Handbolti

Hópurinn fyrir leikina gegn Portúgal | Snorri og Alexander ekki með

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Snorri Steinn verður ekki með vegna meiðsla.
Snorri Steinn verður ekki með vegna meiðsla. vísir/getty
Geir Sveinsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, tilkynnti nú í hádeginu hópinn sem mætir Portúgal í tveimur umspilsleikjum um laust sæti á HM í Frakklandi 2017.

Geir valdi 22 leikmenn í hópinn en valið á Björgvini Hólmgeirssyni kemur einna mest á óvart. Janus Daði Smárason, besti leikmaður Olís-deildar karla á síðasta tímabili, er einnig í hópnum sem og Hreiðar Levý Guðmundsson, markvörður Akureyrar.

Íslenska liðið verður þó án Snorra Steins Guðjónssonar sem er enn frá vegna meiðsla. Þá er Alexander Petersson ekki í hópnum.

Fyrri leikurinn gegn Portúgal fer fram í Laugardalshöllinni 12. júní og sá síðari í Porto 16. júní.

Hópurinn er þannig skipaður:

Markmenn:

Aron Rafn Eðvarðsson, Alaborg

Björgvin Páll Gústavsson, Die Bergische Handball Club

Hreiðar Levý Guðmundsson, Akureyri

Aðrir leikmenn:

Arnór Atlason, St. Raphael

Arnór Þór Gunnarsson, Die Bergische Handball Club

Aron Pálmarsson, MKB Veszprém

Ásgeir Örn Hallgrímsson, Nimes

Bjarki Már Elísson, Fuchse Berlin

Bjarki Már Gunnarsson, Aue

Björgvin Hólmgeirsson, Al Wasl SC

Guðjón Valur Sigurðsson, FC Barcelona

Guðmundur Hólmar Helgason, Valur

Guðmundur Árni Ólafsson, Mors Thy Handball

Gunnar Steinn Jónsson, VFL Gummersbach

Kári Kristján Kristjánsson, ÍBV

Janus Daði Smárason, Haukar

Ólafur Andrés Guðmundsson, IFK Kristianstad

Róbert Gunnarsson, Paris Handball

Rúnar Kárason, TSV Hannover-Burgdorf

Stefán Rafn Sigurmannsson, Rhein-Neckar Löwen

Tandri Konráðsson, Ricoh HK

Vignir Svavarsson, HC Midtjylland ApS




Fleiri fréttir

Sjá meira


×