Trump segir Obama hreina hörmung sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 3. ágúst 2016 12:24 Donald Trump kom fram á kosningafundi á mánudag, enda heldur kosningabaráttan áfram þangað til í nóvember. Nordicphotos/AFP Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, segir valdatíð Baracks Obama Bandaríkjaforseta hafa verið hreina hörmung og í raun versta forseta í sögu Bandaríkjanna. Obama hafi bæði verið veikburða og gagnslaus. Þetta sagði Trump í viðtali við Fox fréttastofuna, í kjölfar ummæla Obama, sem sagði Trump óhæfan til að gegna forsetaembættinu. Þá sagði Obama það sæta furðu að Repúblikanaflokkurinn hafi enn ekki látið af stuðningi við Trump. Ýmsir þungavigtarmenn innan flokksins hafa þó gagnrýnt Trump og neitað honum um stuðning sinn. Þeirra á meðal eru Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og þingmaður repúblikana, og John McCain, öldungadeildarþingmaður og fyrrverandi forsetaframbjóðandi repúblikanaflokksins. Trump hefur hins vegar svarað í sömu mynt og segist ekki ætla að styðja þá í næstu þingkosningum, sem fara fram í nóvember, en Ryan og McCain ætla báðir að fara fram. Þá hefur gagnrýni á hendur Trump komið víðar að, en Francois Hollande Frakklandsforseti sagði í gær að fari svo að Trump beri sigur úr býtum, muni það hafa áhrif á heiminn allan. Bætti hann því við að Trump valdi sér ógleði. Fylgissveiflur á milli frambjóðandanna tveggja, Trump og Hillary Clinton, hafa verið töluverðar að undanförnu. Clinton er þó á hraðri uppleið í könnunum, nú að loknu landsþingi flokkanna tveggja. Stuðningur við Trump minnkaði eftir landsþing repúblikanaflokksins en þar munar líklega mest um þegar hann fór að gera lítið úr fjölskyldu hermanns sem féll í Íraksstríðinu árið 2004. Fjölskyldan er íslamskrar trúar og hafa orð Trump í garð hennar verið mikið í fréttum vestanhafs síðustu daga. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Sjá meira
Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, segir valdatíð Baracks Obama Bandaríkjaforseta hafa verið hreina hörmung og í raun versta forseta í sögu Bandaríkjanna. Obama hafi bæði verið veikburða og gagnslaus. Þetta sagði Trump í viðtali við Fox fréttastofuna, í kjölfar ummæla Obama, sem sagði Trump óhæfan til að gegna forsetaembættinu. Þá sagði Obama það sæta furðu að Repúblikanaflokkurinn hafi enn ekki látið af stuðningi við Trump. Ýmsir þungavigtarmenn innan flokksins hafa þó gagnrýnt Trump og neitað honum um stuðning sinn. Þeirra á meðal eru Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og þingmaður repúblikana, og John McCain, öldungadeildarþingmaður og fyrrverandi forsetaframbjóðandi repúblikanaflokksins. Trump hefur hins vegar svarað í sömu mynt og segist ekki ætla að styðja þá í næstu þingkosningum, sem fara fram í nóvember, en Ryan og McCain ætla báðir að fara fram. Þá hefur gagnrýni á hendur Trump komið víðar að, en Francois Hollande Frakklandsforseti sagði í gær að fari svo að Trump beri sigur úr býtum, muni það hafa áhrif á heiminn allan. Bætti hann því við að Trump valdi sér ógleði. Fylgissveiflur á milli frambjóðandanna tveggja, Trump og Hillary Clinton, hafa verið töluverðar að undanförnu. Clinton er þó á hraðri uppleið í könnunum, nú að loknu landsþingi flokkanna tveggja. Stuðningur við Trump minnkaði eftir landsþing repúblikanaflokksins en þar munar líklega mest um þegar hann fór að gera lítið úr fjölskyldu hermanns sem féll í Íraksstríðinu árið 2004. Fjölskyldan er íslamskrar trúar og hafa orð Trump í garð hennar verið mikið í fréttum vestanhafs síðustu daga.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Sjá meira