Hvernig er að vera hinsegin íþróttamanneskja á Íslandi í dag? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. maí 2016 15:15 María Helga Guðmundsdóttir er landsliðskona í karate. Mynd/Karatesamband Íslands Landsliðskona í karate sem jafnframt er íþróttaþjálfari og jafningjafræðari á vegum Samtakanna '78 ætlar að segja frá stöðu hinsegin fólks í íþróttum á hádegisfundi ÍSÍ á miðvikudag. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands býður upp á mjög athyglisverðan hádegisfund í sal E í Íþróttamiðstöð ÍSÍ í Laugardal á miðvikudaginn en fundurinn mun standa yfir frá klukkan 12.00 til 13.00. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands segir frá fundinum á heimasíðu sinni. Viðfangsefni fundarins er mál sem hefur komið meira og meira inn í umræðuna að undanförnu eftir að hafa verið alltof lengi á bak við tjöldin. Spurningin sem á að svara á fundunum á miðvikudaginn er eftirfarandi: Hvernig er að vera hinsegin íþróttamanneskja á Íslandi í dag? María Helga Guðmundsdóttir, landsliðskona í karate, íþróttaþjálfari og jafningjafræðari á vegum Samtakanna '78, fjallar um stöðu hinsegin fólks í íþróttum og leiðir til að stuðla að því að allt íþróttafólk geti hámarkað árangur og ánægju í íþróttaheiminum. María Helga vann í vetur gull og brons á opna sænska meistaramótinu í Malmö í mars og hún vann einnig silfur í í kumite kvenna á Norðurlandamótinu í Álaborg í Danmörku í apríl. Í fyrirlestrinum hennar Maríu Helgu verður ýmsum umræðuefnum velt upp og þar á meðal þessum þremur: Hvað er kynjakerfið og hvernig hefur það áhrif á íþróttamenningu? Hvað þýða hugtök eins og intersex og kynsegin? Hvernig birtast fordómar á grundvelli kynhneigðar, kynvitundar og kyneinkenna í íþróttum? Hvaða reglur gilda um þátttöku trans og intersex fólks í kynjaskiptum keppnisíþróttum? Og hvað er hægt að gera sem þjálfari eða liðsfélagi til að styðja hinsegin fólk í íþróttum og stuðla að opnu og fordómalausu umhverfi? Fundurinn verður líka tekinn upp og gerður aðgengilegur á heimasíðu ÍSÍ nokkrum dögum seinna. Það er hægt að skrá sig á fundinn hér og lesa meira um fundinn inn á fésbókarsíðu hans. Aðrar íþróttir Hinsegin Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Landsliðskona í karate sem jafnframt er íþróttaþjálfari og jafningjafræðari á vegum Samtakanna '78 ætlar að segja frá stöðu hinsegin fólks í íþróttum á hádegisfundi ÍSÍ á miðvikudag. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands býður upp á mjög athyglisverðan hádegisfund í sal E í Íþróttamiðstöð ÍSÍ í Laugardal á miðvikudaginn en fundurinn mun standa yfir frá klukkan 12.00 til 13.00. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands segir frá fundinum á heimasíðu sinni. Viðfangsefni fundarins er mál sem hefur komið meira og meira inn í umræðuna að undanförnu eftir að hafa verið alltof lengi á bak við tjöldin. Spurningin sem á að svara á fundunum á miðvikudaginn er eftirfarandi: Hvernig er að vera hinsegin íþróttamanneskja á Íslandi í dag? María Helga Guðmundsdóttir, landsliðskona í karate, íþróttaþjálfari og jafningjafræðari á vegum Samtakanna '78, fjallar um stöðu hinsegin fólks í íþróttum og leiðir til að stuðla að því að allt íþróttafólk geti hámarkað árangur og ánægju í íþróttaheiminum. María Helga vann í vetur gull og brons á opna sænska meistaramótinu í Malmö í mars og hún vann einnig silfur í í kumite kvenna á Norðurlandamótinu í Álaborg í Danmörku í apríl. Í fyrirlestrinum hennar Maríu Helgu verður ýmsum umræðuefnum velt upp og þar á meðal þessum þremur: Hvað er kynjakerfið og hvernig hefur það áhrif á íþróttamenningu? Hvað þýða hugtök eins og intersex og kynsegin? Hvernig birtast fordómar á grundvelli kynhneigðar, kynvitundar og kyneinkenna í íþróttum? Hvaða reglur gilda um þátttöku trans og intersex fólks í kynjaskiptum keppnisíþróttum? Og hvað er hægt að gera sem þjálfari eða liðsfélagi til að styðja hinsegin fólk í íþróttum og stuðla að opnu og fordómalausu umhverfi? Fundurinn verður líka tekinn upp og gerður aðgengilegur á heimasíðu ÍSÍ nokkrum dögum seinna. Það er hægt að skrá sig á fundinn hér og lesa meira um fundinn inn á fésbókarsíðu hans.
Aðrar íþróttir Hinsegin Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira