Mikilvægt hlutverk dagforeldra Skúli Helgason skrifar 31. maí 2016 07:00 Inga Hanna Dagbjartsdóttir, fulltrúi í Barninu, félagi dagforeldra í Reykjavík, skrifar mér opið bréf sem birtist í Fréttablaðinu þann 14. maí síðastliðinn. Í bréfinu bregst Inga við grein sem ég birti hér í blaðinu á dögunum þar sem ég kynnti áform meirihluta Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata um að bjóða yngri börnum leikskólavist. Núgildandi reglur hafa kveðið á um að öll börn komist á leikskóla árið sem þau verða tveggja ára en nú munum við bjóða öllum börnum sem verða 18 mánaða eða eldri í ágúst leikskólapláss.Orð og efndir Þessi áform ættu ekki að koma Ingu eða öðrum á óvart. Það var stefnumál Samfylkingarinnar í síðustu kosningum, sem var vel kynnt í ræðu og riti, að við vildum bjóða yngri börnum inn á leikskólana í áföngum með það að markmiði að börn hefji leikskólanám í síðasta lagi haustið sem þau verða 18 mánaða. Þau fyrirheit verða nú að veruleika í haust. Það er mikilvægur áfangi á þeirri leið að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla en um það segir einmitt í samstarfsyfirlýsingu meirihlutans sem lýsir þeim fyrirheitum sem við viljum efna á kjörtímabilinu: „Áætlun verði unnin um að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla og viðræður teknar upp við ríkisstjórn og Alþingi um að ná því markmiði.“ Samstarfsyfirlýsingin var opinberuð þann 11. júní 2014 þegar meirihlutinn var kynntur til sögunnar.Brúum bilið Starfshópur um brúarsmíðina dró fram sviðsmyndir í fyrra um mismunandi leiðir til að efla leikskólaþjónustu við yngri börn. Næsti áfangi þeirrar vinnu verður að útfæra nánar raunhæfa valkosti í stöðunni og hefur borgarráð nú skipað stýrihóp með fulltrúum allra flokka sem mun einhenda sér í það verkefni. Reikna má með fyrstu niðurstöðum þeirrar vinnu fyrir áramót. Inga segir dagforeldra ítrekað hafa krafið borgina um hærri niðurgreiðslur til foreldra með börn sín hjá dagforeldrum en ætíð fengið þau svör að peningar séu ekki til. Þetta er ekki rétt því þessar niðurgreiðslur hækkuðu verulega árið 2014 og hafa hækkað samtals um rúm 12 prósent sl. tvö ár. Mikilvægt er að skoða vandlega samhengið á milli gjaldskráa leikskóla og dagforeldra með það fyrir augum að minnka þann mun sem lengi hefur verið á milli þessara gjalda. Ég mun beita mér fyrir því að það verði rýnt vandlega í stýrihópnum á næstunni.Mikilvægt hlutverk dagforeldra Í nýrri viðhorfskönnun meðal foreldra barna hjá dagforeldrum kemur fram að 57% hefðu frekar viljað leikskóla, 25% vildu frekar dagforeldri og 18% tóku ekki afstöðu. 59% vildu að leikskóladvöl barna hæfist á aldrinum 12-18 mánaða. Þessar niðurstöður eru skýr vísbending um að áform okkar eru í samræmi við vilja meirihluta foreldra með ung börn. Ég tel þó afar mikilvægt að foreldrar hafi áfram val og margir ungbarnaforeldrar kjósa frekar dagforeldra fyrir börn sín, þar sem áhersla er lögð á persónulega þjónustu í heimilislegu umhverfi. Við viljum tryggja gæði þjónustunnar og í fyrra voru skilgreind gæðaviðmið hennar í samráði við dagforeldra. Við munum leggja áherslu á gott samráð við dagforeldra varðandi áformin sem fram undan eru og bjóða fulltrúum þeirra til funda á næstunni.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 31. maí Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Skúli Helgason Mest lesið Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun Björn veit að þekking þrífst í samfélagi, ekki í einangrun Magnea Rut Gunnarsdóttir Skoðun Við erum ekki Rússland Sigmar Guðmundsson Skoðun Er ný ESB-langavitleysa íslenzkrar ríkisstjórnar í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Rektorskjör HÍ Soffía Auður Birgisdóttir Skoðun Silja Bára - öflugur málsvari sjálfbærni og loftslagsmála Íris Lind Sæmundsdóttir Skoðun Kjöt og krabbamein Hulda María Einarsdóttir,Jórunn Atladóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Evrópusambandið og upplýsingalæsi Ægir Örn Arnarson Skoðun Af hverju veljum við Silju Báru? Auður Birna Stefánsdóttir,Pia Hansson Skoðun Íslendingar eru dónalegir, óhófsamir, þjófóttir villimenn Sif Sigmarsdóttir Fastir pennar Skoðun Skoðun Virðisaukaskattur og sveitarfélög – ekki er allt sem sýnist Helgi Már Jósepsson,Tina Paic skrifar Skoðun Græðgin, vísindin og spilakassarnir Kristján Jónasson,Alma Hafsteinsdóttir,Steinn Guðmundsson,Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Kjöt og krabbamein Hulda María Einarsdóttir,Jórunn Atladóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Rektorskjör HÍ Soffía Auður Birgisdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir háskólanema í rektorskjöri Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið og upplýsingalæsi Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Björn veit að þekking þrífst í samfélagi, ekki í einangrun Magnea Rut Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára - öflugur málsvari sjálfbærni og loftslagsmála Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju veljum við Silju Báru? Auður Birna Stefánsdóttir,Pia Hansson skrifar Skoðun Við erum ekki Rússland Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ný ESB-langavitleysa íslenzkrar ríkisstjórnar í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Ríkisábyrgð á 1.490 milljarða króna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver reif kjaft við hvern? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kjósum opnara grunnnám Toby Erik Wikström skrifar Skoðun Magnús Karl er hæfastur rektorsframbjóðenda Ástráður Eysteinsson skrifar Skoðun Betri starfsaðstæður og skilvirkari háskóli Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar Skoðun Allt fyrir samansúrrað pólitískt og peningalegt vald? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Vopnakaup íslenska ráðamanna Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Samstaðan er óstöðvandi afl Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hegða sér eins og ofdekraðir unglingar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Inga Hanna Dagbjartsdóttir, fulltrúi í Barninu, félagi dagforeldra í Reykjavík, skrifar mér opið bréf sem birtist í Fréttablaðinu þann 14. maí síðastliðinn. Í bréfinu bregst Inga við grein sem ég birti hér í blaðinu á dögunum þar sem ég kynnti áform meirihluta Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata um að bjóða yngri börnum leikskólavist. Núgildandi reglur hafa kveðið á um að öll börn komist á leikskóla árið sem þau verða tveggja ára en nú munum við bjóða öllum börnum sem verða 18 mánaða eða eldri í ágúst leikskólapláss.Orð og efndir Þessi áform ættu ekki að koma Ingu eða öðrum á óvart. Það var stefnumál Samfylkingarinnar í síðustu kosningum, sem var vel kynnt í ræðu og riti, að við vildum bjóða yngri börnum inn á leikskólana í áföngum með það að markmiði að börn hefji leikskólanám í síðasta lagi haustið sem þau verða 18 mánaða. Þau fyrirheit verða nú að veruleika í haust. Það er mikilvægur áfangi á þeirri leið að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla en um það segir einmitt í samstarfsyfirlýsingu meirihlutans sem lýsir þeim fyrirheitum sem við viljum efna á kjörtímabilinu: „Áætlun verði unnin um að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla og viðræður teknar upp við ríkisstjórn og Alþingi um að ná því markmiði.“ Samstarfsyfirlýsingin var opinberuð þann 11. júní 2014 þegar meirihlutinn var kynntur til sögunnar.Brúum bilið Starfshópur um brúarsmíðina dró fram sviðsmyndir í fyrra um mismunandi leiðir til að efla leikskólaþjónustu við yngri börn. Næsti áfangi þeirrar vinnu verður að útfæra nánar raunhæfa valkosti í stöðunni og hefur borgarráð nú skipað stýrihóp með fulltrúum allra flokka sem mun einhenda sér í það verkefni. Reikna má með fyrstu niðurstöðum þeirrar vinnu fyrir áramót. Inga segir dagforeldra ítrekað hafa krafið borgina um hærri niðurgreiðslur til foreldra með börn sín hjá dagforeldrum en ætíð fengið þau svör að peningar séu ekki til. Þetta er ekki rétt því þessar niðurgreiðslur hækkuðu verulega árið 2014 og hafa hækkað samtals um rúm 12 prósent sl. tvö ár. Mikilvægt er að skoða vandlega samhengið á milli gjaldskráa leikskóla og dagforeldra með það fyrir augum að minnka þann mun sem lengi hefur verið á milli þessara gjalda. Ég mun beita mér fyrir því að það verði rýnt vandlega í stýrihópnum á næstunni.Mikilvægt hlutverk dagforeldra Í nýrri viðhorfskönnun meðal foreldra barna hjá dagforeldrum kemur fram að 57% hefðu frekar viljað leikskóla, 25% vildu frekar dagforeldri og 18% tóku ekki afstöðu. 59% vildu að leikskóladvöl barna hæfist á aldrinum 12-18 mánaða. Þessar niðurstöður eru skýr vísbending um að áform okkar eru í samræmi við vilja meirihluta foreldra með ung börn. Ég tel þó afar mikilvægt að foreldrar hafi áfram val og margir ungbarnaforeldrar kjósa frekar dagforeldra fyrir börn sín, þar sem áhersla er lögð á persónulega þjónustu í heimilislegu umhverfi. Við viljum tryggja gæði þjónustunnar og í fyrra voru skilgreind gæðaviðmið hennar í samráði við dagforeldra. Við munum leggja áherslu á gott samráð við dagforeldra varðandi áformin sem fram undan eru og bjóða fulltrúum þeirra til funda á næstunni.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 31. maí
Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur og sveitarfélög – ekki er allt sem sýnist Helgi Már Jósepsson,Tina Paic skrifar
Skoðun Græðgin, vísindin og spilakassarnir Kristján Jónasson,Alma Hafsteinsdóttir,Steinn Guðmundsson,Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar
Skoðun Björn veit að þekking þrífst í samfélagi, ekki í einangrun Magnea Rut Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar
Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar
Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar
Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar
Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun