Eiður Smári vill sjá meira af Barcelona á Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2016 09:30 Eiður Smári Guðjohnsen átti sinn þátt í því að sannfæra Barcelona að koma með fótboltaskólann félagsins til Íslands og hann var einnig til í að hjálpa til þegar FCBEscola fór fram síðustu daga á Valsvellinum. Þetta er í fyrsta sinn sem Katalóníurisinn er með fótboltaskóla fyrir stúlkur. Eiður Smári ræðir æfingabúðirnar og áhrif þeirra í viðtali við heimasíðu Barcelona. Hann þekkir vel til hjá Barcelona enda spilaði hann 72 leiki með liðinu frá 2006 til 2009 og vann fjóra titla, þar á meðal þrennuna 2008-09. „Þetta er frábær reynsla. Það væri gaman að sjá æfingabúðirnar koma aftur hingað til Íslands í framtíðinni," sagði Eiður Smári Guðjohnsen.Sjá einnig:Eiður Smári þjálfar efnilegar stelpur í fótboltaskóla Barcelona FCBEscola fótboltaskólinn leggur áherslu á að kenna leikstílinn og hugarfarið hjá Barcelona sem hefur skilað félaginu öllum þessum titlum á síðustu árum. Barcelona hefur líka náð þessum árangri með frábæru unglingastarfi en stór hluti leikmanna liðsins hafa alist upp í Barcelona-skólanum. „Ég sá stelpurnar gera æfingarnar með bros á vör og virkilega reyna að bæta sig. Það gerist ekki betra en það," sagði Eiður Smári. Heimasíða Barcelona segir líka frá því að Eiður Smári hafi bent þeim á það að íslenskar fótboltakonur hafi hingað til náð betri árangri með landsliðinu en karlarnir. Karlaliðið er aftur á móti nýkomið heim eftir frægðarför til Frakklands þar sem liðið komst öllum að óvörum alla leið í átta liða úrslitin. „Við munum ekki gleyma þessu á meðan við lifum," sagði Eiður Smári. 295 stelpur á aldrinum 10 til 16 ára voru í Barcelona-búðunum sem hófust á föstudaginn en lýkur í dag. Auk Eiðs Smára komu fjórir þjálfarar frá Barcelona til að þjálfa stelpurnar og Eiður Smári var einnig langt frá því að vera eini íslenski landsliðsmaðurinn á svæðinu því margir liðsfélagar hans komu líka í heimsókn. Íslenski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Fótbolti Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Barcelona rúllaði yfir Como Fótbolti Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Körfubolti „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Fótbolti Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin: Besta deild karla á sviðið Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen átti sinn þátt í því að sannfæra Barcelona að koma með fótboltaskólann félagsins til Íslands og hann var einnig til í að hjálpa til þegar FCBEscola fór fram síðustu daga á Valsvellinum. Þetta er í fyrsta sinn sem Katalóníurisinn er með fótboltaskóla fyrir stúlkur. Eiður Smári ræðir æfingabúðirnar og áhrif þeirra í viðtali við heimasíðu Barcelona. Hann þekkir vel til hjá Barcelona enda spilaði hann 72 leiki með liðinu frá 2006 til 2009 og vann fjóra titla, þar á meðal þrennuna 2008-09. „Þetta er frábær reynsla. Það væri gaman að sjá æfingabúðirnar koma aftur hingað til Íslands í framtíðinni," sagði Eiður Smári Guðjohnsen.Sjá einnig:Eiður Smári þjálfar efnilegar stelpur í fótboltaskóla Barcelona FCBEscola fótboltaskólinn leggur áherslu á að kenna leikstílinn og hugarfarið hjá Barcelona sem hefur skilað félaginu öllum þessum titlum á síðustu árum. Barcelona hefur líka náð þessum árangri með frábæru unglingastarfi en stór hluti leikmanna liðsins hafa alist upp í Barcelona-skólanum. „Ég sá stelpurnar gera æfingarnar með bros á vör og virkilega reyna að bæta sig. Það gerist ekki betra en það," sagði Eiður Smári. Heimasíða Barcelona segir líka frá því að Eiður Smári hafi bent þeim á það að íslenskar fótboltakonur hafi hingað til náð betri árangri með landsliðinu en karlarnir. Karlaliðið er aftur á móti nýkomið heim eftir frægðarför til Frakklands þar sem liðið komst öllum að óvörum alla leið í átta liða úrslitin. „Við munum ekki gleyma þessu á meðan við lifum," sagði Eiður Smári. 295 stelpur á aldrinum 10 til 16 ára voru í Barcelona-búðunum sem hófust á föstudaginn en lýkur í dag. Auk Eiðs Smára komu fjórir þjálfarar frá Barcelona til að þjálfa stelpurnar og Eiður Smári var einnig langt frá því að vera eini íslenski landsliðsmaðurinn á svæðinu því margir liðsfélagar hans komu líka í heimsókn.
Íslenski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Fótbolti Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Barcelona rúllaði yfir Como Fótbolti Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Körfubolti „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Fótbolti Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin: Besta deild karla á sviðið Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn