Mike Myers á leiðinni á hvíta tjaldið Birgir Olgeirsson skrifar 24. maí 2016 21:22 Mike Myers. Vísir/EPA Kanadíski grínistinn Mike Myers hyggur á endurkomu á hvíta tjaldið en hann mun leika í spennutryllinum Terminal. Í myndinni fara Max Irons og Dexter Fletcher með hlutverk tveggja launmorðingja sem taka að sér afar hættulegt verkefni fyrir mjög svo vafasaman vinnuveitanda sem lofar þeim ríkulegri greiðslu.The Hollywood Reporter segir þá síðar hitta kröftuga konu, leikna af Margot Robbie, sem mun hafa þó nokkur áhrif á þá. Breski leikarinn Simon Pegg mun einnig leika í myndinni en ekki er vitað hvert hlutverk Mike Myers verður. Síðast sást hann holdi klæddur á hvíta tjaldinu í kvikmynd Quentins Tarantino, Inglourious Basterds, árið 2009. Hann er hvað þekktastur fyrir hlutverk á borð við Austin Powers, úr samnefndum myndum um galgopalegan njósnara, Wayne Campell úr Wayne´s World-myndunum og þá ljáði hann einnig tröllinu Shrek rödd sína í samnefndum teiknimyndum. Bíó og sjónvarp Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Kanadíski grínistinn Mike Myers hyggur á endurkomu á hvíta tjaldið en hann mun leika í spennutryllinum Terminal. Í myndinni fara Max Irons og Dexter Fletcher með hlutverk tveggja launmorðingja sem taka að sér afar hættulegt verkefni fyrir mjög svo vafasaman vinnuveitanda sem lofar þeim ríkulegri greiðslu.The Hollywood Reporter segir þá síðar hitta kröftuga konu, leikna af Margot Robbie, sem mun hafa þó nokkur áhrif á þá. Breski leikarinn Simon Pegg mun einnig leika í myndinni en ekki er vitað hvert hlutverk Mike Myers verður. Síðast sást hann holdi klæddur á hvíta tjaldinu í kvikmynd Quentins Tarantino, Inglourious Basterds, árið 2009. Hann er hvað þekktastur fyrir hlutverk á borð við Austin Powers, úr samnefndum myndum um galgopalegan njósnara, Wayne Campell úr Wayne´s World-myndunum og þá ljáði hann einnig tröllinu Shrek rödd sína í samnefndum teiknimyndum.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein