Stefna á að koma til Íslands í janúar Samúel Karl Ólason skrifar 15. júlí 2016 14:10 Frá tökunum hér á landi árið 2011. Vísir/Vilhelm Framleiðendur Game of Thrones stefna á að koma hingað til lands í janúar og taka upp atriði fyrir sjöundu þáttaröð. Vísir hefur heimildir fyrir því að í morgun hafi starfsmenn HBO fundað með íslensku fyrirtæki um upptökur hér á landi. Sjöundu þáttaröð Game of Thrones verður frestað, en þættirnir munu ekki fara í sýningu á svipuðum tíma og áður. Yfirleitt hafa þáttaraðir byrjað um mánaðamót mars og apríl, en svo verður ekki á næsta ári. Ástæða þess er að framleiðendur þáttanna vantar snjó þar sem veturinn er nú skollinn á í Westeros. Ekki liggur fyrir hvenær fyrsti þátturinn í þáttaröðinni verður frumsýndur. Nútíminn sagðist fyrr í vikunni hafa heimildir fyrir því að atriðin sem til stendur að taka upp hér á landi innihaldi sex stórar persónur úr Game of Thrones. Þá er spurningin hvaða sex persónur það gætu verið? Þegar sjöttu þáttaröðinni lauk voru nokkrar mikilvægar persónur í Winterfell, þar sem snjórinn var farinn af himnum. Það voru þau Jon Snow, Sansa Stark, Ser Davos, Tormund og Littlefinger. Auk þeirra er Brienne á leiðinni frá Riverrun til Winterfell. Kannski er um að ræða einhver af þeim, en Bran og Meera eru enn fyrir norðan Vegginn. Mögulega gætu þau komið til Íslands. Meðal annars hafa tökur fyrir þættina hér á landi farið fram við Skaftafell og á Þingvöllum. Þá var landslag frá Íslandi notað í bakgrunna í sjöttu þáttaröð. Meðal annars frá Grundarfirði og Hvalfirði. Bíó og sjónvarp Game of Thrones Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Framleiðendur Game of Thrones stefna á að koma hingað til lands í janúar og taka upp atriði fyrir sjöundu þáttaröð. Vísir hefur heimildir fyrir því að í morgun hafi starfsmenn HBO fundað með íslensku fyrirtæki um upptökur hér á landi. Sjöundu þáttaröð Game of Thrones verður frestað, en þættirnir munu ekki fara í sýningu á svipuðum tíma og áður. Yfirleitt hafa þáttaraðir byrjað um mánaðamót mars og apríl, en svo verður ekki á næsta ári. Ástæða þess er að framleiðendur þáttanna vantar snjó þar sem veturinn er nú skollinn á í Westeros. Ekki liggur fyrir hvenær fyrsti þátturinn í þáttaröðinni verður frumsýndur. Nútíminn sagðist fyrr í vikunni hafa heimildir fyrir því að atriðin sem til stendur að taka upp hér á landi innihaldi sex stórar persónur úr Game of Thrones. Þá er spurningin hvaða sex persónur það gætu verið? Þegar sjöttu þáttaröðinni lauk voru nokkrar mikilvægar persónur í Winterfell, þar sem snjórinn var farinn af himnum. Það voru þau Jon Snow, Sansa Stark, Ser Davos, Tormund og Littlefinger. Auk þeirra er Brienne á leiðinni frá Riverrun til Winterfell. Kannski er um að ræða einhver af þeim, en Bran og Meera eru enn fyrir norðan Vegginn. Mögulega gætu þau komið til Íslands. Meðal annars hafa tökur fyrir þættina hér á landi farið fram við Skaftafell og á Þingvöllum. Þá var landslag frá Íslandi notað í bakgrunna í sjöttu þáttaröð. Meðal annars frá Grundarfirði og Hvalfirði.
Bíó og sjónvarp Game of Thrones Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein