Þegar ég fann Viðreisn Sigurjón Arnórsson skrifar 26. maí 2016 07:00 Eins og margir ungir Íslendingar fór ég til útlanda eftir háskóla til þess að finna vinnu. Fyrir nokkrum mánuðum kom ég aftur til Íslands og fann að pólitíska umhverfið hafði gjörbreyst. Gömlu flokkarnir voru að rýrna og nýir ferskir stjórnmálaflokkar með unga efnilega leiðtoga voru að koma gríðarlega sterkir inn. Ég hef alltaf verið mikill áhugamaður um pólitík og verið virkur í þeim málum. Ég sá tækifæri til þess að taka þátt í einhverju nýju og betra en það sem áður var. Ég las um nýja hreyfingu sem kallaðist „Viðreisn“. Ég kom mér í samband í gegnum Facebook við unga konu sem ég hafði heyrt tala fyrir hönd Viðreisnar í útvarpsviðtali. Hún benti mér á ungliðahreyfingu sem kallaði sig „Uppreisn“. Þar hittust ungir meðlimir Viðreisnar reglulega til þess að ræða um pólitík. Ég beið spenntur eftir næstu samkomu „Uppreisnar“ og þegar að henni kom mætti ég tímanlega. Ég stóð í inngangi Bjórgarðsins og áttaði mig á að ég þekkti ekki þá aðila sem ég var mættur til þess að hitta. Eina lausnin í því máli var að labba um barinn og spyrja hvern einasta hóp þar inni „eruð þið Uppreisn?“ Það var mikið hlegið og brosað til mín en enginn virtist vera fulltrúi Uppreisnar. Ég pantaði mér gos og settist niður. Korteri seinna mættu ungliðar Viðreisnar. Umræðan okkar þetta kvöld var áhugaverð, skynsamleg, vingjarnleg og allir voru opnir fyrir nýjum sjónarhornum og skoðunum. Svona fann ég Viðreisn. Núna, mörgum mánuðum síðar, hef ég tekið mikinn þátt í skipulagningu og stefnumótun fyrir flokkinn. Þar sem við stefnum að því að hafa formlegan stofnfund og mynda pólitískan flokk fljótlega, vil ég svara nokkrum spurningum sem ég hef heyrt um Viðreisn. Ætlar Viðreisn að bjóða sig fram í öllum kjördæmum? Já, Viðreisn ætlar að bjóða fram í öllum kjördæmum. Við erum þegar með skrifstofu í Reykjavík og höfum haldið fundi þar en einnig á Akureyri og Reykjanesi. Yfir 1.300 manns hafa skráð sig í starf Viðreisnar, yfir hundrað manns hafa tekið þátt í stefnumörkun flokksins. Í nýjustu skoðanakönnun Gallup er Viðreisn komin með 3,3% fylgi án þess að vera formlega stofnuð.Með sína eigin nálgun Er Viðreisn ekki bara önnur útgáfa af Sjálfstæðisflokknum? Er Viðreisn ekki bara önnur Samfylking? Borið hefur á að fólk reyni að skilgreina Viðreisn sem aðra útgáfu af eldra stjórnmálaafli. Fólk er kannski það vant gamla fjórflokknum að það hvarflar ekki að því að hér sé um raunverulega nýtt fólk, nýtt afl að ræða. Margir aðilar hafa komið að starfi flokksins, úr ýmsum áttum. Í mínum störfum hjá Viðreisn hef ég unnið með fólki sem áður studdi Sjálfstæðisflokkinn, sumir Samfylkinguna, aðrir Píratana og margir voru ópólitískir áður en Viðreisn varð til. Viðreisn er nýr stjórnmálaflokkur, óháður öðrum flokkum og með sína eigin nálgun að því hvernig best er að veita þjóðinni forystu. Er Viðreisn bara Evrópusambandsflokkur? Nei, afstaða Viðreisnar til Evrópusambandsins er að við viljum hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort eigi að klára samningaviðræðurnar við Evrópusambandið. Við teljum flest best að viðræðunum verði lokið með góðri niðurstöðu fyrir Ísland, en það er vonandi ekki talið mjög öfgakennt að treysta þjóðinni fyrir þessu máli. Að undanförnu hafa meira en hundrað manns, ásamt sérfræðingum á mörgum mismunandi sviðum, lagt mikla vinnu og metnað í að móta heildarstefnu í grundvallarmálum flokksins, sem mun verða birt á nýrri vefsíðu Viðreisnar á næstunni, en stefnt er að því að gengið verði frá stefnunni á fundi upp úr miðjum maí. Nú er stefnt að kosningum í októberlok. Fyrir þessar kosningar virðast margir vera tilbúnir að prófa eitthvað nýtt, skoða aðra valmöguleika. Fyrir það fólk eru margir nýir valkostir í boði. Ég hvet fólk til að prófa sig áfram og finna það sem best hentar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 26. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Eins og margir ungir Íslendingar fór ég til útlanda eftir háskóla til þess að finna vinnu. Fyrir nokkrum mánuðum kom ég aftur til Íslands og fann að pólitíska umhverfið hafði gjörbreyst. Gömlu flokkarnir voru að rýrna og nýir ferskir stjórnmálaflokkar með unga efnilega leiðtoga voru að koma gríðarlega sterkir inn. Ég hef alltaf verið mikill áhugamaður um pólitík og verið virkur í þeim málum. Ég sá tækifæri til þess að taka þátt í einhverju nýju og betra en það sem áður var. Ég las um nýja hreyfingu sem kallaðist „Viðreisn“. Ég kom mér í samband í gegnum Facebook við unga konu sem ég hafði heyrt tala fyrir hönd Viðreisnar í útvarpsviðtali. Hún benti mér á ungliðahreyfingu sem kallaði sig „Uppreisn“. Þar hittust ungir meðlimir Viðreisnar reglulega til þess að ræða um pólitík. Ég beið spenntur eftir næstu samkomu „Uppreisnar“ og þegar að henni kom mætti ég tímanlega. Ég stóð í inngangi Bjórgarðsins og áttaði mig á að ég þekkti ekki þá aðila sem ég var mættur til þess að hitta. Eina lausnin í því máli var að labba um barinn og spyrja hvern einasta hóp þar inni „eruð þið Uppreisn?“ Það var mikið hlegið og brosað til mín en enginn virtist vera fulltrúi Uppreisnar. Ég pantaði mér gos og settist niður. Korteri seinna mættu ungliðar Viðreisnar. Umræðan okkar þetta kvöld var áhugaverð, skynsamleg, vingjarnleg og allir voru opnir fyrir nýjum sjónarhornum og skoðunum. Svona fann ég Viðreisn. Núna, mörgum mánuðum síðar, hef ég tekið mikinn þátt í skipulagningu og stefnumótun fyrir flokkinn. Þar sem við stefnum að því að hafa formlegan stofnfund og mynda pólitískan flokk fljótlega, vil ég svara nokkrum spurningum sem ég hef heyrt um Viðreisn. Ætlar Viðreisn að bjóða sig fram í öllum kjördæmum? Já, Viðreisn ætlar að bjóða fram í öllum kjördæmum. Við erum þegar með skrifstofu í Reykjavík og höfum haldið fundi þar en einnig á Akureyri og Reykjanesi. Yfir 1.300 manns hafa skráð sig í starf Viðreisnar, yfir hundrað manns hafa tekið þátt í stefnumörkun flokksins. Í nýjustu skoðanakönnun Gallup er Viðreisn komin með 3,3% fylgi án þess að vera formlega stofnuð.Með sína eigin nálgun Er Viðreisn ekki bara önnur útgáfa af Sjálfstæðisflokknum? Er Viðreisn ekki bara önnur Samfylking? Borið hefur á að fólk reyni að skilgreina Viðreisn sem aðra útgáfu af eldra stjórnmálaafli. Fólk er kannski það vant gamla fjórflokknum að það hvarflar ekki að því að hér sé um raunverulega nýtt fólk, nýtt afl að ræða. Margir aðilar hafa komið að starfi flokksins, úr ýmsum áttum. Í mínum störfum hjá Viðreisn hef ég unnið með fólki sem áður studdi Sjálfstæðisflokkinn, sumir Samfylkinguna, aðrir Píratana og margir voru ópólitískir áður en Viðreisn varð til. Viðreisn er nýr stjórnmálaflokkur, óháður öðrum flokkum og með sína eigin nálgun að því hvernig best er að veita þjóðinni forystu. Er Viðreisn bara Evrópusambandsflokkur? Nei, afstaða Viðreisnar til Evrópusambandsins er að við viljum hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort eigi að klára samningaviðræðurnar við Evrópusambandið. Við teljum flest best að viðræðunum verði lokið með góðri niðurstöðu fyrir Ísland, en það er vonandi ekki talið mjög öfgakennt að treysta þjóðinni fyrir þessu máli. Að undanförnu hafa meira en hundrað manns, ásamt sérfræðingum á mörgum mismunandi sviðum, lagt mikla vinnu og metnað í að móta heildarstefnu í grundvallarmálum flokksins, sem mun verða birt á nýrri vefsíðu Viðreisnar á næstunni, en stefnt er að því að gengið verði frá stefnunni á fundi upp úr miðjum maí. Nú er stefnt að kosningum í októberlok. Fyrir þessar kosningar virðast margir vera tilbúnir að prófa eitthvað nýtt, skoða aðra valmöguleika. Fyrir það fólk eru margir nýir valkostir í boði. Ég hvet fólk til að prófa sig áfram og finna það sem best hentar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 26. maí.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun