Íslendingur á flugvellinum í Istanbúl: „Ríkir óvissuástand í flugvélinni“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 28. júní 2016 22:35 Vélin átti að lenda á sama tíma og sprengjurnar sprungu. Að minnsta kosti þrjátíu eru látnir. vísir/epa „Fólk er að segja hér að sprengjurnar hafi sprungið korteri áður en við lentum. Það vill svo til að þessari vél seinkaði einmitt um eitthvað álíka þannig að við vorum kannski bara svolítið heppin,“ segir Linda Björk Bryndísardóttir, sem stödd er í flugvél við Ataturk-flugvöllinn í Istanbúl, þar sem gerðar hafa verið að minnsta kosti þrjár sjálfsvígsárásir í kvöld. Linda, sem er um borð í vél Turkish Airlines, segir óvissuástand ríkja í flugvélinni þessa stundina, en hún býst við að vera í vélinni næstu fjórar klukkustundirnar. „Það er búið að gefa okkur að drekka og borða og það eru flestir hérna í símunum sínum að lesa fréttirnar. Starfsfólkið er ekki að gefa okkur of miklar upplýsingar en aðallega að upplýsa okkur um að allir séu öruggir. En það ríkir óvissuástand í flugvélinni eins og er," segir hún, en Linda millilenti í Istanbúl þaðan sem hún hugðist fara til San Francisco þar sem hún býr.Blikkljós í fjarska Linda segir að vélinni hafi verið ekið nokkurn spöl frá flugvellinum eftir að henni var lent. Aðspurð segist hún hvorki sjá reyk né eld frá flugstöðinni. „Það sem ég sé út um gluggann núna er að það virðist sem þeir hafi lagt vélinni frá flugvellinum sjálfum. Við erum í einhverju svona skýli núna. Ég var að svipast um eftir lögreglubílum, en sé ekkert svoleiðis. Það eru einhver blikkljós í fjarska en það er allt og sumt.“ Aðspurð segist hún ekki finna fyrir hræðslu á meðal farþega, frekar óróleika. „Í upphafi kom það mér svolítið á óvart hversu rólegt fólkið var. Það var meira svona ruglingur í gangi, fólk vissi ekki hvað var að gerast. Það voru ekki allir með internet þannig að farþegar voru að upplýsa hvern annan um leið og frekari fréttir bárust,“ útskýrir Linda.Þakkar fyrir að hafa ekki verið komin inn á flugvöll Linda segist ekki vita til þess að aðrir Íslendingar séu um borð, en sjálf var hún að koma frá Nice í Frakklandi, þar sem hún fylgdist með íslenska landsliðinu spila á Evrópumótinu í knattspyrnu. „Ég er búin að fara á alla fjóra leikina. Maður var hræddur um að eitthvað svona gæti gerst í Frakklandi, en það var svo ekki fyrr en maður fór frá landi að svo varð,“ segir hún og þakkar í leiðinni fyrir að seinkun hafi orðið á fluginu hennar. „Ég heyrði af því að atburðirnir hafi átt sér stað í brottfararsalnum en burt séð frá því þakkar maður fyrir að hafa ekki verið á svæðinu. Það er bara svo ótrúlegt að þetta skuli gerast.“ Fréttir af flugi Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Fleiri fréttir Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Sjá meira
„Fólk er að segja hér að sprengjurnar hafi sprungið korteri áður en við lentum. Það vill svo til að þessari vél seinkaði einmitt um eitthvað álíka þannig að við vorum kannski bara svolítið heppin,“ segir Linda Björk Bryndísardóttir, sem stödd er í flugvél við Ataturk-flugvöllinn í Istanbúl, þar sem gerðar hafa verið að minnsta kosti þrjár sjálfsvígsárásir í kvöld. Linda, sem er um borð í vél Turkish Airlines, segir óvissuástand ríkja í flugvélinni þessa stundina, en hún býst við að vera í vélinni næstu fjórar klukkustundirnar. „Það er búið að gefa okkur að drekka og borða og það eru flestir hérna í símunum sínum að lesa fréttirnar. Starfsfólkið er ekki að gefa okkur of miklar upplýsingar en aðallega að upplýsa okkur um að allir séu öruggir. En það ríkir óvissuástand í flugvélinni eins og er," segir hún, en Linda millilenti í Istanbúl þaðan sem hún hugðist fara til San Francisco þar sem hún býr.Blikkljós í fjarska Linda segir að vélinni hafi verið ekið nokkurn spöl frá flugvellinum eftir að henni var lent. Aðspurð segist hún hvorki sjá reyk né eld frá flugstöðinni. „Það sem ég sé út um gluggann núna er að það virðist sem þeir hafi lagt vélinni frá flugvellinum sjálfum. Við erum í einhverju svona skýli núna. Ég var að svipast um eftir lögreglubílum, en sé ekkert svoleiðis. Það eru einhver blikkljós í fjarska en það er allt og sumt.“ Aðspurð segist hún ekki finna fyrir hræðslu á meðal farþega, frekar óróleika. „Í upphafi kom það mér svolítið á óvart hversu rólegt fólkið var. Það var meira svona ruglingur í gangi, fólk vissi ekki hvað var að gerast. Það voru ekki allir með internet þannig að farþegar voru að upplýsa hvern annan um leið og frekari fréttir bárust,“ útskýrir Linda.Þakkar fyrir að hafa ekki verið komin inn á flugvöll Linda segist ekki vita til þess að aðrir Íslendingar séu um borð, en sjálf var hún að koma frá Nice í Frakklandi, þar sem hún fylgdist með íslenska landsliðinu spila á Evrópumótinu í knattspyrnu. „Ég er búin að fara á alla fjóra leikina. Maður var hræddur um að eitthvað svona gæti gerst í Frakklandi, en það var svo ekki fyrr en maður fór frá landi að svo varð,“ segir hún og þakkar í leiðinni fyrir að seinkun hafi orðið á fluginu hennar. „Ég heyrði af því að atburðirnir hafi átt sér stað í brottfararsalnum en burt séð frá því þakkar maður fyrir að hafa ekki verið á svæðinu. Það er bara svo ótrúlegt að þetta skuli gerast.“
Fréttir af flugi Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Fleiri fréttir Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Sjá meira