„Alltaf ánægjulegt að finna fyrir auknu fylgi“ Birgir Olgeirsson skrifar 13. júní 2016 10:31 Halla Tómasdóttir vísir/hanna „Það er alltaf ánægjulegt að finna fyrir auknu fylgi. Það er auðvitað gleðiefni,“ segir Halla Tómasdóttir sem bætir töluverðu fylgi við sig í könnun sem félagsvísindastofnun Háskóla Íslands framkvæmdi fyrir Morgunblaðið. Þar mælist Halla með 12 prósenta fylgi og fer í fyrsta skiptið upp fyrir Andra Snæ Magnason sem mælist með 11 prósenta fylgi. Halla hefur verið að sækja í sig veðrið á undanförnum mánuði en í könnun stofnunarinnar fyrir mánuði mældist Halla aðeins með 1,5 prósent fylgi. „Ég hef haldið áfram að hitta fólk og tala fyrir því sem ég hef trú á og þá er auðvitað bara jákvætt að finna að það er að komast í gegn og fleiri sem vita hver ég er og hafa fengið tækifæri til að heyra fyrir hvað ég vil standa og hvaða framtíðarsýn ég hef,“ segir Halla í samtali við Vísi um fylgisaukninguna. Hún er nú á leið til Frakklands til að fylgjast með landsliði karla keppa á Evrópumótinu í knattspyrnu en hún vildi ekki ganga svo langt að sjá fylgisaukningu sína sem einhvern fyrirboða um árangur okkar manna á mótinu. „Allavega veit ég að landsliðin okkar, bæði kvenna og karla, hafa náð árangri því þau lögðu góðan grunn og settu sér framtíðarsýn og unnu ötullega á grunni góðra gilda. Ég held að það hafi verið leiðtogar eða þjálfarar sem komu inn á réttum tíma sem létu þennan árangur þeirra gerast með sígandi lukku. Ég ætla bara að leyfa mér að segja að sú sýn sem ég hef fyrir Ísland er sú sama og þeir þjálfarar höfðu fyrir landsliðin. Ef maður byggir á góðum gildum kemur árangurinn með tíma en það útheimtir vinnu.“ Forsetakosningar 2016 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Innlent Fleiri fréttir Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Sjá meira
„Það er alltaf ánægjulegt að finna fyrir auknu fylgi. Það er auðvitað gleðiefni,“ segir Halla Tómasdóttir sem bætir töluverðu fylgi við sig í könnun sem félagsvísindastofnun Háskóla Íslands framkvæmdi fyrir Morgunblaðið. Þar mælist Halla með 12 prósenta fylgi og fer í fyrsta skiptið upp fyrir Andra Snæ Magnason sem mælist með 11 prósenta fylgi. Halla hefur verið að sækja í sig veðrið á undanförnum mánuði en í könnun stofnunarinnar fyrir mánuði mældist Halla aðeins með 1,5 prósent fylgi. „Ég hef haldið áfram að hitta fólk og tala fyrir því sem ég hef trú á og þá er auðvitað bara jákvætt að finna að það er að komast í gegn og fleiri sem vita hver ég er og hafa fengið tækifæri til að heyra fyrir hvað ég vil standa og hvaða framtíðarsýn ég hef,“ segir Halla í samtali við Vísi um fylgisaukninguna. Hún er nú á leið til Frakklands til að fylgjast með landsliði karla keppa á Evrópumótinu í knattspyrnu en hún vildi ekki ganga svo langt að sjá fylgisaukningu sína sem einhvern fyrirboða um árangur okkar manna á mótinu. „Allavega veit ég að landsliðin okkar, bæði kvenna og karla, hafa náð árangri því þau lögðu góðan grunn og settu sér framtíðarsýn og unnu ötullega á grunni góðra gilda. Ég held að það hafi verið leiðtogar eða þjálfarar sem komu inn á réttum tíma sem létu þennan árangur þeirra gerast með sígandi lukku. Ég ætla bara að leyfa mér að segja að sú sýn sem ég hef fyrir Ísland er sú sama og þeir þjálfarar höfðu fyrir landsliðin. Ef maður byggir á góðum gildum kemur árangurinn með tíma en það útheimtir vinnu.“
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Innlent Fleiri fréttir Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Sjá meira