Látum vegakerfið ekki grotna niður Helga Árnadóttir skrifar 8. júlí 2016 07:00 Á sameiginlegum fundi Vegagerðarinnar og Samtaka ferðaþjónustunnar sem haldinn var fyrir skömmu kom fram að innan Vegagerðarinnar er nú unnið að því að reikna út verðmæti vegakerfis landsins. Fyrstu niðurstöður benda til að verðmæti þess geti verið á bilinu 600-700 milljarðar króna, þ.e. vegir, brýr, jarðgöng og stofnbrautir. Deila má um hver „rétt afskrift“ er af áætlaðri fjármunaeign, en ef stuðst er við þriggja prósenta afskrift eins og Hagstofa Íslands gerir, þyrfti að verja um 19-21 milljörðum króna á ári til að viðhalda verðmætum í vegakerfinu. Í samgönguáætlun er aftur á móti gert ráð fyrir 6-7 milljörðum króna í viðhald í ár og á næsta ári, eða þrefalt lægri fjárhæð en þyrfti. Vegakerfið er á mörgum stöðum löngu komið að þolmörkum og á sumum stöðum er það hreinlega ónýtt. Það er illa farið með eignir okkar landsmanna að láta þær rýrna með ónógri endurnýjun. Gott, greiðfært og hagkvæmt samgöngukerfi kemur öllum til góða. Fyrir ferðaþjónustuna er vegakerfið grundvöllur þess að dreifa ferðamönnum um landið til að allir landshlutar njóti góðs af fjölgun þeirra. Fjölgun ferðamanna hefur verið sannkölluð vítamínsprauta fyrir efnahag landsins. Á síðasta ári námu gjaldeyristekjur af ferðaþjónustunni tæplega 370 milljörðum króna. Samkvæmt Hagstofu Íslands var fjöldi launþega í atvinnugreinum sem tengjast ferðaþjónustu um tíu prósent af heildarfjölda starfa. Skattar á tekjur og hagnað einstaklinga alls voru um 292 milljarðar króna. Það munar um tíu prósent þeirra skattþegna. Til viðbótar námu heildartekjur af bensíngjaldi, kílómetragjaldi, olíugjaldi og bifreiðagjöldum um 22 milljörðum króna og þar skipta flutningar tengdir ferðaþjónustunni mestu. Góðar samgöngur eru ein af grunnstoðum þess að ferðamenn haldi áfram að skila þjóðarbúinu miklum og vaxandi tekjum. Því ber að fagna nýlegum orðum fjármálaráðherra, sem segist vilja stórefla alla innviðauppbyggingu. En orðum þurfa að fylgja athafnir, við verðum að tryggja sómasamlegt viðhald. vegakerfisins.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Helga Árnadóttir Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Á sameiginlegum fundi Vegagerðarinnar og Samtaka ferðaþjónustunnar sem haldinn var fyrir skömmu kom fram að innan Vegagerðarinnar er nú unnið að því að reikna út verðmæti vegakerfis landsins. Fyrstu niðurstöður benda til að verðmæti þess geti verið á bilinu 600-700 milljarðar króna, þ.e. vegir, brýr, jarðgöng og stofnbrautir. Deila má um hver „rétt afskrift“ er af áætlaðri fjármunaeign, en ef stuðst er við þriggja prósenta afskrift eins og Hagstofa Íslands gerir, þyrfti að verja um 19-21 milljörðum króna á ári til að viðhalda verðmætum í vegakerfinu. Í samgönguáætlun er aftur á móti gert ráð fyrir 6-7 milljörðum króna í viðhald í ár og á næsta ári, eða þrefalt lægri fjárhæð en þyrfti. Vegakerfið er á mörgum stöðum löngu komið að þolmörkum og á sumum stöðum er það hreinlega ónýtt. Það er illa farið með eignir okkar landsmanna að láta þær rýrna með ónógri endurnýjun. Gott, greiðfært og hagkvæmt samgöngukerfi kemur öllum til góða. Fyrir ferðaþjónustuna er vegakerfið grundvöllur þess að dreifa ferðamönnum um landið til að allir landshlutar njóti góðs af fjölgun þeirra. Fjölgun ferðamanna hefur verið sannkölluð vítamínsprauta fyrir efnahag landsins. Á síðasta ári námu gjaldeyristekjur af ferðaþjónustunni tæplega 370 milljörðum króna. Samkvæmt Hagstofu Íslands var fjöldi launþega í atvinnugreinum sem tengjast ferðaþjónustu um tíu prósent af heildarfjölda starfa. Skattar á tekjur og hagnað einstaklinga alls voru um 292 milljarðar króna. Það munar um tíu prósent þeirra skattþegna. Til viðbótar námu heildartekjur af bensíngjaldi, kílómetragjaldi, olíugjaldi og bifreiðagjöldum um 22 milljörðum króna og þar skipta flutningar tengdir ferðaþjónustunni mestu. Góðar samgöngur eru ein af grunnstoðum þess að ferðamenn haldi áfram að skila þjóðarbúinu miklum og vaxandi tekjum. Því ber að fagna nýlegum orðum fjármálaráðherra, sem segist vilja stórefla alla innviðauppbyggingu. En orðum þurfa að fylgja athafnir, við verðum að tryggja sómasamlegt viðhald. vegakerfisins.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun