Ólafur Ragnar Grímsson fráfarandi forseti toppar listann yfir þá tekjuhæstu í hópi forseta, alþingismanna og ráðherra í tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í dag.
Ólafur Ragnar var með tæplega 2,3 milljónir í laun á mánuði á síðasta ári samkvæmt listanum en næstekjuhæstur er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fyrrverandi forsætisráðherra með 1,7 milljónir króna á mánuði.
Gunnar Bragi Sveinsson fyrrverandi utanríkisráðherra og núverandi sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra er í þriðja sæti yfir launahæstu ráðherrana og alþingismenn eða tæpar 1,7 milljónir á mánuði. Sigrún Magnúsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra er launahæsta konan á þingi með rúmlega 1,5 milljónir á mánuði í tekjur.
Einar K. Guðfinnsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og forseti Alþingis er með rúmlega 1,4 milljónir í tekjur á mánuði, næst á eftir honum kemur Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra með rúmlega 1,3 milljónir á mánuði.
Þá raða Ólöf Nordal innanríkisráðherra, Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar-og viðskiptaráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson fyrrvearndi sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra og núverandi forsætisráðherra sér í næstu sæti, einnig með rúmlega 1,3 milljónir á mánuði.
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og efnahags-og fjármálaráðherra er svo í tíunda sæti á listanum með tæpar 1,3 milljónir á mánuði.
Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna er síðan launahæsti þingmaðurinn sem ekki er ráðherra með um 1,1 milljón í tekjur á mánuði.
Listi Frjálsrar verslunar er byggður á útsvarsskyldum tekjum á árinu 2015 og þurfa þær því ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Í einhverjum tilvikum kann skattstjóri að hafa áætlað tekjur.
Tekjur Íslendinga: Sigrún Magnúsdóttir tekjuhæsta konan á þingi

Tengdar fréttir

Tekjur Íslendinga: Árni með tæpar 50 milljónir á mánuði
Skattakóngur Íslands er með ríflega 47 milljónir í tekjur á mánuði.

Tekjur forsetaframbjóðenda: Sturla með 19 þúsund á mánuði
Mikill munur er á tekjum forsetaframbjóðendana níu.

Tekjur Íslendinga: Meðlimir Of Monsters and Men raða sér í efstu sæti tekjuhæstu listamannanna
Hljómsveitin hefur verið að gera það gott erlendis undanfarin ár.