Vilja að 20% af efni Netflix sé evrópskt Sæunn Gísladóttir skrifar 25. maí 2016 13:35 Forsvarsmenn Netflix segjast vera á móti kvóta af þessu tagi. Vísir/Getty Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur lagt til að að minnsta kosti tuttugu prósent af efni sem efnisveitur, til að mynda Netflix og Amazon Prime, bjóði verði framleitt innan ESB. Þannig myndu efnisveiturnar lúta svipuðum lögum og evrópskar sjónvarpsstöðvar. Framkvæmdastjórnin hefur einnig sagt að efnið eigi að vera vel til sýnis á efnisveitunum. Hún vill meina að þetta muni hafa góð menningarleg áhrif. Margar efnisveitur sýna nú þegar mikið af efni frá breska ríkisútvarpinu BBC og lúta því nú þegar reglunum að einhverju marki. Núverandi reglur snúa að því að evrópskar sjónvarpsstöðvar þurfi að nota tuttugu prósent af framleiðslutekjum sínum í framleiðslu efnis í landinu sínu og að eyða fimmtíu prósent af dagskránni í að sýna evrópska þætti eða kvikmyndir. Ekki er gerð krafa um gæði efnis, því gætu Amazon og Netflix einfaldlega keypt helling af slæmum frönskum, spænskum eða ítölskum þáttum. BBC greinir frá því að forsvarsmenn Netflix segjast vera á móti kvóta af þessu tagi. Þeir bendi hins vegar á að notendur sínir njóti evrópskrar dagskrá og því sýni þeir nú þegar mikið af evrópsku efni. Fyrsta serían sem Netflix framleiddi í Evrópu, Marseille, fór einnig nýlega í loftið. Forsvarsmenn Amazon hafa ekki tjáð sig um málið. Netflix Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur lagt til að að minnsta kosti tuttugu prósent af efni sem efnisveitur, til að mynda Netflix og Amazon Prime, bjóði verði framleitt innan ESB. Þannig myndu efnisveiturnar lúta svipuðum lögum og evrópskar sjónvarpsstöðvar. Framkvæmdastjórnin hefur einnig sagt að efnið eigi að vera vel til sýnis á efnisveitunum. Hún vill meina að þetta muni hafa góð menningarleg áhrif. Margar efnisveitur sýna nú þegar mikið af efni frá breska ríkisútvarpinu BBC og lúta því nú þegar reglunum að einhverju marki. Núverandi reglur snúa að því að evrópskar sjónvarpsstöðvar þurfi að nota tuttugu prósent af framleiðslutekjum sínum í framleiðslu efnis í landinu sínu og að eyða fimmtíu prósent af dagskránni í að sýna evrópska þætti eða kvikmyndir. Ekki er gerð krafa um gæði efnis, því gætu Amazon og Netflix einfaldlega keypt helling af slæmum frönskum, spænskum eða ítölskum þáttum. BBC greinir frá því að forsvarsmenn Netflix segjast vera á móti kvóta af þessu tagi. Þeir bendi hins vegar á að notendur sínir njóti evrópskrar dagskrá og því sýni þeir nú þegar mikið af evrópsku efni. Fyrsta serían sem Netflix framleiddi í Evrópu, Marseille, fór einnig nýlega í loftið. Forsvarsmenn Amazon hafa ekki tjáð sig um málið.
Netflix Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira