Taka þarf miklu harðar á eigendum hótela Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 22. maí 2016 18:30 Taka þarf miklu harðar á eigendum hótela sem brjóta á starfsfólki og styrkja þarf úrræði sem Vinnueftirlitið hefur til að taka á vinnumansali. Meðal annars mætti skoða hvort eftirlitið fái heimild til að loka gististöðum vegna ítrekaðra brota. Þetta segir forstjóri Vinnueftirlitsins. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú mál erlendrar konu sem var haldið nauðugri í starfi á hóteli á höfuðborgarsvæðinu en fyrst var greint frá málinu í kvöldfréttum Stöðvar tvö á föstudag. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að umrætt hótel sé Hótel Adam við Skólavörðustíg en hótelið komst í fréttirnar fyrr á þessu ári þegar það seldi ferðamönnum kranavatn á flösku. Þá innsiglaði lögreglan í kjölfarið níu herbergi á hótelinu eftir ábendingar frá Heilbrigðiseftirlitinu og Ríkisskattstjóri hefur haft eiganda hótelsins til skoðunar. Hvað þarf að gerast til þess að það verði gripið til aðgerða gegn hótelinu sjálfu og eiganda þess?„Ja, þú spyrð stórt. Mér finnst persónulega að það mætti taka miklu harðar á slíkum hlutum og það er einu sinni þannig að ef brot er á einu sviði að þá er mjög algengt að það sé á öðrum sviðum,“ segir Eyjólfur Sæmundsson, forstjóri Vinnueftirlitsins. „Ef öryggi er í ólagi, þá er líklegra að skattamál séu í ólagi eða vel hugsanlegt, og eins ef skattamál eða launagreiðslur eru ekki í samræmi við samninga er mjög líklegt að aðrir hlutir séu líka í ólagi. Þetta hangir saman.“Eyjólfur Sæmundsson, forstjóri Vinnueftirlitsins.Vísir/StefánGististaðir líkt og Hótel Adam eru með starfsleyfi frá sýslumanni. Þá hefur Vinnueftirlitið í samstarfi við lögregluna, Vinnumálastofnun og Ríkisskattstjóra eftirlit með þessum gististöðum. Greiði rekstraraðili Hótels Adam ekki sína skatta og gjöld hefur Ríkisskattstjóri heimild til að loka staðnum. Eyjólfur bendir hins vegar á að komi upp mál varðandi vinnumansal þá sé enga slíka heimild að finna í lögum. „En ég held að það mætti styrkja ákvæði í okkar lögum, þar er mansal ekki sérstaklega nefnt og okkur ekki með lögum falið sérstaklega að líta eftir því í okkar hefðbundna eftirliti,“ segir Eyjólfur. „Við erum samt þannig á varðbergi að ef það kviknar grunur að þá að sjálfsögðu látum við vita.“ Það gætu verið úrræði sem gerðu Vinnueftirlitinu kleift að rannsaka vinnumansalsmál upp á eigin spýtur. Þannig gæti eftirlitið gripið til þvingunarúrræða eða knúið fram upplýsingar sem síðan yrði grunnurinn að því að málið færi til lögreglu. „Þetta mál er heldur betur áminning um að það er nauðsynlegt að skoða þessa hluti,“ segir Eyjólfur. „Til skamms tíma héldu menn að svona ljótir hlutir væru ekki að gerast á Íslandi. Menn eru að vakna upp við þetta núna, það eru komin upp tvö vinnumansalsmál á tiltölulega skömmum tíma og það hlýtur að vera tekið til skoðunar hvernig menn vilja reyna eftir megni að uppræta slíkt.“ Ferðamennska á Íslandi Hótel Adam Reykjavík Tengdar fréttir Hótelstjórinn á Hótel Adam vildi ekki svara spurningum blaðamanns "Það er ekkert af mér að frétta,“ sagði Ragnar Guðmundsson hótelstjóri þegar blaðamaður leit við á Skólavörðustígnum í dag. 24. febrúar 2016 11:45 Tapparnir geymdir á klósettinu og bjórinn seldur í leyfisleysi Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur gerir ýmsar athugasemdir við gistiheimilið Adam Hótel á Skólavörðustíg. 21. mars 2016 15:48 Lögreglan rannsakar vinnumansal á Hótel Adam Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú mál erlendar konu sem var haldið nauðugri í starfi á Hótel Adam. 21. maí 2016 18:00 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Taka þarf miklu harðar á eigendum hótela sem brjóta á starfsfólki og styrkja þarf úrræði sem Vinnueftirlitið hefur til að taka á vinnumansali. Meðal annars mætti skoða hvort eftirlitið fái heimild til að loka gististöðum vegna ítrekaðra brota. Þetta segir forstjóri Vinnueftirlitsins. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú mál erlendrar konu sem var haldið nauðugri í starfi á hóteli á höfuðborgarsvæðinu en fyrst var greint frá málinu í kvöldfréttum Stöðvar tvö á föstudag. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að umrætt hótel sé Hótel Adam við Skólavörðustíg en hótelið komst í fréttirnar fyrr á þessu ári þegar það seldi ferðamönnum kranavatn á flösku. Þá innsiglaði lögreglan í kjölfarið níu herbergi á hótelinu eftir ábendingar frá Heilbrigðiseftirlitinu og Ríkisskattstjóri hefur haft eiganda hótelsins til skoðunar. Hvað þarf að gerast til þess að það verði gripið til aðgerða gegn hótelinu sjálfu og eiganda þess?„Ja, þú spyrð stórt. Mér finnst persónulega að það mætti taka miklu harðar á slíkum hlutum og það er einu sinni þannig að ef brot er á einu sviði að þá er mjög algengt að það sé á öðrum sviðum,“ segir Eyjólfur Sæmundsson, forstjóri Vinnueftirlitsins. „Ef öryggi er í ólagi, þá er líklegra að skattamál séu í ólagi eða vel hugsanlegt, og eins ef skattamál eða launagreiðslur eru ekki í samræmi við samninga er mjög líklegt að aðrir hlutir séu líka í ólagi. Þetta hangir saman.“Eyjólfur Sæmundsson, forstjóri Vinnueftirlitsins.Vísir/StefánGististaðir líkt og Hótel Adam eru með starfsleyfi frá sýslumanni. Þá hefur Vinnueftirlitið í samstarfi við lögregluna, Vinnumálastofnun og Ríkisskattstjóra eftirlit með þessum gististöðum. Greiði rekstraraðili Hótels Adam ekki sína skatta og gjöld hefur Ríkisskattstjóri heimild til að loka staðnum. Eyjólfur bendir hins vegar á að komi upp mál varðandi vinnumansal þá sé enga slíka heimild að finna í lögum. „En ég held að það mætti styrkja ákvæði í okkar lögum, þar er mansal ekki sérstaklega nefnt og okkur ekki með lögum falið sérstaklega að líta eftir því í okkar hefðbundna eftirliti,“ segir Eyjólfur. „Við erum samt þannig á varðbergi að ef það kviknar grunur að þá að sjálfsögðu látum við vita.“ Það gætu verið úrræði sem gerðu Vinnueftirlitinu kleift að rannsaka vinnumansalsmál upp á eigin spýtur. Þannig gæti eftirlitið gripið til þvingunarúrræða eða knúið fram upplýsingar sem síðan yrði grunnurinn að því að málið færi til lögreglu. „Þetta mál er heldur betur áminning um að það er nauðsynlegt að skoða þessa hluti,“ segir Eyjólfur. „Til skamms tíma héldu menn að svona ljótir hlutir væru ekki að gerast á Íslandi. Menn eru að vakna upp við þetta núna, það eru komin upp tvö vinnumansalsmál á tiltölulega skömmum tíma og það hlýtur að vera tekið til skoðunar hvernig menn vilja reyna eftir megni að uppræta slíkt.“
Ferðamennska á Íslandi Hótel Adam Reykjavík Tengdar fréttir Hótelstjórinn á Hótel Adam vildi ekki svara spurningum blaðamanns "Það er ekkert af mér að frétta,“ sagði Ragnar Guðmundsson hótelstjóri þegar blaðamaður leit við á Skólavörðustígnum í dag. 24. febrúar 2016 11:45 Tapparnir geymdir á klósettinu og bjórinn seldur í leyfisleysi Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur gerir ýmsar athugasemdir við gistiheimilið Adam Hótel á Skólavörðustíg. 21. mars 2016 15:48 Lögreglan rannsakar vinnumansal á Hótel Adam Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú mál erlendar konu sem var haldið nauðugri í starfi á Hótel Adam. 21. maí 2016 18:00 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Hótelstjórinn á Hótel Adam vildi ekki svara spurningum blaðamanns "Það er ekkert af mér að frétta,“ sagði Ragnar Guðmundsson hótelstjóri þegar blaðamaður leit við á Skólavörðustígnum í dag. 24. febrúar 2016 11:45
Tapparnir geymdir á klósettinu og bjórinn seldur í leyfisleysi Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur gerir ýmsar athugasemdir við gistiheimilið Adam Hótel á Skólavörðustíg. 21. mars 2016 15:48
Lögreglan rannsakar vinnumansal á Hótel Adam Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú mál erlendar konu sem var haldið nauðugri í starfi á Hótel Adam. 21. maí 2016 18:00