Emil: Veit ekki hvort þjálfararnir eru búnir að ákveða liðið Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. maí 2016 07:00 Emil Hallfreðsson er brattur þrátt fyrir erfitt gengi á Ítalíu undanfarna tólf mánuði. Vísir/Getty „Það er ótrúlega gott að koma heim til Íslands og hitta fjölskyldu og vini og auðvitað strákana,“ sagði Emil Hallfreðsson, landsliðsmaður í fótbolta, í samtali við Fréttablaðið á æfingu liðsins í byrjun vikunnar. Emil er einn af níu strákum á leiðinni til Frakklands sem eru mættir til æfinga með íslenska liðinu. Emil spilar í ítölsku A-deildinni með Udinese þar sem deildarkeppni er lokið. Hann skipti um lið í janúarglugganum og yfirgaf þá Hellas Verona sem hann hjálpaði úr C-deild og upp í þá efstu.Vísir/Getty30 leikir á ári er fínt „Þetta var svolítið sérstakt tímabil því ég skipti um lið í janúar. Þáverandi þjálfari liðsins setti mikla pressu á að fá mig en svo var hann rekinn eftir nokkra leiki,“ segir Emil en brottrekstur þjálfara í ítölsku A-deildinni er daglegt brauð. Emil byrjaði alla leiki fyrir Verona og til að byrja með hjá Udinese en undir lokin þurfti hann að sitja mikið á bekknum. „Ég spilaði alveg slatta af leikjum en undir lokin minnkaði þetta aðeins. En ef ég var ekki í byrjunarliðinu kom ég alltaf inn á. Ég fékk fínan spiltíma á þessu tímabili. Ég spilaði um 30 leiki en 30 leikir á ári er fínt,“ segir Emil.Verður að tapa líka Hellas Verona, gamla lið Emils, féll úr deildinni en það vann ekki leik fyrir áramót. Udinese gekk svo mjög illa eftir áramót og vann ekki leik þegar Emil spilaði. Ekki að það hafi verið honum að kenna. Í heildina er Emil aðeins búinn að taka þátt í einum sigurleik í ítölsku deildinni á síðustu ellefu mánuðum. Hann tekur því samt – eins og öllu öðru – með stóískri ró. „Ef ég lít á síðustu sex ár á Ítalíu þá vann ég bara. Svo kemur eitt ár þar sem maður tapar mörgum leikjum. Ef maður myndi bara vinna myndi maður aldrei læra neitt nýtt. Ég lít á þetta sem lærdómsríkt ár og er bara spurning um að spýta í lófana þegar maður lendir í smá mótlæti,“ segir Emil. Evrópumótið er fram undan og telja flestir spekingar og þjóðin öll að byrjunarliðið í fyrsta leik sé meira og minna klárt. Eina spurningin hjá flestum er bara hver byrjar frammi við hlið Kolbeins. Emil ætlar sér eins og aðrir í liðinu byrjunarliðssæti í St. Étienne 14. júní.Vísir/GettyÓtrúlegt ævintýri „Ég veit ekki hvort þjálfararnir eru búnir að ákveða liðið. Ég held að þjóðin hafi aldrei ákveðið liðið samt,“ segir Emil en hann spilaði sex leiki í byrjunarliðinu í undankeppninni. „Auðvitað hefur byrjunarliðið verið svipað en ég spilaði sex leiki sem byrjunarliðsmaður í undankeppninni þannig að ég tel mig eiga séns á að geta byrjað. Maður væri eitthvað sérstakur ef maður hefði ekki trú á því.“ Hafnfirðingurinn getur ekki beðið eftir að EM byrji enda hlutirnir orðnir raunverulegri en nokkru sinni fyrr þegar formlegar æfingar fyrir mótið eru hafnar. „Þetta er að gerast núna sem er ótrúlega skemmtilegt. Þetta á eftir að verða ótrúlegt ævintýri sem verður gaman að taka þátt í. Við ætlum að gera okkar besta þarna úti,“ segir Emil Hallfreðsson.Vísir/Getty EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Leik lokið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Leik lokið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Sjá meira
„Það er ótrúlega gott að koma heim til Íslands og hitta fjölskyldu og vini og auðvitað strákana,“ sagði Emil Hallfreðsson, landsliðsmaður í fótbolta, í samtali við Fréttablaðið á æfingu liðsins í byrjun vikunnar. Emil er einn af níu strákum á leiðinni til Frakklands sem eru mættir til æfinga með íslenska liðinu. Emil spilar í ítölsku A-deildinni með Udinese þar sem deildarkeppni er lokið. Hann skipti um lið í janúarglugganum og yfirgaf þá Hellas Verona sem hann hjálpaði úr C-deild og upp í þá efstu.Vísir/Getty30 leikir á ári er fínt „Þetta var svolítið sérstakt tímabil því ég skipti um lið í janúar. Þáverandi þjálfari liðsins setti mikla pressu á að fá mig en svo var hann rekinn eftir nokkra leiki,“ segir Emil en brottrekstur þjálfara í ítölsku A-deildinni er daglegt brauð. Emil byrjaði alla leiki fyrir Verona og til að byrja með hjá Udinese en undir lokin þurfti hann að sitja mikið á bekknum. „Ég spilaði alveg slatta af leikjum en undir lokin minnkaði þetta aðeins. En ef ég var ekki í byrjunarliðinu kom ég alltaf inn á. Ég fékk fínan spiltíma á þessu tímabili. Ég spilaði um 30 leiki en 30 leikir á ári er fínt,“ segir Emil.Verður að tapa líka Hellas Verona, gamla lið Emils, féll úr deildinni en það vann ekki leik fyrir áramót. Udinese gekk svo mjög illa eftir áramót og vann ekki leik þegar Emil spilaði. Ekki að það hafi verið honum að kenna. Í heildina er Emil aðeins búinn að taka þátt í einum sigurleik í ítölsku deildinni á síðustu ellefu mánuðum. Hann tekur því samt – eins og öllu öðru – með stóískri ró. „Ef ég lít á síðustu sex ár á Ítalíu þá vann ég bara. Svo kemur eitt ár þar sem maður tapar mörgum leikjum. Ef maður myndi bara vinna myndi maður aldrei læra neitt nýtt. Ég lít á þetta sem lærdómsríkt ár og er bara spurning um að spýta í lófana þegar maður lendir í smá mótlæti,“ segir Emil. Evrópumótið er fram undan og telja flestir spekingar og þjóðin öll að byrjunarliðið í fyrsta leik sé meira og minna klárt. Eina spurningin hjá flestum er bara hver byrjar frammi við hlið Kolbeins. Emil ætlar sér eins og aðrir í liðinu byrjunarliðssæti í St. Étienne 14. júní.Vísir/GettyÓtrúlegt ævintýri „Ég veit ekki hvort þjálfararnir eru búnir að ákveða liðið. Ég held að þjóðin hafi aldrei ákveðið liðið samt,“ segir Emil en hann spilaði sex leiki í byrjunarliðinu í undankeppninni. „Auðvitað hefur byrjunarliðið verið svipað en ég spilaði sex leiki sem byrjunarliðsmaður í undankeppninni þannig að ég tel mig eiga séns á að geta byrjað. Maður væri eitthvað sérstakur ef maður hefði ekki trú á því.“ Hafnfirðingurinn getur ekki beðið eftir að EM byrji enda hlutirnir orðnir raunverulegri en nokkru sinni fyrr þegar formlegar æfingar fyrir mótið eru hafnar. „Þetta er að gerast núna sem er ótrúlega skemmtilegt. Þetta á eftir að verða ótrúlegt ævintýri sem verður gaman að taka þátt í. Við ætlum að gera okkar besta þarna úti,“ segir Emil Hallfreðsson.Vísir/Getty
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Leik lokið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Leik lokið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Sjá meira
Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn