitta Jónsdóttir og Ásmundur Einar Daðason. Vísir/Valli/PJetur Þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir að kosningar í haust byggi á að búið verði að afgreiða þau stóru mál sem ríkisstjórnin ætlar sér að klára á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn er nú þegar farinn að undirbúa kosningar í október. Ríkisstjórnin boðaði til kosninga í haust eftir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði af sér sem forsætisráðherra í kjölfar birtingu Panamaskjalanna. Ekki er þó eining um kosningarnar innan stjórnarflokkanna og hafa þingmenn bæði framsóknar og Sjálfstæðisflokks nýlega lýst því yfir að þeir telji óþarft að flýta kosningum. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sagði á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að flokkurinn sé nú þegar farinn að undirbúa kosningar í október.Í forgangi að klára stóru málin Ásmundur Einar Daðason þingflokksformaður framsóknar sagði það vera í algjörum forgangi að stóru málin yrðu kláruð áður en gengið verður til kosninga. „Ég held að það sé nokkuð ljóst að það sem ég hef sagt allan tímann, og ég held að fleiri hafi sagt, er að þegar að skipt var hér um forsætisráðherra og Sigurður Ingi tók við og myndaður var í rauninni nýr meirihluti, en samt sami meirihluti, var talað um að flýta kosningum og þær færu fram í haust. Það var líka talað um það að við yrðum að klára ákveðin stór mál sem lægju fyrir þinginu og ég hef sagt það allan tímann að ég held að það sé hægt að samræma þessi tvö sjónarmið. Annars vegar að flýta kosningunum og klára stór mál. Það verður auðvitað að koma í ljós hvernig gengur að klára þessi mál sem að liggja fyrir þinginu. Menn fóru strax í það að þjappa saman vinnu sem að átti að taka einu ári lengur og reyna að koma því þannig fyrir að það væri hægt að klára þau. Gangurinn í þinginu hefur verið mjög góður núna og ef að það tekst að klára þessi stóru mál á að vera hægt að flýta kosningum.“ Aðspurður um fylgistap Framsóknarflokksins í síðustu skoðanakönnunum segist Ásmundur viss um að viðsnúningur verði þegar búið verður að klára þessi mál.Hafa ekki fengið málaskrá Birgitta Jónsdóttir formaður Pírata segir það slæmt stjórnarfar að stjórnarflokkarnir hafi ekki dreift málaskrá um þau mál sem þurfi að klára áður en hægt verður að kjósa. „Fyrst var krafan sú að það yrðu kosningar strax. Síðan var komið með þetta útspil að fresta því þá og stytta um, þetta eru svona tveir þriðju af þingi, en síðan hafa skilyrðingarnar alltaf orðið meiri og meiri. Mér finnst ómögulegt að draga stjórnarandstöðuna inn í það að vera lömuð og ekki geta sinnt sínu lögbundna hlutverki að veita meirihluta aðhald. Nú höfum við ekki einu sinni fengið málaskrá. Við vitum ekkert hvaða mál það eru sem við eigum að vera passív gagnvart. Mér finnst þetta ekki gott stjórnarfar,“ sagði Birgitta Jónsdóttir. Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Sjá meira
Þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir að kosningar í haust byggi á að búið verði að afgreiða þau stóru mál sem ríkisstjórnin ætlar sér að klára á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn er nú þegar farinn að undirbúa kosningar í október. Ríkisstjórnin boðaði til kosninga í haust eftir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði af sér sem forsætisráðherra í kjölfar birtingu Panamaskjalanna. Ekki er þó eining um kosningarnar innan stjórnarflokkanna og hafa þingmenn bæði framsóknar og Sjálfstæðisflokks nýlega lýst því yfir að þeir telji óþarft að flýta kosningum. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sagði á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að flokkurinn sé nú þegar farinn að undirbúa kosningar í október.Í forgangi að klára stóru málin Ásmundur Einar Daðason þingflokksformaður framsóknar sagði það vera í algjörum forgangi að stóru málin yrðu kláruð áður en gengið verður til kosninga. „Ég held að það sé nokkuð ljóst að það sem ég hef sagt allan tímann, og ég held að fleiri hafi sagt, er að þegar að skipt var hér um forsætisráðherra og Sigurður Ingi tók við og myndaður var í rauninni nýr meirihluti, en samt sami meirihluti, var talað um að flýta kosningum og þær færu fram í haust. Það var líka talað um það að við yrðum að klára ákveðin stór mál sem lægju fyrir þinginu og ég hef sagt það allan tímann að ég held að það sé hægt að samræma þessi tvö sjónarmið. Annars vegar að flýta kosningunum og klára stór mál. Það verður auðvitað að koma í ljós hvernig gengur að klára þessi mál sem að liggja fyrir þinginu. Menn fóru strax í það að þjappa saman vinnu sem að átti að taka einu ári lengur og reyna að koma því þannig fyrir að það væri hægt að klára þau. Gangurinn í þinginu hefur verið mjög góður núna og ef að það tekst að klára þessi stóru mál á að vera hægt að flýta kosningum.“ Aðspurður um fylgistap Framsóknarflokksins í síðustu skoðanakönnunum segist Ásmundur viss um að viðsnúningur verði þegar búið verður að klára þessi mál.Hafa ekki fengið málaskrá Birgitta Jónsdóttir formaður Pírata segir það slæmt stjórnarfar að stjórnarflokkarnir hafi ekki dreift málaskrá um þau mál sem þurfi að klára áður en hægt verður að kjósa. „Fyrst var krafan sú að það yrðu kosningar strax. Síðan var komið með þetta útspil að fresta því þá og stytta um, þetta eru svona tveir þriðju af þingi, en síðan hafa skilyrðingarnar alltaf orðið meiri og meiri. Mér finnst ómögulegt að draga stjórnarandstöðuna inn í það að vera lömuð og ekki geta sinnt sínu lögbundna hlutverki að veita meirihluta aðhald. Nú höfum við ekki einu sinni fengið málaskrá. Við vitum ekkert hvaða mál það eru sem við eigum að vera passív gagnvart. Mér finnst þetta ekki gott stjórnarfar,“ sagði Birgitta Jónsdóttir.
Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Sjá meira