Nýr veruleiki vegna ferðaþjónustunnar Ólöf Ýrr Atladóttir og ferðamálastjóri skrifa 26. júlí 2016 07:00 Ferðaþjónustan er mikilvægasta atvinnugrein þjóðarinnar. Hún er sú atvinnugrein sem í dag aflar mestu gjaldeyristeknanna, skapar flest störf, stuðlar helst að atvinnusköpun og byggðafestu um landið allt, hefur mest áhrif á hagvöxt og tryggir fjölbreytilega þjónustu við íbúa landsins. Á sama tíma felast í vexti og viðgangi ferðaþjónustunnar mestu áskoranirnar sem íslensk samfélagsgerð hefur staðið frammi fyrir áratugum saman, vegna þess að eðli ferðaþjónustunnar, þær auðlindir sem hún nýtir og náin, gagnkvæm samskipti hennar við okkur sem hér búum og sinnum okkar daglega amstri eru margþættari og flóknari heldur en gengur og gerist með aðrar atvinnugreinar. Þar vega þungt áhrif á náttúru landsins, álag á ýmsa innviði almannaþjónustunnar og upplifun íbúa af því að þrengt sé að þeirra daglega lífi. Einnig og ekki síður miklar eru áskoranir innan atvinnugreinarinnar sjálfrar við að mæta væntingum og kröfum gesta okkar – hvernig skal tryggja framboð gistingar og afþreyingar, en ekki síður, hvernig skal tryggja gæði innan greinarinnar, fagmennsku starfsfólks og örugga upplifun viðskiptavina? Nú þegar ferðaþjónustan er tryggilega búin að festa sig í sessi sem ein allra mikilvægasta atvinnugrein þjóðarinnar sýnir það sig að ef vel á að vera þarf þessi atvinnugrein skýra, faglega og framsýna umgjörð ekki síður en aðrar. Ný stefna, Vegvísir í ferðaþjónustu, var birt í október 2015 og voru þar skilgreind mörg þörf verkefni fyrir vöxt og viðgang ferðaþjónustunnar á næstu árum. Stærstu tíðindin voru þó, að í stefnunni birtist með skýrum, formlegum hætti sá nauðsynlegi skilningur að ferðaþjónustan sé þess eðlis að viðgangur hennar og þróun kalli á víðtæka samvinnu og samþættingu á öllum sviðum. Ferðaþjónustan hefur nefnilega í sumum efnum sérstöðu umfram aðrar atvinnugreinar: hún á í margþættara og flóknara gagnkvæmu sambandi við samfélagið sem hún starfar innan. Auk þess að nýta sér þá dýrmætu sameign þjóðarinnar sem felst í náttúrugæðum landsins, koma ferðamenn hingað til að hitta fyrir fólkið sjálft; menningu þess og daglegt líf, um leið og þeir nýta sér margvíslega þjónustu sem við heimafólk höfum til daglegs brúks. Kallar á breytingarÞróun ferðaþjónustunnar til framtíðar kallar þess vegna á viðamiklar breytingar á því hvernig við rekum samfélag okkar. Þá almannaþjónustu sem ferðaþjónustan nýtir þarf að endurskipuleggja til þess að atvinnugreinin fái þrifist jafnframt því sem þarfir landsmanna eru uppfylltar. Það þarf að samhæfa verkefni hins opinbera til að tryggja skynsamlega nýtingu fjármuna og faglega úrlausn verkefna. Atvinnugreinin þarf að sýna aðgát í nærveru þjóðarsálarinnar, en ekki síður þurfum við Íslendingar að vera meðvituð um það áfram hversu mikil gæði geta falist í því að vera gestgjafar. Þannig þarf hið opinbera vissulega að endurskipuleggja fjármögnun verkefna sinna og þjónustu með þarfir ferðamanna og ferðaþjónustunnar í huga og tryggja nauðsynlegt framkvæmda- og rekstrarfé. Jafnframt og ekki síður þurfum við að gera okkur grein fyrir nauðsyn hinna mannlegu tengsla til að ná markmiðum um örugga og eftirsóknarverða upplifun gesta okkar. Það verður ekki gert án þess að tryggja t.d. samhæfðan rekstur, mönnun og viðveru í þjóðgörðum og á friðuðum svæðum, en ekki síður á svæðum í eigu og umsjón sveitarfélaga. Á sama tíma gerum við sem samfélag auknar kröfur um ábyrga hegðun fyrirtækja; að þau ræki samfélagslega ábyrgð sína, umgangist auðlindir með virðingu, og sinni gestgjafahlutverki sínu af fagmennsku. Þannig starfa enda langflest fyrirtæki innan ferðaþjónustunnar. PirringurÁ undanförnum misserum er farið að bera á gagnrýni meðal Íslendinga á vöxt ferðaþjónustunnar og hvert hún sé að stefna. Þrátt fyrir að því betur séu þetta ekki raddir meirihluta landsmanna ber okkur að hlusta á þær og meta með hvaða hætti við getum gert betur. Rannsóknir Ferðamálastofu sýna að sá pirringur sem þær eru lýsandi fyrir beinist ekki að gestum okkar, því að við viljum enn upp til hópa að gestir okkar njóti dvalarinnar og gleðjumst yfir því að fólk vilji koma í heimsókn. Gagnrýnin beinist frekar að atvinnugreininni og athöfnum hennar, sem og aðgerðum og aðgerðaleysi opinberra aðila. Þetta er ágætt; Íslendingar eru sem sé áfram gestrisnir og vilja gestum sínum vel, en hafa áhyggjur af því með hvaða hætti er verið að taka á móti þeim og hvernig búið er að áfangastaðnum. Í þessu felast verkefni sem hægt er að leysa með samstilltu átaki og vilja til verka og fjármögnunar. Það versta sem gæti gerst er að Íslendingar missi þolinmæði gagnvart atvinnugreininni og að það fari að bitna á viðmóti gagnvart gestum okkar – það er svo margfalt erfiðara að vinda ofan af slíkum viðhorfsbreytingum. Og í þeim vandræðum megum við ekki lenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Skoðun Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Ferðaþjónustan er mikilvægasta atvinnugrein þjóðarinnar. Hún er sú atvinnugrein sem í dag aflar mestu gjaldeyristeknanna, skapar flest störf, stuðlar helst að atvinnusköpun og byggðafestu um landið allt, hefur mest áhrif á hagvöxt og tryggir fjölbreytilega þjónustu við íbúa landsins. Á sama tíma felast í vexti og viðgangi ferðaþjónustunnar mestu áskoranirnar sem íslensk samfélagsgerð hefur staðið frammi fyrir áratugum saman, vegna þess að eðli ferðaþjónustunnar, þær auðlindir sem hún nýtir og náin, gagnkvæm samskipti hennar við okkur sem hér búum og sinnum okkar daglega amstri eru margþættari og flóknari heldur en gengur og gerist með aðrar atvinnugreinar. Þar vega þungt áhrif á náttúru landsins, álag á ýmsa innviði almannaþjónustunnar og upplifun íbúa af því að þrengt sé að þeirra daglega lífi. Einnig og ekki síður miklar eru áskoranir innan atvinnugreinarinnar sjálfrar við að mæta væntingum og kröfum gesta okkar – hvernig skal tryggja framboð gistingar og afþreyingar, en ekki síður, hvernig skal tryggja gæði innan greinarinnar, fagmennsku starfsfólks og örugga upplifun viðskiptavina? Nú þegar ferðaþjónustan er tryggilega búin að festa sig í sessi sem ein allra mikilvægasta atvinnugrein þjóðarinnar sýnir það sig að ef vel á að vera þarf þessi atvinnugrein skýra, faglega og framsýna umgjörð ekki síður en aðrar. Ný stefna, Vegvísir í ferðaþjónustu, var birt í október 2015 og voru þar skilgreind mörg þörf verkefni fyrir vöxt og viðgang ferðaþjónustunnar á næstu árum. Stærstu tíðindin voru þó, að í stefnunni birtist með skýrum, formlegum hætti sá nauðsynlegi skilningur að ferðaþjónustan sé þess eðlis að viðgangur hennar og þróun kalli á víðtæka samvinnu og samþættingu á öllum sviðum. Ferðaþjónustan hefur nefnilega í sumum efnum sérstöðu umfram aðrar atvinnugreinar: hún á í margþættara og flóknara gagnkvæmu sambandi við samfélagið sem hún starfar innan. Auk þess að nýta sér þá dýrmætu sameign þjóðarinnar sem felst í náttúrugæðum landsins, koma ferðamenn hingað til að hitta fyrir fólkið sjálft; menningu þess og daglegt líf, um leið og þeir nýta sér margvíslega þjónustu sem við heimafólk höfum til daglegs brúks. Kallar á breytingarÞróun ferðaþjónustunnar til framtíðar kallar þess vegna á viðamiklar breytingar á því hvernig við rekum samfélag okkar. Þá almannaþjónustu sem ferðaþjónustan nýtir þarf að endurskipuleggja til þess að atvinnugreinin fái þrifist jafnframt því sem þarfir landsmanna eru uppfylltar. Það þarf að samhæfa verkefni hins opinbera til að tryggja skynsamlega nýtingu fjármuna og faglega úrlausn verkefna. Atvinnugreinin þarf að sýna aðgát í nærveru þjóðarsálarinnar, en ekki síður þurfum við Íslendingar að vera meðvituð um það áfram hversu mikil gæði geta falist í því að vera gestgjafar. Þannig þarf hið opinbera vissulega að endurskipuleggja fjármögnun verkefna sinna og þjónustu með þarfir ferðamanna og ferðaþjónustunnar í huga og tryggja nauðsynlegt framkvæmda- og rekstrarfé. Jafnframt og ekki síður þurfum við að gera okkur grein fyrir nauðsyn hinna mannlegu tengsla til að ná markmiðum um örugga og eftirsóknarverða upplifun gesta okkar. Það verður ekki gert án þess að tryggja t.d. samhæfðan rekstur, mönnun og viðveru í þjóðgörðum og á friðuðum svæðum, en ekki síður á svæðum í eigu og umsjón sveitarfélaga. Á sama tíma gerum við sem samfélag auknar kröfur um ábyrga hegðun fyrirtækja; að þau ræki samfélagslega ábyrgð sína, umgangist auðlindir með virðingu, og sinni gestgjafahlutverki sínu af fagmennsku. Þannig starfa enda langflest fyrirtæki innan ferðaþjónustunnar. PirringurÁ undanförnum misserum er farið að bera á gagnrýni meðal Íslendinga á vöxt ferðaþjónustunnar og hvert hún sé að stefna. Þrátt fyrir að því betur séu þetta ekki raddir meirihluta landsmanna ber okkur að hlusta á þær og meta með hvaða hætti við getum gert betur. Rannsóknir Ferðamálastofu sýna að sá pirringur sem þær eru lýsandi fyrir beinist ekki að gestum okkar, því að við viljum enn upp til hópa að gestir okkar njóti dvalarinnar og gleðjumst yfir því að fólk vilji koma í heimsókn. Gagnrýnin beinist frekar að atvinnugreininni og athöfnum hennar, sem og aðgerðum og aðgerðaleysi opinberra aðila. Þetta er ágætt; Íslendingar eru sem sé áfram gestrisnir og vilja gestum sínum vel, en hafa áhyggjur af því með hvaða hætti er verið að taka á móti þeim og hvernig búið er að áfangastaðnum. Í þessu felast verkefni sem hægt er að leysa með samstilltu átaki og vilja til verka og fjármögnunar. Það versta sem gæti gerst er að Íslendingar missi þolinmæði gagnvart atvinnugreininni og að það fari að bitna á viðmóti gagnvart gestum okkar – það er svo margfalt erfiðara að vinda ofan af slíkum viðhorfsbreytingum. Og í þeim vandræðum megum við ekki lenda.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun