Vilja sækja um aðild Íslands að evrópsku geimvísindastofnuninni Jóhann Óli Eiðsson skrifar 1. júní 2016 23:17 Helgi Hrafn Gunnarsson er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. vísir/gva Þrettán þingmenn hafa lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að utanríkisráðherra skuli sækja um aðild Íslands að Geimvísindastofnun Evrópu. Fyrsti flutningsmaður tillögunnar er Píratinn Helgi Hrafn Gunnarsson. Geimvísindastofnun Evrópu var sett á laggirnar árið 1975 og eru aðildarríki hennar nú 22 talsins. Öll Norðurlöndin eru aðilar að ESA, að frátöldu Íslandi. Helstu verkefni stofnunarinnar lúta m.a. að framkvæmd og útfærslu langtímastefnu í geimvísindum og tillögum um sameiginleg markmið aðildarríkjanna í geimvísindum sem og annarra alþjóðastofnana. Í greinargerð með tillögunni segir að mikil þörf sé á að stjórnvöld móti atvinnustefnu á Íslandi með nýjum vaxtartækifærum svo vel menntað vinnuafl nýtist til fulls. Með aðild að stofnuninni sé hægt að efla atvinnumöguleika á sviði tækni og vísinda hér á landi. „Tillagan felur í sér aukningu á útgjöldum ríkissjóðs en sú aukning ætti að skila sér til baka í formi verkefna sem síðan styðja við innlendar rannsóknir, ásamt því að veita ný menntunar- og atvinnutækifæri til frambúðar,“ segir meðal annars í greinargerðinni sem lesa má í heild sinni hér. Allir þingmenn Pírata standa að tillögunni. Þá koma níu þingmenn úr öðrum stjórnarandstöðuflokkum, þrír úr hverjum þeirra. Vilhjálmur Árnason, Sjálfstæðisflokki, er eini meðflutningsmaður meirihlutans.Leiðrétt: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði í fyrirsögn að ályktunin sneri að Geimferðastofnun Evrópu. Það er rangnefni sem hefur nú verið leiðrétt. Alþingi Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Þrettán þingmenn hafa lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að utanríkisráðherra skuli sækja um aðild Íslands að Geimvísindastofnun Evrópu. Fyrsti flutningsmaður tillögunnar er Píratinn Helgi Hrafn Gunnarsson. Geimvísindastofnun Evrópu var sett á laggirnar árið 1975 og eru aðildarríki hennar nú 22 talsins. Öll Norðurlöndin eru aðilar að ESA, að frátöldu Íslandi. Helstu verkefni stofnunarinnar lúta m.a. að framkvæmd og útfærslu langtímastefnu í geimvísindum og tillögum um sameiginleg markmið aðildarríkjanna í geimvísindum sem og annarra alþjóðastofnana. Í greinargerð með tillögunni segir að mikil þörf sé á að stjórnvöld móti atvinnustefnu á Íslandi með nýjum vaxtartækifærum svo vel menntað vinnuafl nýtist til fulls. Með aðild að stofnuninni sé hægt að efla atvinnumöguleika á sviði tækni og vísinda hér á landi. „Tillagan felur í sér aukningu á útgjöldum ríkissjóðs en sú aukning ætti að skila sér til baka í formi verkefna sem síðan styðja við innlendar rannsóknir, ásamt því að veita ný menntunar- og atvinnutækifæri til frambúðar,“ segir meðal annars í greinargerðinni sem lesa má í heild sinni hér. Allir þingmenn Pírata standa að tillögunni. Þá koma níu þingmenn úr öðrum stjórnarandstöðuflokkum, þrír úr hverjum þeirra. Vilhjálmur Árnason, Sjálfstæðisflokki, er eini meðflutningsmaður meirihlutans.Leiðrétt: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði í fyrirsögn að ályktunin sneri að Geimferðastofnun Evrópu. Það er rangnefni sem hefur nú verið leiðrétt.
Alþingi Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira