Heimildamyndin Innsæi vinsæl í Þýskalandi Birgir Örn Steinarsson skrifar 12. júlí 2016 18:49 Boðskapur myndarinnar er að mannkynið þarf að komast aftur í samband við innsæi sitt. Vísir Íslenska heimildamyndin Innsæi sem var heimsfrumsýnd í Berlín í þarsíðustu viku rauk beint í sjötta sæti aðsóknarlista yfir listrænar myndir í landinu. Myndin, sem leikstýrt er af Kristínu Ólafsdóttur og Hrund Gunnsteinsdóttur, er nú sýnd í 30 kvikmyndahúsum um allt Þýskaland sem skilaði sér í sjötta sætinu á svokölluðum Arthouse Cinema lista og 28. sæti á lista yfir aðsóknamestu kvikmyndir landsins í síðustu viku. Dreifingarfyrirtæki um allan heim hafa tekið myndinni vel og hafa náðst samningar við Java Films og Zeitgeist um að dreifa myndinni á heimsvísu. Á sunnudag var myndin sýnd á írsku kvikmyndahátíðinni Galway Film Fleadh við góðar undirtektir.Nýr þankagangur fyrir nýja öldMyndin sem fjallar um hina óskilgreindu tilfinningu innra með okkur sem mannkynið virðist vera treysta minna og minna á í heimi stöðugra tækninýjunga. Því er spáð að heimurinn muni fara í gegnum miklar breytingar á komandi árum og því sé nauðsynlegt fyrir afkomu mannkynsins að tileinka sér nýjar aðferðir í þankagang. Málið er skoðað út frá sálfræðilegum, taugavísindalegum og listrænum sjónarhornum og áhrif aðferða á borð við árverkni (e. Mindfulness) og hugleiðslu eru skoðaðar. Búist er við því að Insæi verði frumsýnd hér á landi í haust.Sjá má stiklu úr myndinni hér fyrir neðan. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Nýir tímar kalla á breytt hugarfar InnSæi eftir Kristínu Ólafsdóttur og Hrund Gunnsteinsdóttur verður heimsfrumsýnd í Berlín þann 29. júní næstkomandi. Efni myndarinnar heillar erlenda dreifingaraðila þótt nafnið sé þeim framandi. 25. júní 2016 13:45 Innsæi frumsýnd í Berlín: Högni söng þjóðsönginn Það var mikið um dýrðir þegar heimildarmyndin Innsæi var frumsýnd í Berlín í gær. 30. júní 2016 17:00 Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Íslenska heimildamyndin Innsæi sem var heimsfrumsýnd í Berlín í þarsíðustu viku rauk beint í sjötta sæti aðsóknarlista yfir listrænar myndir í landinu. Myndin, sem leikstýrt er af Kristínu Ólafsdóttur og Hrund Gunnsteinsdóttur, er nú sýnd í 30 kvikmyndahúsum um allt Þýskaland sem skilaði sér í sjötta sætinu á svokölluðum Arthouse Cinema lista og 28. sæti á lista yfir aðsóknamestu kvikmyndir landsins í síðustu viku. Dreifingarfyrirtæki um allan heim hafa tekið myndinni vel og hafa náðst samningar við Java Films og Zeitgeist um að dreifa myndinni á heimsvísu. Á sunnudag var myndin sýnd á írsku kvikmyndahátíðinni Galway Film Fleadh við góðar undirtektir.Nýr þankagangur fyrir nýja öldMyndin sem fjallar um hina óskilgreindu tilfinningu innra með okkur sem mannkynið virðist vera treysta minna og minna á í heimi stöðugra tækninýjunga. Því er spáð að heimurinn muni fara í gegnum miklar breytingar á komandi árum og því sé nauðsynlegt fyrir afkomu mannkynsins að tileinka sér nýjar aðferðir í þankagang. Málið er skoðað út frá sálfræðilegum, taugavísindalegum og listrænum sjónarhornum og áhrif aðferða á borð við árverkni (e. Mindfulness) og hugleiðslu eru skoðaðar. Búist er við því að Insæi verði frumsýnd hér á landi í haust.Sjá má stiklu úr myndinni hér fyrir neðan.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Nýir tímar kalla á breytt hugarfar InnSæi eftir Kristínu Ólafsdóttur og Hrund Gunnsteinsdóttur verður heimsfrumsýnd í Berlín þann 29. júní næstkomandi. Efni myndarinnar heillar erlenda dreifingaraðila þótt nafnið sé þeim framandi. 25. júní 2016 13:45 Innsæi frumsýnd í Berlín: Högni söng þjóðsönginn Það var mikið um dýrðir þegar heimildarmyndin Innsæi var frumsýnd í Berlín í gær. 30. júní 2016 17:00 Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Nýir tímar kalla á breytt hugarfar InnSæi eftir Kristínu Ólafsdóttur og Hrund Gunnsteinsdóttur verður heimsfrumsýnd í Berlín þann 29. júní næstkomandi. Efni myndarinnar heillar erlenda dreifingaraðila þótt nafnið sé þeim framandi. 25. júní 2016 13:45
Innsæi frumsýnd í Berlín: Högni söng þjóðsönginn Það var mikið um dýrðir þegar heimildarmyndin Innsæi var frumsýnd í Berlín í gær. 30. júní 2016 17:00
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein