Horfðu hundrað milljón sinnum á hrollvekju sem var frumsýnd á Snapchat Birgir Olgeirsson skrifar 7. júní 2016 11:06 YouTube-stjarnan Andrea Russett fer með aðalhlutverkið í Sickhouse. Vimeo Bandaríska hryllingsmyndin Sickhouse er að fá töluverða umfjöllun í fjölmiðlum vestanhafs en ekki vegna gæða heldur þeirrar staðreyndar að hún var tekin upp á Snapchat-formi. Myndin er alfarið tekin upp á iPhone-símum en áður en hún 68 mínútna útgáfan af henni stóð netverjum til boða að niðurhala á Vimeo, þá var hún birt á Snapchat-reikningi aðalleikkonu myndarinnar Andreu Russett. Söguþráður myndarinnar kannast eflaust flestir aðdáendur hryllingsmynda við, hópur unglinga ákveður að kanna uppruna draugasögu úti í miðjum skógi. Allt er þetta tekið upp á iPhone-síma með tilheyrandi hristingi og reynt að gefa sögunni þannig raunverulegan blæ.Eins og Vulture bendir á er þetta form ekki nýtt og margar myndir litið dagsins ljós í svokölluðu „found footage“-formi frá því The Blair Witch Project sló í gegn árið 1999. Það sem er hins vegar nýtt við þessa mynd, líkt og áður sagði, er að hún var frumsýnd á Snapchat-reikningi YouTube-stjörnunnar Andreu Russet. 2,5 milljónir fylgja henni á YouTube og hundruð þúsunda á Snapchat. Áður en myndin var sett á Vimeo var búið að horfa á hana 100 milljón sinnum á Snapchat. Í umfjöllun Vulture kemur fram að Sickhouse er sannarlega eftirbátur Blair Witch Project en því er þó haldið fram að hún nái að fanga maníuna í kringum samfélagsmiðla á borð við Snapchat þar sem stöðugt er verið að fylgjast með öðrum. Hægt er að sjá brot úr myndinni hér fyrir neðan: SICKHOUSE -- The Made for Mobile Movie from Indigenous Media on Vimeo. Bíó og sjónvarp Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Bandaríska hryllingsmyndin Sickhouse er að fá töluverða umfjöllun í fjölmiðlum vestanhafs en ekki vegna gæða heldur þeirrar staðreyndar að hún var tekin upp á Snapchat-formi. Myndin er alfarið tekin upp á iPhone-símum en áður en hún 68 mínútna útgáfan af henni stóð netverjum til boða að niðurhala á Vimeo, þá var hún birt á Snapchat-reikningi aðalleikkonu myndarinnar Andreu Russett. Söguþráður myndarinnar kannast eflaust flestir aðdáendur hryllingsmynda við, hópur unglinga ákveður að kanna uppruna draugasögu úti í miðjum skógi. Allt er þetta tekið upp á iPhone-síma með tilheyrandi hristingi og reynt að gefa sögunni þannig raunverulegan blæ.Eins og Vulture bendir á er þetta form ekki nýtt og margar myndir litið dagsins ljós í svokölluðu „found footage“-formi frá því The Blair Witch Project sló í gegn árið 1999. Það sem er hins vegar nýtt við þessa mynd, líkt og áður sagði, er að hún var frumsýnd á Snapchat-reikningi YouTube-stjörnunnar Andreu Russet. 2,5 milljónir fylgja henni á YouTube og hundruð þúsunda á Snapchat. Áður en myndin var sett á Vimeo var búið að horfa á hana 100 milljón sinnum á Snapchat. Í umfjöllun Vulture kemur fram að Sickhouse er sannarlega eftirbátur Blair Witch Project en því er þó haldið fram að hún nái að fanga maníuna í kringum samfélagsmiðla á borð við Snapchat þar sem stöðugt er verið að fylgjast með öðrum. Hægt er að sjá brot úr myndinni hér fyrir neðan: SICKHOUSE -- The Made for Mobile Movie from Indigenous Media on Vimeo.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein