Okkar ábyrgð Magnús Guðmundsson skrifar 18. júlí 2016 07:00 Það er uggvænleg staðreynd að mansal, vinnu- og kynlífsþrældómur skuli þrífast á Íslandi og það í umtalsverðum mæli. Þessi staðreynd kom fram í skýrslu frá bandaríska utanríkisráðuneytinu en þar eru íslensk stjórnvöld einnig gagnrýnd fyrir að taka ekki nægilega vel á glæpum sem þessum. Á síðustu þremur árum hefur enginn verið sakfelldur fyrir mansal eða þrælahald innan íslenska réttarkerfisins sem er í sjálfu sér þungur áfellisdómur yfir sofandahætti eða jafnvel dugleysi stjórnvalda til að taka á þessum skelfilegu glæpum. Eins og Alda Hrönn Jóhannesdóttir, aðallögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, benti á í liðinni viku fjölgar mansalstilfellum hér samhliða auknum ferðamannastraumi. Auknar framkvæmdir leiða einnig af sér skort á vinnuafli og skapa rými fyrir óprúttna aðila til þess að bjóða ódýrt vinnuafl með ólöglegum hætti. Þrátt fyrir að umtalsverð umfjöllun hafi verið um þessi mál, bæði á þessu ári og því síðasta m.a. hér á síðum Fréttablaðsins, virðist staða þessara mála vera að renna upp fyrir stjórnvöldum nú fyrst á síðustu vikum. Það ætti í raun ekki að dyljast nokkurri sálu að mansal er hluti af íslenskum veruleika og það í ýmsum atvinnugreinum, s.s. ferðaþjónustu, byggingariðnaði og verksmiðjum og þannig mætti áfram telja auk þess sem augljóslega er mikil þörf fyrir ítarlega rannsókn yfirvalda á ýmiskonar ólöglegri starfsemi sem þrífst mögulega í skjóli aðgerðarleysis yfirvalda. Það ættu ekki að vera flókin sannindi að þensla, aukin umsvif og fjöldi fólks innan markaðssvæða með fjölgun ferðamanna kalli á aukið eftirlit. Þegar við bætist að hér er um að ræða glæpi sem stór hluti þjóðarinnar getur átt erfitt með að átta sig á að eru að eiga sér stað í nærsamfélagi sínu þá verður að koma til fræðsla. Allt kostar þetta peninga og því fé er vel varið sem fer í eftirlit og fræðslu til þess að byggja upp heilbrigt atvinnulíf og koma í veg fyrir þá skelfilegu glæpi sem eru fólgnir í mansali. Mansal, vinnu- og kynlífsþrælkun er birtingarmynd vaxandi misskiptingar og fátæktar í heiminum. Fórnarlömbin eru einkum fátæklingar, konur og börn. Einstaklingar sem geta illa varið sig sjálfir fyrir gerendum og er illa kleift að komast út úr þeim aðstæðum sem þeim hefur verið komið í. Til þess þarfnast þeir hjálpar þeirra samfélaga þar sem kraftar þeirra og líf hafa verið nýtt af græðgi og grimmd. Afleiðingarnar fyrir líf þessa fólks eru skelfilegar og við getum ekki lengur látið eins og þetta sé ekki hluti af íslensku samfélagi og þar með á okkar ábyrgð. Vestræn velferðarríki, á borð við Ísland, sem sitja í efri þrepum hagkerfa heimsins bera mikla ábyrgð og ber að leggja sérstaklega mikið af mörkum til þess að koma í veg fyrir þær þjáningar sem hljótast af þessum völdum sem og að aðstoða fórnarlömb þess mansals sem þegar hefur átt sér stað innan viðkomandi samfélags. Það er því löngu tímabært að íslensk stjórnvöld leggi sitt af mörkum í baráttunni gegn mansali.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Sjá meira
Það er uggvænleg staðreynd að mansal, vinnu- og kynlífsþrældómur skuli þrífast á Íslandi og það í umtalsverðum mæli. Þessi staðreynd kom fram í skýrslu frá bandaríska utanríkisráðuneytinu en þar eru íslensk stjórnvöld einnig gagnrýnd fyrir að taka ekki nægilega vel á glæpum sem þessum. Á síðustu þremur árum hefur enginn verið sakfelldur fyrir mansal eða þrælahald innan íslenska réttarkerfisins sem er í sjálfu sér þungur áfellisdómur yfir sofandahætti eða jafnvel dugleysi stjórnvalda til að taka á þessum skelfilegu glæpum. Eins og Alda Hrönn Jóhannesdóttir, aðallögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, benti á í liðinni viku fjölgar mansalstilfellum hér samhliða auknum ferðamannastraumi. Auknar framkvæmdir leiða einnig af sér skort á vinnuafli og skapa rými fyrir óprúttna aðila til þess að bjóða ódýrt vinnuafl með ólöglegum hætti. Þrátt fyrir að umtalsverð umfjöllun hafi verið um þessi mál, bæði á þessu ári og því síðasta m.a. hér á síðum Fréttablaðsins, virðist staða þessara mála vera að renna upp fyrir stjórnvöldum nú fyrst á síðustu vikum. Það ætti í raun ekki að dyljast nokkurri sálu að mansal er hluti af íslenskum veruleika og það í ýmsum atvinnugreinum, s.s. ferðaþjónustu, byggingariðnaði og verksmiðjum og þannig mætti áfram telja auk þess sem augljóslega er mikil þörf fyrir ítarlega rannsókn yfirvalda á ýmiskonar ólöglegri starfsemi sem þrífst mögulega í skjóli aðgerðarleysis yfirvalda. Það ættu ekki að vera flókin sannindi að þensla, aukin umsvif og fjöldi fólks innan markaðssvæða með fjölgun ferðamanna kalli á aukið eftirlit. Þegar við bætist að hér er um að ræða glæpi sem stór hluti þjóðarinnar getur átt erfitt með að átta sig á að eru að eiga sér stað í nærsamfélagi sínu þá verður að koma til fræðsla. Allt kostar þetta peninga og því fé er vel varið sem fer í eftirlit og fræðslu til þess að byggja upp heilbrigt atvinnulíf og koma í veg fyrir þá skelfilegu glæpi sem eru fólgnir í mansali. Mansal, vinnu- og kynlífsþrælkun er birtingarmynd vaxandi misskiptingar og fátæktar í heiminum. Fórnarlömbin eru einkum fátæklingar, konur og börn. Einstaklingar sem geta illa varið sig sjálfir fyrir gerendum og er illa kleift að komast út úr þeim aðstæðum sem þeim hefur verið komið í. Til þess þarfnast þeir hjálpar þeirra samfélaga þar sem kraftar þeirra og líf hafa verið nýtt af græðgi og grimmd. Afleiðingarnar fyrir líf þessa fólks eru skelfilegar og við getum ekki lengur látið eins og þetta sé ekki hluti af íslensku samfélagi og þar með á okkar ábyrgð. Vestræn velferðarríki, á borð við Ísland, sem sitja í efri þrepum hagkerfa heimsins bera mikla ábyrgð og ber að leggja sérstaklega mikið af mörkum til þess að koma í veg fyrir þær þjáningar sem hljótast af þessum völdum sem og að aðstoða fórnarlömb þess mansals sem þegar hefur átt sér stað innan viðkomandi samfélags. Það er því löngu tímabært að íslensk stjórnvöld leggi sitt af mörkum í baráttunni gegn mansali.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun