Þegar ég fann Viðreisn Sigurjón Arnórsson skrifar 26. maí 2016 07:00 Eins og margir ungir Íslendingar fór ég til útlanda eftir háskóla til þess að finna vinnu. Fyrir nokkrum mánuðum kom ég aftur til Íslands og fann að pólitíska umhverfið hafði gjörbreyst. Gömlu flokkarnir voru að rýrna og nýir ferskir stjórnmálaflokkar með unga efnilega leiðtoga voru að koma gríðarlega sterkir inn. Ég hef alltaf verið mikill áhugamaður um pólitík og verið virkur í þeim málum. Ég sá tækifæri til þess að taka þátt í einhverju nýju og betra en það sem áður var. Ég las um nýja hreyfingu sem kallaðist „Viðreisn“. Ég kom mér í samband í gegnum Facebook við unga konu sem ég hafði heyrt tala fyrir hönd Viðreisnar í útvarpsviðtali. Hún benti mér á ungliðahreyfingu sem kallaði sig „Uppreisn“. Þar hittust ungir meðlimir Viðreisnar reglulega til þess að ræða um pólitík. Ég beið spenntur eftir næstu samkomu „Uppreisnar“ og þegar að henni kom mætti ég tímanlega. Ég stóð í inngangi Bjórgarðsins og áttaði mig á að ég þekkti ekki þá aðila sem ég var mættur til þess að hitta. Eina lausnin í því máli var að labba um barinn og spyrja hvern einasta hóp þar inni „eruð þið Uppreisn?“ Það var mikið hlegið og brosað til mín en enginn virtist vera fulltrúi Uppreisnar. Ég pantaði mér gos og settist niður. Korteri seinna mættu ungliðar Viðreisnar. Umræðan okkar þetta kvöld var áhugaverð, skynsamleg, vingjarnleg og allir voru opnir fyrir nýjum sjónarhornum og skoðunum. Svona fann ég Viðreisn. Núna, mörgum mánuðum síðar, hef ég tekið mikinn þátt í skipulagningu og stefnumótun fyrir flokkinn. Þar sem við stefnum að því að hafa formlegan stofnfund og mynda pólitískan flokk fljótlega, vil ég svara nokkrum spurningum sem ég hef heyrt um Viðreisn. Ætlar Viðreisn að bjóða sig fram í öllum kjördæmum? Já, Viðreisn ætlar að bjóða fram í öllum kjördæmum. Við erum þegar með skrifstofu í Reykjavík og höfum haldið fundi þar en einnig á Akureyri og Reykjanesi. Yfir 1.300 manns hafa skráð sig í starf Viðreisnar, yfir hundrað manns hafa tekið þátt í stefnumörkun flokksins. Í nýjustu skoðanakönnun Gallup er Viðreisn komin með 3,3% fylgi án þess að vera formlega stofnuð.Með sína eigin nálgun Er Viðreisn ekki bara önnur útgáfa af Sjálfstæðisflokknum? Er Viðreisn ekki bara önnur Samfylking? Borið hefur á að fólk reyni að skilgreina Viðreisn sem aðra útgáfu af eldra stjórnmálaafli. Fólk er kannski það vant gamla fjórflokknum að það hvarflar ekki að því að hér sé um raunverulega nýtt fólk, nýtt afl að ræða. Margir aðilar hafa komið að starfi flokksins, úr ýmsum áttum. Í mínum störfum hjá Viðreisn hef ég unnið með fólki sem áður studdi Sjálfstæðisflokkinn, sumir Samfylkinguna, aðrir Píratana og margir voru ópólitískir áður en Viðreisn varð til. Viðreisn er nýr stjórnmálaflokkur, óháður öðrum flokkum og með sína eigin nálgun að því hvernig best er að veita þjóðinni forystu. Er Viðreisn bara Evrópusambandsflokkur? Nei, afstaða Viðreisnar til Evrópusambandsins er að við viljum hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort eigi að klára samningaviðræðurnar við Evrópusambandið. Við teljum flest best að viðræðunum verði lokið með góðri niðurstöðu fyrir Ísland, en það er vonandi ekki talið mjög öfgakennt að treysta þjóðinni fyrir þessu máli. Að undanförnu hafa meira en hundrað manns, ásamt sérfræðingum á mörgum mismunandi sviðum, lagt mikla vinnu og metnað í að móta heildarstefnu í grundvallarmálum flokksins, sem mun verða birt á nýrri vefsíðu Viðreisnar á næstunni, en stefnt er að því að gengið verði frá stefnunni á fundi upp úr miðjum maí. Nú er stefnt að kosningum í októberlok. Fyrir þessar kosningar virðast margir vera tilbúnir að prófa eitthvað nýtt, skoða aðra valmöguleika. Fyrir það fólk eru margir nýir valkostir í boði. Ég hvet fólk til að prófa sig áfram og finna það sem best hentar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 26. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn, the party of hungry children Ian McDonald Skoðun Skoðun Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Sjá meira
Eins og margir ungir Íslendingar fór ég til útlanda eftir háskóla til þess að finna vinnu. Fyrir nokkrum mánuðum kom ég aftur til Íslands og fann að pólitíska umhverfið hafði gjörbreyst. Gömlu flokkarnir voru að rýrna og nýir ferskir stjórnmálaflokkar með unga efnilega leiðtoga voru að koma gríðarlega sterkir inn. Ég hef alltaf verið mikill áhugamaður um pólitík og verið virkur í þeim málum. Ég sá tækifæri til þess að taka þátt í einhverju nýju og betra en það sem áður var. Ég las um nýja hreyfingu sem kallaðist „Viðreisn“. Ég kom mér í samband í gegnum Facebook við unga konu sem ég hafði heyrt tala fyrir hönd Viðreisnar í útvarpsviðtali. Hún benti mér á ungliðahreyfingu sem kallaði sig „Uppreisn“. Þar hittust ungir meðlimir Viðreisnar reglulega til þess að ræða um pólitík. Ég beið spenntur eftir næstu samkomu „Uppreisnar“ og þegar að henni kom mætti ég tímanlega. Ég stóð í inngangi Bjórgarðsins og áttaði mig á að ég þekkti ekki þá aðila sem ég var mættur til þess að hitta. Eina lausnin í því máli var að labba um barinn og spyrja hvern einasta hóp þar inni „eruð þið Uppreisn?“ Það var mikið hlegið og brosað til mín en enginn virtist vera fulltrúi Uppreisnar. Ég pantaði mér gos og settist niður. Korteri seinna mættu ungliðar Viðreisnar. Umræðan okkar þetta kvöld var áhugaverð, skynsamleg, vingjarnleg og allir voru opnir fyrir nýjum sjónarhornum og skoðunum. Svona fann ég Viðreisn. Núna, mörgum mánuðum síðar, hef ég tekið mikinn þátt í skipulagningu og stefnumótun fyrir flokkinn. Þar sem við stefnum að því að hafa formlegan stofnfund og mynda pólitískan flokk fljótlega, vil ég svara nokkrum spurningum sem ég hef heyrt um Viðreisn. Ætlar Viðreisn að bjóða sig fram í öllum kjördæmum? Já, Viðreisn ætlar að bjóða fram í öllum kjördæmum. Við erum þegar með skrifstofu í Reykjavík og höfum haldið fundi þar en einnig á Akureyri og Reykjanesi. Yfir 1.300 manns hafa skráð sig í starf Viðreisnar, yfir hundrað manns hafa tekið þátt í stefnumörkun flokksins. Í nýjustu skoðanakönnun Gallup er Viðreisn komin með 3,3% fylgi án þess að vera formlega stofnuð.Með sína eigin nálgun Er Viðreisn ekki bara önnur útgáfa af Sjálfstæðisflokknum? Er Viðreisn ekki bara önnur Samfylking? Borið hefur á að fólk reyni að skilgreina Viðreisn sem aðra útgáfu af eldra stjórnmálaafli. Fólk er kannski það vant gamla fjórflokknum að það hvarflar ekki að því að hér sé um raunverulega nýtt fólk, nýtt afl að ræða. Margir aðilar hafa komið að starfi flokksins, úr ýmsum áttum. Í mínum störfum hjá Viðreisn hef ég unnið með fólki sem áður studdi Sjálfstæðisflokkinn, sumir Samfylkinguna, aðrir Píratana og margir voru ópólitískir áður en Viðreisn varð til. Viðreisn er nýr stjórnmálaflokkur, óháður öðrum flokkum og með sína eigin nálgun að því hvernig best er að veita þjóðinni forystu. Er Viðreisn bara Evrópusambandsflokkur? Nei, afstaða Viðreisnar til Evrópusambandsins er að við viljum hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort eigi að klára samningaviðræðurnar við Evrópusambandið. Við teljum flest best að viðræðunum verði lokið með góðri niðurstöðu fyrir Ísland, en það er vonandi ekki talið mjög öfgakennt að treysta þjóðinni fyrir þessu máli. Að undanförnu hafa meira en hundrað manns, ásamt sérfræðingum á mörgum mismunandi sviðum, lagt mikla vinnu og metnað í að móta heildarstefnu í grundvallarmálum flokksins, sem mun verða birt á nýrri vefsíðu Viðreisnar á næstunni, en stefnt er að því að gengið verði frá stefnunni á fundi upp úr miðjum maí. Nú er stefnt að kosningum í októberlok. Fyrir þessar kosningar virðast margir vera tilbúnir að prófa eitthvað nýtt, skoða aðra valmöguleika. Fyrir það fólk eru margir nýir valkostir í boði. Ég hvet fólk til að prófa sig áfram og finna það sem best hentar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 26. maí.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar