Stóru málin fyrst, kosningar svo 29. maí 2016 12:51 Birgitta Jónsdóttir og Ásmundur Einar Daðason. Vísir/Valli/PJetur Þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir að kosningar í haust byggi á að búið verði að afgreiða þau stóru mál sem ríkisstjórnin ætlar sér að klára á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn er nú þegar farinn að undirbúa kosningar í október. Ríkisstjórnin boðaði til kosninga í haust eftir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði af sér sem forsætisráðherra í kjölfar birtingu Panamaskjalanna. Ekki er þó eining um kosningarnar innan stjórnarflokkanna og hafa þingmenn bæði framsóknar og Sjálfstæðisflokks nýlega lýst því yfir að þeir telji óþarft að flýta kosningum. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sagði á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að flokkurinn sé nú þegar farinn að undirbúa kosningar í október.Í forgangi að klára stóru málin Ásmundur Einar Daðason þingflokksformaður framsóknar sagði það vera í algjörum forgangi að stóru málin yrðu kláruð áður en gengið verður til kosninga. „Ég held að það sé nokkuð ljóst að það sem ég hef sagt allan tímann, og ég held að fleiri hafi sagt, er að þegar að skipt var hér um forsætisráðherra og Sigurður Ingi tók við og myndaður var í rauninni nýr meirihluti, en samt sami meirihluti, var talað um að flýta kosningum og þær færu fram í haust. Það var líka talað um það að við yrðum að klára ákveðin stór mál sem lægju fyrir þinginu og ég hef sagt það allan tímann að ég held að það sé hægt að samræma þessi tvö sjónarmið. Annars vegar að flýta kosningunum og klára stór mál. Það verður auðvitað að koma í ljós hvernig gengur að klára þessi mál sem að liggja fyrir þinginu. Menn fóru strax í það að þjappa saman vinnu sem að átti að taka einu ári lengur og reyna að koma því þannig fyrir að það væri hægt að klára þau. Gangurinn í þinginu hefur verið mjög góður núna og ef að það tekst að klára þessi stóru mál á að vera hægt að flýta kosningum.“ Aðspurður um fylgistap Framsóknarflokksins í síðustu skoðanakönnunum segist Ásmundur viss um að viðsnúningur verði þegar búið verður að klára þessi mál.Hafa ekki fengið málaskrá Birgitta Jónsdóttir formaður Pírata segir það slæmt stjórnarfar að stjórnarflokkarnir hafi ekki dreift málaskrá um þau mál sem þurfi að klára áður en hægt verður að kjósa. „Fyrst var krafan sú að það yrðu kosningar strax. Síðan var komið með þetta útspil að fresta því þá og stytta um, þetta eru svona tveir þriðju af þingi, en síðan hafa skilyrðingarnar alltaf orðið meiri og meiri. Mér finnst ómögulegt að draga stjórnarandstöðuna inn í það að vera lömuð og ekki geta sinnt sínu lögbundna hlutverki að veita meirihluta aðhald. Nú höfum við ekki einu sinni fengið málaskrá. Við vitum ekkert hvaða mál það eru sem við eigum að vera passív gagnvart. Mér finnst þetta ekki gott stjórnarfar,“ sagði Birgitta Jónsdóttir. Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir að kosningar í haust byggi á að búið verði að afgreiða þau stóru mál sem ríkisstjórnin ætlar sér að klára á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn er nú þegar farinn að undirbúa kosningar í október. Ríkisstjórnin boðaði til kosninga í haust eftir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði af sér sem forsætisráðherra í kjölfar birtingu Panamaskjalanna. Ekki er þó eining um kosningarnar innan stjórnarflokkanna og hafa þingmenn bæði framsóknar og Sjálfstæðisflokks nýlega lýst því yfir að þeir telji óþarft að flýta kosningum. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sagði á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að flokkurinn sé nú þegar farinn að undirbúa kosningar í október.Í forgangi að klára stóru málin Ásmundur Einar Daðason þingflokksformaður framsóknar sagði það vera í algjörum forgangi að stóru málin yrðu kláruð áður en gengið verður til kosninga. „Ég held að það sé nokkuð ljóst að það sem ég hef sagt allan tímann, og ég held að fleiri hafi sagt, er að þegar að skipt var hér um forsætisráðherra og Sigurður Ingi tók við og myndaður var í rauninni nýr meirihluti, en samt sami meirihluti, var talað um að flýta kosningum og þær færu fram í haust. Það var líka talað um það að við yrðum að klára ákveðin stór mál sem lægju fyrir þinginu og ég hef sagt það allan tímann að ég held að það sé hægt að samræma þessi tvö sjónarmið. Annars vegar að flýta kosningunum og klára stór mál. Það verður auðvitað að koma í ljós hvernig gengur að klára þessi mál sem að liggja fyrir þinginu. Menn fóru strax í það að þjappa saman vinnu sem að átti að taka einu ári lengur og reyna að koma því þannig fyrir að það væri hægt að klára þau. Gangurinn í þinginu hefur verið mjög góður núna og ef að það tekst að klára þessi stóru mál á að vera hægt að flýta kosningum.“ Aðspurður um fylgistap Framsóknarflokksins í síðustu skoðanakönnunum segist Ásmundur viss um að viðsnúningur verði þegar búið verður að klára þessi mál.Hafa ekki fengið málaskrá Birgitta Jónsdóttir formaður Pírata segir það slæmt stjórnarfar að stjórnarflokkarnir hafi ekki dreift málaskrá um þau mál sem þurfi að klára áður en hægt verður að kjósa. „Fyrst var krafan sú að það yrðu kosningar strax. Síðan var komið með þetta útspil að fresta því þá og stytta um, þetta eru svona tveir þriðju af þingi, en síðan hafa skilyrðingarnar alltaf orðið meiri og meiri. Mér finnst ómögulegt að draga stjórnarandstöðuna inn í það að vera lömuð og ekki geta sinnt sínu lögbundna hlutverki að veita meirihluta aðhald. Nú höfum við ekki einu sinni fengið málaskrá. Við vitum ekkert hvaða mál það eru sem við eigum að vera passív gagnvart. Mér finnst þetta ekki gott stjórnarfar,“ sagði Birgitta Jónsdóttir.
Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira