Taugaveiklun hjá Disney: Rogue One fékk dræmar viðtökur í prufusýningum Birgir Olgeirsson skrifar 31. maí 2016 14:32 Felicity Jones fer með aðalhlutverkið í Rogue One. Næsta Stjörnustríðsmynd er ekki væntanleg í kvikmyndahús fyrr en í desember en nú þegar berast fregnir af slæmum viðtökum. Um er að ræða myndina Rogue One: A Star Wars Story sem fjallar um sveit uppreisnarmanna sem stelur teikningunum að Helstirninu og gerist þar með áður en söguþráður New Hope byrjar. Aðaltökum myndarinnar er löngu lokið og myndin á eftirvinnslustigi en topparnir hjá kvikmyndaveri Disney, sem gefur myndina út, fengu nýverið að sjá fyrstu útgáfuna af myndinni í fullri lengd og voru ekki ánægðir að því er fram kemur á vef Page Six. Er því búið að negla niður tökudaga yfir fjögurra vikna tímabil í júlí næstkomandi til að taka upp einhver atriði myndarinnar aftur eða í sumum tilfellum bæta nýjum við. Page Six segir leikstjóra myndarinnar, Gareth Edwards, þurfa nú að þola að vera undir hæl afar taugaveiklaðra toppa hjá Disney sem munu væntanlega gera miklar kröfur um breytingar. „Disney fer ekki í aftursætið og heimtar breytingar því myndin hefur ekki komið vel út í prufusýningum,“ hefur Page Six eftir heimildarmanni sínum. Heimildarmaðurinn segir jafnframt að boginn sé hátt spenntur hjá Disney eftir gífurlega velgengni sjöundu Stjörnustríðsmyndarinnar, The Force Awakens. „Við berum ábyrgð á þessari kvikmyndaseríu og skuldum aðdáendum hennar að gera eins góða mynd og hægt er.“ Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Fyrsta sýnishornið úr Rogue One: A Star Wars Story Næsta lota af Star Wars æði hefst. 7. apríl 2016 12:00 Hætta ekki framleiðslu nýrra Star Wars mynda á næstunni Disney ætlar að framleiða Star Wars myndir þar til fólk hættir að horfa á þær. 18. nóvember 2015 14:41 Star Wars-mynd tekin upp í leyni á Mýrdalssandi Tökur á kvikmyndinni Rogue One hafa að undanförnu staðið yfir við Hjörleifshöfða og Hafursey. 20. september 2015 13:24 Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Næsta Stjörnustríðsmynd er ekki væntanleg í kvikmyndahús fyrr en í desember en nú þegar berast fregnir af slæmum viðtökum. Um er að ræða myndina Rogue One: A Star Wars Story sem fjallar um sveit uppreisnarmanna sem stelur teikningunum að Helstirninu og gerist þar með áður en söguþráður New Hope byrjar. Aðaltökum myndarinnar er löngu lokið og myndin á eftirvinnslustigi en topparnir hjá kvikmyndaveri Disney, sem gefur myndina út, fengu nýverið að sjá fyrstu útgáfuna af myndinni í fullri lengd og voru ekki ánægðir að því er fram kemur á vef Page Six. Er því búið að negla niður tökudaga yfir fjögurra vikna tímabil í júlí næstkomandi til að taka upp einhver atriði myndarinnar aftur eða í sumum tilfellum bæta nýjum við. Page Six segir leikstjóra myndarinnar, Gareth Edwards, þurfa nú að þola að vera undir hæl afar taugaveiklaðra toppa hjá Disney sem munu væntanlega gera miklar kröfur um breytingar. „Disney fer ekki í aftursætið og heimtar breytingar því myndin hefur ekki komið vel út í prufusýningum,“ hefur Page Six eftir heimildarmanni sínum. Heimildarmaðurinn segir jafnframt að boginn sé hátt spenntur hjá Disney eftir gífurlega velgengni sjöundu Stjörnustríðsmyndarinnar, The Force Awakens. „Við berum ábyrgð á þessari kvikmyndaseríu og skuldum aðdáendum hennar að gera eins góða mynd og hægt er.“
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Fyrsta sýnishornið úr Rogue One: A Star Wars Story Næsta lota af Star Wars æði hefst. 7. apríl 2016 12:00 Hætta ekki framleiðslu nýrra Star Wars mynda á næstunni Disney ætlar að framleiða Star Wars myndir þar til fólk hættir að horfa á þær. 18. nóvember 2015 14:41 Star Wars-mynd tekin upp í leyni á Mýrdalssandi Tökur á kvikmyndinni Rogue One hafa að undanförnu staðið yfir við Hjörleifshöfða og Hafursey. 20. september 2015 13:24 Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Fyrsta sýnishornið úr Rogue One: A Star Wars Story Næsta lota af Star Wars æði hefst. 7. apríl 2016 12:00
Hætta ekki framleiðslu nýrra Star Wars mynda á næstunni Disney ætlar að framleiða Star Wars myndir þar til fólk hættir að horfa á þær. 18. nóvember 2015 14:41
Star Wars-mynd tekin upp í leyni á Mýrdalssandi Tökur á kvikmyndinni Rogue One hafa að undanförnu staðið yfir við Hjörleifshöfða og Hafursey. 20. september 2015 13:24
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein