Óli Gott lagði á flótta undan lögreglu með fimm ára son sinn í aftursætinu Atli Ísleifsson skrifar 3. ágúst 2016 10:00 Ólafur Gottskálksson sagði sögu sína í Bítinu í morgun. Ólafur Gottskálksson, fyrrverandi landsliðsmarkmaður í knattspyrnu, segist hafa fengið nóg eftir hræðilegan atburð fyrir skemmstu, en hann hefur um árabil glímt við fíkniefnadjöfulinn. „Lögreglan keyrir tvisvar sinnum utan í bílinn til að fá mig til að stöðva. Ég læt ekki segjast. Ég veit ekki hvað slær saman í höfðinu á mér. Ég vil bara komast heim og stöðva fyrir framan húsið mitt þar sem þeir handtaka mig,“ segir fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Ólafur Gottskálksson um atvik sem átti sér nýverið stað skömmu fyrir verslunarmannahelgi, þar sem hann lagði á flótta undan lögreglu með fimm ára son sinn í bílnum. Ólafur kom og sagði sögu sína í Bítinu í morgun en hann hefur glímt við fíkniefnadjöfulinn undanfarin ár. Hann segist hafa ákveðið að stíga núna fram og segja sína sögu þar sem mælirinn hafi fyllst hjá honum sjálfum eftir þetta atvik. Byrjaði í örvandi efnum og kannabisMarkmaðurinn fór út í atvinnumennsku árið 1996 þegar hann samdi við skoska liðið Hibernian, en hann hafði þá áður leikið með ÍA, KR og Keflavík hér á landi. „Þetta var rosalega stórt stökk, að fara frá Keflavík þar sem maður var að spila fyrir framan fimm hundruð til þúsund manns og að byrja að spila fyrir 18 til 60 þúsund manns. Eftir þrjú ár í Skotlandi fékk ég tækifæri á að fara til annarar deildar liðs í Englandi sem Hermann Hreiðarsson og Ívar Ingimarsson voru í, Brentford. Það gekk mjög vel til að byrja með og svo var gaman að fá tækifæri á að spila í ensku deildinni.“ Ólafur segir að hann hafi hins vegar ekki verið með sjálfsagann til að halda þetta út. Hann segist áður hafa uppgötvað fíkilinn í sér hér á landi. Ekki hafi verið um áfengi að ræða, heldur örvandi efni og kannabis. „Ég fer í mína fyrstu meðferð árið 1995. Þá var ég að spila fyrir Keflavík og þeir fylgdu mér alla leið, studdu mig alla leið í þeirri baráttu og þeirri meðferð. Það er ekki að spyrja, frá þeim degi sem ég lauk meðferð og þar til ég fer út spilaði ég glimrandi vel og átti mjög gott tímabil á mínum ferli og varð til þess að ég komst út.“ Hann segist mögulega hafa geta náð mun lengra ef hann hefði haldið rétt á spilunum. Kvaddur í lyfjapróf og flúði landEftir tímabilið hjá Brentford fór Ólafur til Torquay þar sem hann er kvaddur í lyfjapróf. „Það er sjálfsagt með flesta þá sem eru í neyslu, að þeir halda að enginn sjái neitt. En allir sjá allt. Það er eitthvað óeðlilegt í gangi.“ Hann telur það enga tilviljun að hann hafi verið kallaður í lyfjapróf á þeim tíma sem hann spilaði með Torquay. „Þetta var agalegt áfall og ég vissi alveg hvað var framundan. Á þeirri stundu hefur þú möguleika á að gefa þeim prufu, en ég ákvað að gera það ekki. Ég vissi hver niðurstaðan yrði og lét mig hverfa fljótt frá Torquay. Í rauninni fór ég þann dag með handtöskuna mína, upp í flugvél og frá Englandi. Frá þeim degi þá liðu ein sex, sjö ár þar til ég gat aftur horft á sjónvarpsfréttir eða eitthvað tengt íþróttum.“ Hélt neyslunni áfram í öðru landiÓlafur segist hafa farið frá Englandi til annars lands þar sem hann hafi haldið neyslunni áfram. Hann hafi ekki þorað að fara heim og horfast í augu fjölskylduna og vandamálið. „Ég átti þá eina stúlku og var giftur. Það endaði náttúrulega með skilnaði hjá okkur hjónunum. Svo dó sú kona úr krabbameini, barnmóðir mín, eftir að við höfðum verið skilin í þrjú ár og eldri dóttir mín verið alin upp hjá henni. Ég tek þá við henni og tók mig á,“ segir Ólafur en fljótlega fór aftur að halla undan fæti. Ólafur segir fíknina vera lævísan og alvarlegan sjúkdóm. Hann segir það hafa breytt öllu að viðurkenna að þetta væri sjúkdómur. „Ég get þetta ekki einn.“ Fréttablaðið, 30. júní 2005. Ömurlegur tímiÓlafur segist hafa komið heim frá meginlandi Evrópu og eftir það hafi ömurlegur tími tekið við hér heima. „Það var mikil óregla í gangi og svo þegar maður var algerlega búinn og brunninn með allt sitt þá hef ég verið svo heppinn að eiga yndislega foreldra og systkini sem hafa stutt við bakið á mér og hjálpað að reisa mig við aftur.“ Hann segist alltaf hafa haldið í vonina og ekki gefist upp. „En í þetta skiptið hafði ég ekki samband við mína nánustu. Það var búið að leggja nóg á þá.“ Ólafur segir að árið 2011 hafi hann svo kynnst nýrri konu, Snjólaugu, og allt hafi gengið vel til að byrja með. Hann hafi tekið sig á og þau eignast tvö börn, þau Þór og Sif, en alls á Ólafur fjögur börn. Þarna hafi hann fengið tækifæri til að byrja upp á nýtt. Hann hafi verið dottinn út úr öllum þeim félagsskap sem tengist fótboltanum. „Ég eyddi þrjátíu árum af minni ævi í þessari íþrótt og mitt líf snerist bara um fótbolta, bæði það sem gerist innan vallar sem utan. En ég kynnist þarna [Snjólaugu] og hennar fjölskylda tekur mér opnum örmum og það lét mig ganga miklu betur. Við kaupum okkur fokhelt hús og fyrir um ári síðan og klárum það.“ Hann segist hafa verið stoltur af því að koma þarna þaki yfir fjölskylduna. Hann hafi verið meira og minna edrú frá árinu 2011. „Ég get þó ekki sagt að það hafi verið samfelldur tími.“ Fréttablaðið, 9. ágúst 2004. LygavefurinnHann segir að um leið og fíkillinn lendir undir álagi þá sé svo auðvelt að ná í eitthvað sem hjálpar sér. Hann segir að síðasta neyslutímabil hans hafi endað svo með hræðilegum atburði. „Ég fell fyrir alvöru í febrúar á þessu ári. Á þessum mánuðum, sjö mánuðum, ef ég væri með fyrir og eftir mynd af mér – þó að ég sé ekkert flak- þá vantar á mig tuttugu kíló af kjöti. Þessi efni láta mann missa matarlystina. Þú keyrir á sjálfan þig og þér finnst þú alltaf líta jafn flottur út í speglinum og væntanlega tekur enginn eftir neinu. En undanfarnar vikur og mánuði þá hefur hún mamma gamla sagt að ég þurfi að fara að huga að heilsunni, að eitthvað sé að. Þau vilja náttúrulega ekki trúa því að ég sé aftur farinn í neyslu.“ Ólafur segir að í febrúar hafi byrjað þessi lygavefur sem einkennir líf fíkla. „Lífið umturnast hjá manni, þó að fronturinn virðist vera svipaður. Allt á bakvið, innviðirnir, þeir breytast. Maður fer að þurfa að skjótast eitthvert og lýgur til um hvert það sé. Maður þarf að fara að útskýra hvað varð um peningana. Það hefst ótrúlegur lygavefur og maður festist í þessu og tekur ekki eftir því.“ Snjólaugu farið að grunaÓlafur segir að Snjólaugu hafi verið fara að gruna að hann væri kominn aftur í neyslu. „Oft á tíðum harðneitar maður og hreytir þá frá sér:„Ertu eitthvað rugluð manneskja? Heldur þú að ég sé eitthvað bilaður?“ Maður er svo sannfærandi að maður trúir þessu sjálfur.“ Hann segir að hann hafi ákveðið að stíga núna fram og segja sína sögu þar sem mælirinn hafi fyllst hjá honum sjálfum fyrir skömmu. „Algerlega. Það sem gerist er að konan mín vinnur vaktavinnu, og hún kemur heim á sunnudagskvöldi, agalega þreytt eftir þriggja daga vinnu. Hún segir við mig að ég komi til með að koma Þór, yngsta barni okkar, á leikskólann í fyrramálið. Svo myndum við tala saman í hádeginu daginn eftir líkt og venjan sé.“ Á flótta undan lögreglunni með barn í aftursætinuÓlafur segir að svo á mánudagsmorgninum hafi hann farið að útrétta í Keflavík, ná í einhverjar vörur. „Ég kem svo heim um hálf ellefu, ellefuleytið. Þá eru krakkarnir bara frammi að leika. Snjólaug kemur þá fram og spyr af hverju Þór sé ekki farinn á leikskólann. Þetta var fyrsti dagur eftir sumarfrí. Ég segi þá „Nei, nei, ég er að fara með hann.“ Hún segir nei, og að Emelía geti labbað með hann. Það er rigning þennan dag, þetta er mánudagurinn fyrir verslunarmannahelgi. Ég tók af skarið og tók drenginn með mér út í bíl. Leikskólinn er í einhverri 700 metra fjarlægð frá húsinu, fimm beygjur og við erum mætt. Á leiðinni sér lögreglan mig og er þá búin að fá tilkynningu frá aðila í Keflavík að það gæti eitthvað verið að honum Óla. Þeir voru að fylgjast með mér. Ég er beðinn um að stöðva, en tek þá afdrifaríku ákvörðun að stöðva ekki. Ég næ því ekki enn í dag. Ég er 48 ára gamall og þetta hef ég aldrei áður á ævinni gert.“ Lögreglan heldur svo áfram að elta Ólaf, keyrir tvisvar sinnum utan í bilinn til að fá hann til að stöðva. „Ég læt ekki segjast. Ég veit ekki hvað slær saman í höfðinu á mér. Ég vil bara komast heim og stöðva fyrir framan húsið mitt. Þar stöðva ég og þeir handtaka mig. Hann segir að eftir þetta hafi hann fengið nóg af þessu líferni og þessum uppákomum. „Þetta hrundi allt yfir, hvað er ég að gera, og hringi strax í SÁÁ og bið um innlagnarbeiðni. Ég á fjögur börn og ég hef aldrei lent í þeirri upplifun að stofna þeim í svona mikla hættu.“ Hann segist sjálfur ekki vilja vera íbúi í hverfinu með þennan mann keyrandi i hverfinu eins og hann gerði og nýtti hann tækifærið og bað alla nágranna sína afsökunar á hegðun sinni. Hlýða má á viðtalið í heild sinni í spilaranum að ofan. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Markvörður ákærður fyrir rán Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur Ólafi Gottskálkssyni, fyrrverandi landsliðsmarkverði í knattspyrnu. Ólafur er ákærður fyrir húsbrot og rán í félagi við annan yngri mann. 16. október 2009 07:00 Fyrrverandi landsliðsmarkvörður dæmdur í fangelsi Ólafur Gottskálksson, fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu og landsliðsmarkvörður, hefur verið dæmdur í tíu mánaða fangelsi fyrir húsbrot og rán en hann ruddist ásamt öðrum manni Ólafi Darra Sturlusyni inn á heimili manns í Reykjanesbæ og beitti hann ofbeldi auk þess sem þeir rændu fartölvu af manninum. 8. mars 2010 16:26 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Erlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fleiri fréttir Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Sjá meira
Ólafur Gottskálksson, fyrrverandi landsliðsmarkmaður í knattspyrnu, segist hafa fengið nóg eftir hræðilegan atburð fyrir skemmstu, en hann hefur um árabil glímt við fíkniefnadjöfulinn. „Lögreglan keyrir tvisvar sinnum utan í bílinn til að fá mig til að stöðva. Ég læt ekki segjast. Ég veit ekki hvað slær saman í höfðinu á mér. Ég vil bara komast heim og stöðva fyrir framan húsið mitt þar sem þeir handtaka mig,“ segir fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Ólafur Gottskálksson um atvik sem átti sér nýverið stað skömmu fyrir verslunarmannahelgi, þar sem hann lagði á flótta undan lögreglu með fimm ára son sinn í bílnum. Ólafur kom og sagði sögu sína í Bítinu í morgun en hann hefur glímt við fíkniefnadjöfulinn undanfarin ár. Hann segist hafa ákveðið að stíga núna fram og segja sína sögu þar sem mælirinn hafi fyllst hjá honum sjálfum eftir þetta atvik. Byrjaði í örvandi efnum og kannabisMarkmaðurinn fór út í atvinnumennsku árið 1996 þegar hann samdi við skoska liðið Hibernian, en hann hafði þá áður leikið með ÍA, KR og Keflavík hér á landi. „Þetta var rosalega stórt stökk, að fara frá Keflavík þar sem maður var að spila fyrir framan fimm hundruð til þúsund manns og að byrja að spila fyrir 18 til 60 þúsund manns. Eftir þrjú ár í Skotlandi fékk ég tækifæri á að fara til annarar deildar liðs í Englandi sem Hermann Hreiðarsson og Ívar Ingimarsson voru í, Brentford. Það gekk mjög vel til að byrja með og svo var gaman að fá tækifæri á að spila í ensku deildinni.“ Ólafur segir að hann hafi hins vegar ekki verið með sjálfsagann til að halda þetta út. Hann segist áður hafa uppgötvað fíkilinn í sér hér á landi. Ekki hafi verið um áfengi að ræða, heldur örvandi efni og kannabis. „Ég fer í mína fyrstu meðferð árið 1995. Þá var ég að spila fyrir Keflavík og þeir fylgdu mér alla leið, studdu mig alla leið í þeirri baráttu og þeirri meðferð. Það er ekki að spyrja, frá þeim degi sem ég lauk meðferð og þar til ég fer út spilaði ég glimrandi vel og átti mjög gott tímabil á mínum ferli og varð til þess að ég komst út.“ Hann segist mögulega hafa geta náð mun lengra ef hann hefði haldið rétt á spilunum. Kvaddur í lyfjapróf og flúði landEftir tímabilið hjá Brentford fór Ólafur til Torquay þar sem hann er kvaddur í lyfjapróf. „Það er sjálfsagt með flesta þá sem eru í neyslu, að þeir halda að enginn sjái neitt. En allir sjá allt. Það er eitthvað óeðlilegt í gangi.“ Hann telur það enga tilviljun að hann hafi verið kallaður í lyfjapróf á þeim tíma sem hann spilaði með Torquay. „Þetta var agalegt áfall og ég vissi alveg hvað var framundan. Á þeirri stundu hefur þú möguleika á að gefa þeim prufu, en ég ákvað að gera það ekki. Ég vissi hver niðurstaðan yrði og lét mig hverfa fljótt frá Torquay. Í rauninni fór ég þann dag með handtöskuna mína, upp í flugvél og frá Englandi. Frá þeim degi þá liðu ein sex, sjö ár þar til ég gat aftur horft á sjónvarpsfréttir eða eitthvað tengt íþróttum.“ Hélt neyslunni áfram í öðru landiÓlafur segist hafa farið frá Englandi til annars lands þar sem hann hafi haldið neyslunni áfram. Hann hafi ekki þorað að fara heim og horfast í augu fjölskylduna og vandamálið. „Ég átti þá eina stúlku og var giftur. Það endaði náttúrulega með skilnaði hjá okkur hjónunum. Svo dó sú kona úr krabbameini, barnmóðir mín, eftir að við höfðum verið skilin í þrjú ár og eldri dóttir mín verið alin upp hjá henni. Ég tek þá við henni og tók mig á,“ segir Ólafur en fljótlega fór aftur að halla undan fæti. Ólafur segir fíknina vera lævísan og alvarlegan sjúkdóm. Hann segir það hafa breytt öllu að viðurkenna að þetta væri sjúkdómur. „Ég get þetta ekki einn.“ Fréttablaðið, 30. júní 2005. Ömurlegur tímiÓlafur segist hafa komið heim frá meginlandi Evrópu og eftir það hafi ömurlegur tími tekið við hér heima. „Það var mikil óregla í gangi og svo þegar maður var algerlega búinn og brunninn með allt sitt þá hef ég verið svo heppinn að eiga yndislega foreldra og systkini sem hafa stutt við bakið á mér og hjálpað að reisa mig við aftur.“ Hann segist alltaf hafa haldið í vonina og ekki gefist upp. „En í þetta skiptið hafði ég ekki samband við mína nánustu. Það var búið að leggja nóg á þá.“ Ólafur segir að árið 2011 hafi hann svo kynnst nýrri konu, Snjólaugu, og allt hafi gengið vel til að byrja með. Hann hafi tekið sig á og þau eignast tvö börn, þau Þór og Sif, en alls á Ólafur fjögur börn. Þarna hafi hann fengið tækifæri til að byrja upp á nýtt. Hann hafi verið dottinn út úr öllum þeim félagsskap sem tengist fótboltanum. „Ég eyddi þrjátíu árum af minni ævi í þessari íþrótt og mitt líf snerist bara um fótbolta, bæði það sem gerist innan vallar sem utan. En ég kynnist þarna [Snjólaugu] og hennar fjölskylda tekur mér opnum örmum og það lét mig ganga miklu betur. Við kaupum okkur fokhelt hús og fyrir um ári síðan og klárum það.“ Hann segist hafa verið stoltur af því að koma þarna þaki yfir fjölskylduna. Hann hafi verið meira og minna edrú frá árinu 2011. „Ég get þó ekki sagt að það hafi verið samfelldur tími.“ Fréttablaðið, 9. ágúst 2004. LygavefurinnHann segir að um leið og fíkillinn lendir undir álagi þá sé svo auðvelt að ná í eitthvað sem hjálpar sér. Hann segir að síðasta neyslutímabil hans hafi endað svo með hræðilegum atburði. „Ég fell fyrir alvöru í febrúar á þessu ári. Á þessum mánuðum, sjö mánuðum, ef ég væri með fyrir og eftir mynd af mér – þó að ég sé ekkert flak- þá vantar á mig tuttugu kíló af kjöti. Þessi efni láta mann missa matarlystina. Þú keyrir á sjálfan þig og þér finnst þú alltaf líta jafn flottur út í speglinum og væntanlega tekur enginn eftir neinu. En undanfarnar vikur og mánuði þá hefur hún mamma gamla sagt að ég þurfi að fara að huga að heilsunni, að eitthvað sé að. Þau vilja náttúrulega ekki trúa því að ég sé aftur farinn í neyslu.“ Ólafur segir að í febrúar hafi byrjað þessi lygavefur sem einkennir líf fíkla. „Lífið umturnast hjá manni, þó að fronturinn virðist vera svipaður. Allt á bakvið, innviðirnir, þeir breytast. Maður fer að þurfa að skjótast eitthvert og lýgur til um hvert það sé. Maður þarf að fara að útskýra hvað varð um peningana. Það hefst ótrúlegur lygavefur og maður festist í þessu og tekur ekki eftir því.“ Snjólaugu farið að grunaÓlafur segir að Snjólaugu hafi verið fara að gruna að hann væri kominn aftur í neyslu. „Oft á tíðum harðneitar maður og hreytir þá frá sér:„Ertu eitthvað rugluð manneskja? Heldur þú að ég sé eitthvað bilaður?“ Maður er svo sannfærandi að maður trúir þessu sjálfur.“ Hann segir að hann hafi ákveðið að stíga núna fram og segja sína sögu þar sem mælirinn hafi fyllst hjá honum sjálfum fyrir skömmu. „Algerlega. Það sem gerist er að konan mín vinnur vaktavinnu, og hún kemur heim á sunnudagskvöldi, agalega þreytt eftir þriggja daga vinnu. Hún segir við mig að ég komi til með að koma Þór, yngsta barni okkar, á leikskólann í fyrramálið. Svo myndum við tala saman í hádeginu daginn eftir líkt og venjan sé.“ Á flótta undan lögreglunni með barn í aftursætinuÓlafur segir að svo á mánudagsmorgninum hafi hann farið að útrétta í Keflavík, ná í einhverjar vörur. „Ég kem svo heim um hálf ellefu, ellefuleytið. Þá eru krakkarnir bara frammi að leika. Snjólaug kemur þá fram og spyr af hverju Þór sé ekki farinn á leikskólann. Þetta var fyrsti dagur eftir sumarfrí. Ég segi þá „Nei, nei, ég er að fara með hann.“ Hún segir nei, og að Emelía geti labbað með hann. Það er rigning þennan dag, þetta er mánudagurinn fyrir verslunarmannahelgi. Ég tók af skarið og tók drenginn með mér út í bíl. Leikskólinn er í einhverri 700 metra fjarlægð frá húsinu, fimm beygjur og við erum mætt. Á leiðinni sér lögreglan mig og er þá búin að fá tilkynningu frá aðila í Keflavík að það gæti eitthvað verið að honum Óla. Þeir voru að fylgjast með mér. Ég er beðinn um að stöðva, en tek þá afdrifaríku ákvörðun að stöðva ekki. Ég næ því ekki enn í dag. Ég er 48 ára gamall og þetta hef ég aldrei áður á ævinni gert.“ Lögreglan heldur svo áfram að elta Ólaf, keyrir tvisvar sinnum utan í bilinn til að fá hann til að stöðva. „Ég læt ekki segjast. Ég veit ekki hvað slær saman í höfðinu á mér. Ég vil bara komast heim og stöðva fyrir framan húsið mitt. Þar stöðva ég og þeir handtaka mig. Hann segir að eftir þetta hafi hann fengið nóg af þessu líferni og þessum uppákomum. „Þetta hrundi allt yfir, hvað er ég að gera, og hringi strax í SÁÁ og bið um innlagnarbeiðni. Ég á fjögur börn og ég hef aldrei lent í þeirri upplifun að stofna þeim í svona mikla hættu.“ Hann segist sjálfur ekki vilja vera íbúi í hverfinu með þennan mann keyrandi i hverfinu eins og hann gerði og nýtti hann tækifærið og bað alla nágranna sína afsökunar á hegðun sinni. Hlýða má á viðtalið í heild sinni í spilaranum að ofan.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Markvörður ákærður fyrir rán Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur Ólafi Gottskálkssyni, fyrrverandi landsliðsmarkverði í knattspyrnu. Ólafur er ákærður fyrir húsbrot og rán í félagi við annan yngri mann. 16. október 2009 07:00 Fyrrverandi landsliðsmarkvörður dæmdur í fangelsi Ólafur Gottskálksson, fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu og landsliðsmarkvörður, hefur verið dæmdur í tíu mánaða fangelsi fyrir húsbrot og rán en hann ruddist ásamt öðrum manni Ólafi Darra Sturlusyni inn á heimili manns í Reykjanesbæ og beitti hann ofbeldi auk þess sem þeir rændu fartölvu af manninum. 8. mars 2010 16:26 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Erlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fleiri fréttir Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Sjá meira
Markvörður ákærður fyrir rán Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur Ólafi Gottskálkssyni, fyrrverandi landsliðsmarkverði í knattspyrnu. Ólafur er ákærður fyrir húsbrot og rán í félagi við annan yngri mann. 16. október 2009 07:00
Fyrrverandi landsliðsmarkvörður dæmdur í fangelsi Ólafur Gottskálksson, fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu og landsliðsmarkvörður, hefur verið dæmdur í tíu mánaða fangelsi fyrir húsbrot og rán en hann ruddist ásamt öðrum manni Ólafi Darra Sturlusyni inn á heimili manns í Reykjanesbæ og beitti hann ofbeldi auk þess sem þeir rændu fartölvu af manninum. 8. mars 2010 16:26