Ferðaþjónustan: Meira þarf til Ari Trausti Guðmundsson skrifar 4. ágúst 2016 06:00 Ólöf Ýrr Atladóttir ferðmálastjóri varar við að álag á samfélagið komi niður á gestrisni vorri (Fbl. 26.07.). Hún bendir á að megingagnrýni á þróun ferðaþjónustunnar varði sein viðbrögð opinberra aðila og einkageirans við álaginu. Í framhaldi af þessum orðum er vert að minnast á hugtakið þolmörk. Byggðir, bæir, borgin og ólíkir geirar samfélagsins hafa illskilgreinanleg þolmörk frammi fyrir þjónustuhlutverki; ekki bara ein heldur mörg. Fólk hefur persónuleg þolmörk, annað atvinnulíf en ferðaþjónusta hefur þolmörk og innviðir hafa þolmörk o.s.frv. Þar í blandast ólíkar skoðanir á hvað er réttara en annað þegar ferðaþjónustulestin æðir áfram, sífellt hraðar (í bili). Það er flókið verk að búa þannig um að þessi þolmörk séu sæmilega ljós og í samræmi við lýðræði. Til þess þarf frumkvæði einkaaðila, samtaka og umfram annað: Stjórnvalda á stigi sveitarstjórna og ríkisvalds. En svo eru það hin þolmörkin: Þolmörk umhverfis, bæði þess manngerða og náttúrunnar. Allar umhverfisnytjar og þá sér í lagi náttúrunytjar hafa sín þolmörk. Um þau hefur verið rætt oft og lengi en þau nær ekkert tengd inn í raunveruleikann, þ.e. blússandi fjölgun dýrmætra ferðamanna sem verða sennilega nær áttfaldur fjöldi fullorðinna landsmanna við árslok 2016. Vegvísir í ferðaþjónustu (október 2015) sem Samtök ferðaþjónustunnar og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið stóðu að er einungis grunnur að stefnu, langur verkefnalisti. Stefnan sjálf verður til þegar unnið er úr þessum vegvísi, hann bundinn áætlunum, hengdur verðmiði á mikilvæg atriði og ákveðið hvernig peninganna er aflað. Lítið hefur enn sést til þess alls og er þá ekki gert lítið úr auknum fjárveitingum eða nýjungum. Heildina vantar. Inn í alla þá vinnu verður að flétta þolmörkum (eins erfitt og það kann að reynast). Fyrsta skrefið er að viðurkenna að ferðaþjónusta lýtur ekki ósvipuðum takmörkum og aðrar náttúru- og samfélagsnytjar. Kannski getum við tekið á móti 10.000 manns á dag við Seljalandsfoss (ekki 50.000), 1.000.000 manns á ári í núverandi þjóðgarði á Þingvöllum (ekki 2.000.000) og 3.500.000 ferðamönnum á ári til landsins (ekki 6.000.000) – ef við viljum halda uppi fjölbreyttu mannlífi, fjölbreyttri atvinnu og áhugaverðu náttúruumhverfi. Eða hvað? Tölurnar eru aðeins hlutgervingar af minni hálfu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Ólöf Ýrr Atladóttir ferðmálastjóri varar við að álag á samfélagið komi niður á gestrisni vorri (Fbl. 26.07.). Hún bendir á að megingagnrýni á þróun ferðaþjónustunnar varði sein viðbrögð opinberra aðila og einkageirans við álaginu. Í framhaldi af þessum orðum er vert að minnast á hugtakið þolmörk. Byggðir, bæir, borgin og ólíkir geirar samfélagsins hafa illskilgreinanleg þolmörk frammi fyrir þjónustuhlutverki; ekki bara ein heldur mörg. Fólk hefur persónuleg þolmörk, annað atvinnulíf en ferðaþjónusta hefur þolmörk og innviðir hafa þolmörk o.s.frv. Þar í blandast ólíkar skoðanir á hvað er réttara en annað þegar ferðaþjónustulestin æðir áfram, sífellt hraðar (í bili). Það er flókið verk að búa þannig um að þessi þolmörk séu sæmilega ljós og í samræmi við lýðræði. Til þess þarf frumkvæði einkaaðila, samtaka og umfram annað: Stjórnvalda á stigi sveitarstjórna og ríkisvalds. En svo eru það hin þolmörkin: Þolmörk umhverfis, bæði þess manngerða og náttúrunnar. Allar umhverfisnytjar og þá sér í lagi náttúrunytjar hafa sín þolmörk. Um þau hefur verið rætt oft og lengi en þau nær ekkert tengd inn í raunveruleikann, þ.e. blússandi fjölgun dýrmætra ferðamanna sem verða sennilega nær áttfaldur fjöldi fullorðinna landsmanna við árslok 2016. Vegvísir í ferðaþjónustu (október 2015) sem Samtök ferðaþjónustunnar og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið stóðu að er einungis grunnur að stefnu, langur verkefnalisti. Stefnan sjálf verður til þegar unnið er úr þessum vegvísi, hann bundinn áætlunum, hengdur verðmiði á mikilvæg atriði og ákveðið hvernig peninganna er aflað. Lítið hefur enn sést til þess alls og er þá ekki gert lítið úr auknum fjárveitingum eða nýjungum. Heildina vantar. Inn í alla þá vinnu verður að flétta þolmörkum (eins erfitt og það kann að reynast). Fyrsta skrefið er að viðurkenna að ferðaþjónusta lýtur ekki ósvipuðum takmörkum og aðrar náttúru- og samfélagsnytjar. Kannski getum við tekið á móti 10.000 manns á dag við Seljalandsfoss (ekki 50.000), 1.000.000 manns á ári í núverandi þjóðgarði á Þingvöllum (ekki 2.000.000) og 3.500.000 ferðamönnum á ári til landsins (ekki 6.000.000) – ef við viljum halda uppi fjölbreyttu mannlífi, fjölbreyttri atvinnu og áhugaverðu náttúruumhverfi. Eða hvað? Tölurnar eru aðeins hlutgervingar af minni hálfu.
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun