Repúblikanar fylkja sér að baki Trump Guðsteinn Bjarnason skrifar 20. júlí 2016 07:00 Donald Trump á landsþingi Repúblikanaflokksins, sem nú stendur yfir í Cleveland í Ohio. vísir/epa Landsþing bandaríska Repúblikanaflokksins þetta árið er harla óvenjulegt. Margir helstu áhrifamenn flokksins forðast að mæta og þótt flestir hafi þeir lýst yfir stuðningi við Donald Trump, þá er samstaðan engan veginn jafn afgerandi og flokksmenn eiga að venjast. Mikill órói braust út við upphaf þingsins á mánudag þegar andstæðingar Trumps á þinginu reyndu að bera upp tillögu um að fulltrúar gengju óbundnir til atkvæða þegar forsetaefni flokksins verður valið. Andstæðingar Trumps hefðu þarna fengið vettvang til þess að koma óánægju sinni á framfæri og töldu algerlega valtað yfir sig þegar kröfu þeirra var hafnað. Þetta endaði með því að andstæðingar og stuðningsmenn Trumps stóðu lengi vel og hrópuðu út í loftið, ræðumenn hurfu af sviðinu og þingið var í algeru uppnámi. „Ég hef aldrei nokkurn tímann í lífi mínu séð annað eins,“ sagði öldungadeildarþingmaðurinn Mike Lee. Annar öldungadeildarþingmaður, Gordon Humphrey, sagði þetta sýna fólki hvernig forsetatíð Trumps muni verða: „Við höfum séð forsetatíð Trumps og margir dæmigerðir stuðningsmenn hans eru, ef ekki fasistar sjálfir, þá haga þeir sér nokkurn veginn eins og fasistar, öskra niður andstæðinga sína og sýna þeim ruddaskap.“ Þetta leið svo hjá þannig að fyrirfram ákveðin dagskrá gat haldið áfram. Athygli vekur að þátttakendur á landsþinginu, nærri 2.500 manns, eru nánast allir ljósir á hörund. Innan við 20 fulltrúar á landsþinginu eru svartir og síðustu hundrað árin hefur hlutfall þeirra aldrei verið lægra en einmitt nú. Fyrsti dagurinn gekk að verulegu leyti út á að gagnrýna Hillary Clinton, væntanlegt forsetaefni Demókrataflokksins, en deginum lauk með því að prestur að nafni Mark Burns fór með bæn þar sem hann þakkaði guði fyrir Donald Trump og sagði óvininn vera Hillary Clinton og Demókrataflokkinn. Í gær tóku meðal annars til máls börn Trumps, þau Tiffani og Donald yngri, ásamt leiðtogum Repúblikanaflokksins á þjóðþinginu í Washington, þeir Mitch McConnell, leiðtogi þingmeirihlutans í öldungadeildinni, Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar, og Kevin McCarthy, leiðtogi repúblikana í fulltrúadeildinni. Þinginu lýkur svo annað kvöld með ávarpi Donalds Trump, sem þá verður formlega orðinn forsetaefni flokksins fyrir kosningarnar í nóvember. Hermt eftir MichelleÁ mánudaginn vakti ræða Melaniu, eiginkonu Donalds Trump, ekki síst athygli fyrir það að hún notaði heilu setningarnar nánast orðrétt upp úr ræðu Michelle, eiginkonu Baracks Obama forseta, á landsþingi Demókrataflokksins árið 2008, þegar Obama var útnefndur forsetaefni flokks síns. „Við viljum að börn þessarar þjóðar viti að það eina sem takmarkar árangur ykkar eru styrkur drauma ykkar og vilji ykkar til að vinna að þeim,” sagði til dæmis Melania Trump í ræðu sinni, en Michelle Obama hafði sagt í sinni ræðu fyrir átta árum: „Við viljum að börnin okkar, og öll börn þessarar þjóðar, viti að það eina sem takmarkar það hversu hátt þið getið náð er það hve draumar ykkar ná langt og vilji ykkar til að vinna að þeim.”Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 20. júlí Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sláandi líkindi með ræðu frú Trump og átta ára ræðu Michelle Obama Saka frú Trump um ritstuld. 19. júlí 2016 09:12 Pence má gera mistök af og til Donald Trump, sem væntanlega verður formlega gerður að forsetaefni repúblikana í dag, sagði varaforsetaefni sitt, Mike Pence, hafa gert mistök þegar hann greiddi atkvæði með innrás í Írak árið 2003. 19. júlí 2016 07:00 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Fleiri fréttir Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi Sjá meira
Landsþing bandaríska Repúblikanaflokksins þetta árið er harla óvenjulegt. Margir helstu áhrifamenn flokksins forðast að mæta og þótt flestir hafi þeir lýst yfir stuðningi við Donald Trump, þá er samstaðan engan veginn jafn afgerandi og flokksmenn eiga að venjast. Mikill órói braust út við upphaf þingsins á mánudag þegar andstæðingar Trumps á þinginu reyndu að bera upp tillögu um að fulltrúar gengju óbundnir til atkvæða þegar forsetaefni flokksins verður valið. Andstæðingar Trumps hefðu þarna fengið vettvang til þess að koma óánægju sinni á framfæri og töldu algerlega valtað yfir sig þegar kröfu þeirra var hafnað. Þetta endaði með því að andstæðingar og stuðningsmenn Trumps stóðu lengi vel og hrópuðu út í loftið, ræðumenn hurfu af sviðinu og þingið var í algeru uppnámi. „Ég hef aldrei nokkurn tímann í lífi mínu séð annað eins,“ sagði öldungadeildarþingmaðurinn Mike Lee. Annar öldungadeildarþingmaður, Gordon Humphrey, sagði þetta sýna fólki hvernig forsetatíð Trumps muni verða: „Við höfum séð forsetatíð Trumps og margir dæmigerðir stuðningsmenn hans eru, ef ekki fasistar sjálfir, þá haga þeir sér nokkurn veginn eins og fasistar, öskra niður andstæðinga sína og sýna þeim ruddaskap.“ Þetta leið svo hjá þannig að fyrirfram ákveðin dagskrá gat haldið áfram. Athygli vekur að þátttakendur á landsþinginu, nærri 2.500 manns, eru nánast allir ljósir á hörund. Innan við 20 fulltrúar á landsþinginu eru svartir og síðustu hundrað árin hefur hlutfall þeirra aldrei verið lægra en einmitt nú. Fyrsti dagurinn gekk að verulegu leyti út á að gagnrýna Hillary Clinton, væntanlegt forsetaefni Demókrataflokksins, en deginum lauk með því að prestur að nafni Mark Burns fór með bæn þar sem hann þakkaði guði fyrir Donald Trump og sagði óvininn vera Hillary Clinton og Demókrataflokkinn. Í gær tóku meðal annars til máls börn Trumps, þau Tiffani og Donald yngri, ásamt leiðtogum Repúblikanaflokksins á þjóðþinginu í Washington, þeir Mitch McConnell, leiðtogi þingmeirihlutans í öldungadeildinni, Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar, og Kevin McCarthy, leiðtogi repúblikana í fulltrúadeildinni. Þinginu lýkur svo annað kvöld með ávarpi Donalds Trump, sem þá verður formlega orðinn forsetaefni flokksins fyrir kosningarnar í nóvember. Hermt eftir MichelleÁ mánudaginn vakti ræða Melaniu, eiginkonu Donalds Trump, ekki síst athygli fyrir það að hún notaði heilu setningarnar nánast orðrétt upp úr ræðu Michelle, eiginkonu Baracks Obama forseta, á landsþingi Demókrataflokksins árið 2008, þegar Obama var útnefndur forsetaefni flokks síns. „Við viljum að börn þessarar þjóðar viti að það eina sem takmarkar árangur ykkar eru styrkur drauma ykkar og vilji ykkar til að vinna að þeim,” sagði til dæmis Melania Trump í ræðu sinni, en Michelle Obama hafði sagt í sinni ræðu fyrir átta árum: „Við viljum að börnin okkar, og öll börn þessarar þjóðar, viti að það eina sem takmarkar það hversu hátt þið getið náð er það hve draumar ykkar ná langt og vilji ykkar til að vinna að þeim.”Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 20. júlí
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sláandi líkindi með ræðu frú Trump og átta ára ræðu Michelle Obama Saka frú Trump um ritstuld. 19. júlí 2016 09:12 Pence má gera mistök af og til Donald Trump, sem væntanlega verður formlega gerður að forsetaefni repúblikana í dag, sagði varaforsetaefni sitt, Mike Pence, hafa gert mistök þegar hann greiddi atkvæði með innrás í Írak árið 2003. 19. júlí 2016 07:00 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Fleiri fréttir Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi Sjá meira
Sláandi líkindi með ræðu frú Trump og átta ára ræðu Michelle Obama Saka frú Trump um ritstuld. 19. júlí 2016 09:12
Pence má gera mistök af og til Donald Trump, sem væntanlega verður formlega gerður að forsetaefni repúblikana í dag, sagði varaforsetaefni sitt, Mike Pence, hafa gert mistök þegar hann greiddi atkvæði með innrás í Írak árið 2003. 19. júlí 2016 07:00
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent