Lærdómurinn af Chilcot Stefán pálsson skrifar 11. júlí 2016 07:00 Um fátt hefur verið fjallað meira í fjölmiðlum síðustu sólarhringa en rannsóknarskýrslu þá sem kennd er við Sir John Chilcot. Vinnan við skýrsluna, sem fjallar um aðdraganda og framkvæmd Íraksstríðsins, tók sjö ár. Hún er ógnarmikil að vöxtum og nánast samfelldur áfellisdómur yfir herleiðangri þeirra Tony Blair og George W. Bush í Írak. Bresk blöð hafa ekki vandað Blair kveðjurnar og forsíður flestra þeirra hafa verið undirlagðar af flennifyrirsögnum um blekkingarvef forsætisráðherrans fyrrverandi. Skiptir þar litlu þótt mörg þessara dagblaða hafi á sínum tíma stutt stríðsreksturinn með ráðum og dáð. Tony Blair er í dag ærulaus maður og er það vel. En það væru stórkostleg mistök að draga þann eina lærdóm af skýrslunni miklu að Blair hafi farið með ósannindi, stýrst af óskhyggju eða látið stjórnast af annarlegum hvötum. Chilcot-skýrslan sýnir okkur nefnilega fram á takmarkanir þeirra stofnana sem mestu ráða á sviði hermála í heiminum. Skýrslan leiðir í ljós hvernig njósnastofnanir og ráðuneyti á Vesturlöndum voru ófær um að meta rétt stöðu mála í Írak, sjá fyrir framvindu mála eða túlka fyrirliggjandi gögn. Svo virðist sem hasarmyndir frá Hollywood hafi verið notaðar sem heimildir um hvernig nýta mætti tæknibúnað og meintir sérfræðingar í innviðum fjarlægra ríkja hafi hvorki þangað komið né talað tungumál heimamanna. Þetta er hinn raunverulegi lærdómur sem vert er að draga af skýrslu Chilcots. Tony Blair er útbrunninn stjórnmálamaður og rúinn trausti. Orðspor hans skiptir engu. En enn í dag treysta Vesturlönd á sömu stofnanir með sömu hugmyndafræði og sömu vanhæfni og leiddu til Íraksstríðsins 2003. Einfeldningsleg trú á hernaðarlegar íhlutanir í flóknum samfélögum er enn allsráðandi meðal Nató-þjóða, líkt og sjá hefur mátt í Líbýu, Jemen, Sýrlandi og Afganistan svo dæmi séu tekin. Áhrifalítil smáríki á borð við Ísland, sem studdu Íraksstríðsvitleysuna, hafa á engan hátt lagst í greiningu á utanríkisstefnu sinni til að fyrirbyggja að slík mistök endurtaki sig. Hvað sem öllum skýrslum líður virðast Vesturlönd staðráðin í að læra ekki af sögunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Pálsson Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Um fátt hefur verið fjallað meira í fjölmiðlum síðustu sólarhringa en rannsóknarskýrslu þá sem kennd er við Sir John Chilcot. Vinnan við skýrsluna, sem fjallar um aðdraganda og framkvæmd Íraksstríðsins, tók sjö ár. Hún er ógnarmikil að vöxtum og nánast samfelldur áfellisdómur yfir herleiðangri þeirra Tony Blair og George W. Bush í Írak. Bresk blöð hafa ekki vandað Blair kveðjurnar og forsíður flestra þeirra hafa verið undirlagðar af flennifyrirsögnum um blekkingarvef forsætisráðherrans fyrrverandi. Skiptir þar litlu þótt mörg þessara dagblaða hafi á sínum tíma stutt stríðsreksturinn með ráðum og dáð. Tony Blair er í dag ærulaus maður og er það vel. En það væru stórkostleg mistök að draga þann eina lærdóm af skýrslunni miklu að Blair hafi farið með ósannindi, stýrst af óskhyggju eða látið stjórnast af annarlegum hvötum. Chilcot-skýrslan sýnir okkur nefnilega fram á takmarkanir þeirra stofnana sem mestu ráða á sviði hermála í heiminum. Skýrslan leiðir í ljós hvernig njósnastofnanir og ráðuneyti á Vesturlöndum voru ófær um að meta rétt stöðu mála í Írak, sjá fyrir framvindu mála eða túlka fyrirliggjandi gögn. Svo virðist sem hasarmyndir frá Hollywood hafi verið notaðar sem heimildir um hvernig nýta mætti tæknibúnað og meintir sérfræðingar í innviðum fjarlægra ríkja hafi hvorki þangað komið né talað tungumál heimamanna. Þetta er hinn raunverulegi lærdómur sem vert er að draga af skýrslu Chilcots. Tony Blair er útbrunninn stjórnmálamaður og rúinn trausti. Orðspor hans skiptir engu. En enn í dag treysta Vesturlönd á sömu stofnanir með sömu hugmyndafræði og sömu vanhæfni og leiddu til Íraksstríðsins 2003. Einfeldningsleg trú á hernaðarlegar íhlutanir í flóknum samfélögum er enn allsráðandi meðal Nató-þjóða, líkt og sjá hefur mátt í Líbýu, Jemen, Sýrlandi og Afganistan svo dæmi séu tekin. Áhrifalítil smáríki á borð við Ísland, sem studdu Íraksstríðsvitleysuna, hafa á engan hátt lagst í greiningu á utanríkisstefnu sinni til að fyrirbyggja að slík mistök endurtaki sig. Hvað sem öllum skýrslum líður virðast Vesturlönd staðráðin í að læra ekki af sögunni.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun