Aron: Sjáum að þjóðinni þykir enn vænt um handboltann Guðmundur Marinó Ingvarsson í Laugardalshöll skrifar 12. júní 2016 19:42 Aron í leiknum í kvöld, en hann skoraði sex mörk. vísir/stefán Aron Pálmarsson bar fyrirliðabandið í kvöld þegar Ísland vann Portúgals í fyrri leiknum í umspili um laust sæti á HM í Frakklandi 2017. Þetta var þetta í fyrsta sinn sem hann leiddi íslenska A-landsliðið inn á keppnisvöll. „Það var gæsahúð. Maður var pínu smeykur við áhorfendafjöldan en ég er fáránlega stoltur að labba inn í þetta, full höll,“ sagði Aron. „Geir spurði mig hvort ég væri klár í þetta í hádeginu og svaraði því auðvitað játandi og ég viðurkenni það að ég fékk fiðring í magann. Þetta var aðeins öðruvísi en það er alveg hægt að venjast þessu.“ Umgjörðin hjá HSÍ var frábær fyrir þennan leik. Mikið um að vera fyrir áhorfendur fyrir leik og öllu tjaldað til. „Þetta var algjörlega meiriháttar. Aðstæður eru erfiðar og fótboltinn er eðlilega búinn að taka mikla athygli og maður er sjálfur mjög spenntur fyrir EM í fótbolta en HSÍ gerði þetta hrikalega vel og við sjáum að þjóðinni þykir enn vænt um handboltann,“ sagði Aron en Laugardalshöllinn var full í kvöld. „Ég bjóst við leiknum svona en þegar við náðum fimm marka forystu í seinni hálfleik þá hefði ég viljað gjörsamlega klára þá og ná sjötta, sjöunda og enda kannski þar.Sjá einnig:Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Portúgal 26-23 | Strákarnir fara með þrjú mörk til Portúgal „Þrjú mörk í handbolta er ekki neitt en mér finnst við vera með það betra lið að við eigum að fara til Portúgals og vinna. Við eigum ekki að reyna að verja þessi mörk en ef við förum í þannig pælingar er gott að þeir skoruðu ekki mikið. Ef við förum yfir 23 mörk þá erum við komnir með fjórða markið þannig séð. „Við eigum bara að einbeita okkur að okkur sjálfum og fara í þann leik 0-0 og vinna hann,“ sagði Aron en íslenska liðið á mikið inni sóknarlega fyrir seinni leikinn og þá ekki síst í hröðum upphlaupum. „Seinni bylgjan var mjög léleg hjá okkur. Hún var óskipulögð og við hlupum illa. Við töluðum um það í hálfleik. Það var eina sem vantaði. Við fengum færin sóknarlega. Það var ekki vesenið en hann er flottur í markinu hjá þeim. „Markvarslan og vörnin var geggjuð í dag, sérstaklega í fyrri hálfleik en við þurfum að vera skipulagðari sóknarlega. Manni leið ekki vel að hlaupa. Við vorum ekki nógu mikið með eitthvað í gangi en við lögum það fyrir seinni leikinn,“ sagði Aron. Íslenski handboltinn Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti N-Írland - Ísland | Stelpurnar okkar verja sætið í umspili Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Fleiri fréttir Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Sjá meira
Aron Pálmarsson bar fyrirliðabandið í kvöld þegar Ísland vann Portúgals í fyrri leiknum í umspili um laust sæti á HM í Frakklandi 2017. Þetta var þetta í fyrsta sinn sem hann leiddi íslenska A-landsliðið inn á keppnisvöll. „Það var gæsahúð. Maður var pínu smeykur við áhorfendafjöldan en ég er fáránlega stoltur að labba inn í þetta, full höll,“ sagði Aron. „Geir spurði mig hvort ég væri klár í þetta í hádeginu og svaraði því auðvitað játandi og ég viðurkenni það að ég fékk fiðring í magann. Þetta var aðeins öðruvísi en það er alveg hægt að venjast þessu.“ Umgjörðin hjá HSÍ var frábær fyrir þennan leik. Mikið um að vera fyrir áhorfendur fyrir leik og öllu tjaldað til. „Þetta var algjörlega meiriháttar. Aðstæður eru erfiðar og fótboltinn er eðlilega búinn að taka mikla athygli og maður er sjálfur mjög spenntur fyrir EM í fótbolta en HSÍ gerði þetta hrikalega vel og við sjáum að þjóðinni þykir enn vænt um handboltann,“ sagði Aron en Laugardalshöllinn var full í kvöld. „Ég bjóst við leiknum svona en þegar við náðum fimm marka forystu í seinni hálfleik þá hefði ég viljað gjörsamlega klára þá og ná sjötta, sjöunda og enda kannski þar.Sjá einnig:Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Portúgal 26-23 | Strákarnir fara með þrjú mörk til Portúgal „Þrjú mörk í handbolta er ekki neitt en mér finnst við vera með það betra lið að við eigum að fara til Portúgals og vinna. Við eigum ekki að reyna að verja þessi mörk en ef við förum í þannig pælingar er gott að þeir skoruðu ekki mikið. Ef við förum yfir 23 mörk þá erum við komnir með fjórða markið þannig séð. „Við eigum bara að einbeita okkur að okkur sjálfum og fara í þann leik 0-0 og vinna hann,“ sagði Aron en íslenska liðið á mikið inni sóknarlega fyrir seinni leikinn og þá ekki síst í hröðum upphlaupum. „Seinni bylgjan var mjög léleg hjá okkur. Hún var óskipulögð og við hlupum illa. Við töluðum um það í hálfleik. Það var eina sem vantaði. Við fengum færin sóknarlega. Það var ekki vesenið en hann er flottur í markinu hjá þeim. „Markvarslan og vörnin var geggjuð í dag, sérstaklega í fyrri hálfleik en við þurfum að vera skipulagðari sóknarlega. Manni leið ekki vel að hlaupa. Við vorum ekki nógu mikið með eitthvað í gangi en við lögum það fyrir seinni leikinn,“ sagði Aron.
Íslenski handboltinn Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti N-Írland - Ísland | Stelpurnar okkar verja sætið í umspili Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Fleiri fréttir Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Sjá meira