Cristiano Ronaldo róar stuðningsmenn Real Madrid Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. maí 2016 15:45 Cristiano Ronaldo fær hér hjálp við að standa á fætur. Vísir/Getty Stuðningsmenn Real Madrid tóku örugglega andköf í dag þegar þeir sáu myndband frá æfingu Real Madrid liðsins en spænska liðið er nú að undirbúa sig fyrir úrslitaleik Meistaradeildarinnar um næstu helgi. Á myndbandinu sést Cristiano Ronaldo meiðast og þeir svartsýnustu voru án efa byrjaðir að ímynda sér úrslitaleikinn á San Siro án síns besta leikmanns. Cristiano Ronaldo lenti í samstuði við varamarkvörðinn Kiko Casilla og lá eftir í grasinu, að því virðist sárþjáður. Læknar Real Madrid hlupu til og hópuðust að stjörnunni en allir á svæðinu höfðu greinilega miklar áhyggjur af stöðunni á portúgalska landsliðsmanninum. Ronaldo var grenilega svekktur og það leit út fyrir að meiðslin gætu verið alvarleg. Hann stóð samt upp og gekk óstuddur af æfingunni. Áður en spænsku fjölmiðlarnir voru búnir að slá því upp að Cristiano Ronaldo væri að fara að missa af úrslitaleiknum á laugardagskvöldið þá ákvað Ronaldo að stíga fram og fullvissa stuðningsmenn Real Madrid og aðra um að hafa ekki áhyggjur. Cristiano Ronaldo sagði að mönnum hafi vissulega brugðið en eftir skoðun lækna hafi það komið í ljós að hann væri ekki mikið meiddur og því leikfær á laugardaginn. Varamarkvörðurinn Kiko Casilla létti örugglega manna mest við að heyra þessar fréttir enda það hefði ekki verið gott fyrir hann að hafa það á samviskunni að hafa slasað mikilvægasta leikmann Real Madrid liðsins. Cristiano Ronaldo hefur skorað 16 mörk í 11 leikjum í Meistaradeildinni á þessu tímabili en meiðsli kostuðu hann fyrri undanúrslitaleikinn á móti Manchester City. Það er ljóst að Real Madrid þarf á honum að halda ætli liðið að vinna úrslitaleikinn á móti Atletico Madrid eftir fjóra daga. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Fleiri fréttir Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag - Arsenal | Geta tékkað sig inn á toppinn Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Sjá meira
Stuðningsmenn Real Madrid tóku örugglega andköf í dag þegar þeir sáu myndband frá æfingu Real Madrid liðsins en spænska liðið er nú að undirbúa sig fyrir úrslitaleik Meistaradeildarinnar um næstu helgi. Á myndbandinu sést Cristiano Ronaldo meiðast og þeir svartsýnustu voru án efa byrjaðir að ímynda sér úrslitaleikinn á San Siro án síns besta leikmanns. Cristiano Ronaldo lenti í samstuði við varamarkvörðinn Kiko Casilla og lá eftir í grasinu, að því virðist sárþjáður. Læknar Real Madrid hlupu til og hópuðust að stjörnunni en allir á svæðinu höfðu greinilega miklar áhyggjur af stöðunni á portúgalska landsliðsmanninum. Ronaldo var grenilega svekktur og það leit út fyrir að meiðslin gætu verið alvarleg. Hann stóð samt upp og gekk óstuddur af æfingunni. Áður en spænsku fjölmiðlarnir voru búnir að slá því upp að Cristiano Ronaldo væri að fara að missa af úrslitaleiknum á laugardagskvöldið þá ákvað Ronaldo að stíga fram og fullvissa stuðningsmenn Real Madrid og aðra um að hafa ekki áhyggjur. Cristiano Ronaldo sagði að mönnum hafi vissulega brugðið en eftir skoðun lækna hafi það komið í ljós að hann væri ekki mikið meiddur og því leikfær á laugardaginn. Varamarkvörðurinn Kiko Casilla létti örugglega manna mest við að heyra þessar fréttir enda það hefði ekki verið gott fyrir hann að hafa það á samviskunni að hafa slasað mikilvægasta leikmann Real Madrid liðsins. Cristiano Ronaldo hefur skorað 16 mörk í 11 leikjum í Meistaradeildinni á þessu tímabili en meiðsli kostuðu hann fyrri undanúrslitaleikinn á móti Manchester City. Það er ljóst að Real Madrid þarf á honum að halda ætli liðið að vinna úrslitaleikinn á móti Atletico Madrid eftir fjóra daga.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Fleiri fréttir Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag - Arsenal | Geta tékkað sig inn á toppinn Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Sjá meira