Verkir í víðara samhengi Sóley J. Einarsdóttir skrifar 18. ágúst 2016 08:00 Gerður er greinarmunur á bráðum og langvinnum verkjum: Þegar verkir halda áfram þrátt fyrir að hinn upprunalegi skaði eigi að vera gróinn þá kallast þeir verkir langvinnir. Miðað er við að verkirnir hafi staðið yfir lengur en í 3-6 mánuði. Af hverju finnum við þá áfram fyrir verkjum? Kenningar um miðlæga verkjanæmingu (central sensitization) útskýra viðvarandi verki á þann veg að líkaminn sé nú orðinn viðkvæmari en áður fyrir áreitum. Líkaminn er því farinn að bregðast við áreitum sem hann þoldi betur áður en verkirnir hófust. Þegar verkir eru orðnir langvinnir þá eru litlar líkur taldar á því að hægt sé að uppræta þá með öllu. Meðferð við langvinnum verkjum leggur því áherslu á að kenna fólki að lifa með verkjunum og auka þannig lífsgæðin. Viðurkenndur máti til að útskýra verkjaupplifun er með kenningunni um sársaukahliðið (Gate control theory). Samkvæmt henni eru skilaboð um verki send frá hrjáðum líkamshluta til heilans sem svo nemur verkina og gerir okkur meðvituð um verkina. Á þessari leið skilaboðanna er eins konar sársaukahlið sem opnast og lokast og hefur þannig áhrif á hversu sterk verkjaskilaboð ná til heilans. Í þessu liggur að hægt er að hafa áhrif á það hversu mikið sársaukahliðið opnast, þ.e. hversu mikla verki við upplifum, og þar kemur líf-sál-félagslega líkanið inn í myndina.Verkir geta leitt til svefnleysisLíf-sál-félagslega líkanið (Biopsychosocial model) er það skýringarmódel sem m.a. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) og Alþjóðlegu samtökin um rannsóknir á verkjum (IASP) mæla með í greiningu og meðferð á langvinnum verkjum. Módelið gerir ráð fyrir líkamlegum, sálfræðilegum og félagslegum áhrifaþáttum á verki, þ.e. þáttum sem hafa áhrif á opnun og lokun sársaukahliðsins. Sem dæmi um algenga neikvæða áhrifaþætti á verki eru bólgur, svefnraskanir, streita, þunglyndi og slæm fjárhagsleg staða. Þessir þættir hafa síðan áhrif hver á annan og geta breyst í vítahring. Til dæmis geta verkir leitt til svefnleysis sem veldur streitu sem svo mögulega leiðir til þunglyndis sem aftur eykur verkina og skerðir atvinnuþátttöku sem leiðir til slæmrar fjárhagsstöðu sem svo aftur eykur streituna og svefnleysið. Hér sést hversu verkir eru flókið fyrirbæri. Við erum ekki vélmenni sem geta endalaust fengið nýja varahluti og ábætta olíu. Við berum einnig keim af þeirri stöðu sem við erum í og andlegri líðan. Það er því nauðsynlegt að hlúa að manneskjunni sem heild þegar hún gengur í gegnum þrekraunir eins og langvinna verki.Markmiðið að auka lífsgæðiÞað er ekkert nýtt að sálfræðilegir þættir hafa áhrif á líkamlega heilsu. Við þekkjum flest hvernig andleg spenna við álag tekur sér bólfestu í líkamlegu formi í öxlum og hnakka. Þegar langvinnir verkir þróast hins vegar eftir líkamlegt áfall, eins og brjósklos, getur einhver gert athugasemd við að kallað sé eftir sálfræðingi til að hjálpa. En það er í þeim tilfellum sem öðrum að spenna vegna álags bætir ekki ástandið. Eins og líf-sál-félagslega líkanið gerir ráð fyrir þá eykur spenna verkina og sársaukahliðið opnast upp á gátt. Sálfræðilegur þáttur verkja hefur lengi verið meðhöndlaður með hugrænni atferlismeðferð. Markmið meðferðarinnar er að auka lífsgæði fólks með margvíslegum aðferðum. Þar er sjónum meðal annars beint að þeim vítahring sem verður milli líkamlegra einkenna, hugsana, tilfinninga og hegðunar. Orð eru til alls fyrst segir máltækið en orðin verða hins vegar fyrst til sem hugsanir og þær geta að hluta stýrt framvindu verkjavandans. Margs konar hugsanagildrur gera fólki erfiðara að fást við verkjavanda. Tökum sem dæmi Gísla sem fékk verk í bakið eftir klukkutíma garðvinnu. Gísli hugsaði með sér að augljóslega gæti hann ekkert unnið í garðinum, kastaði frá sér skóflunni og fór inn. Gísli hefur tilhneigingu til að alhæfa og hugsar að annaðhvort geti hann „allt eða ekkert“. Það fer illa saman við langvinna verki og leiðir til minni þátttöku í lífinu sjálfu. Minni virkni eykur svo verkjavandann. Mikilvægur áfangi í hugarfarsbreytingu gagnvart langvinnum verkjum er að taka lítil skref í rétta átt. Hvernig borðar maður fíl? – Jú, tekur einn bita í einu. Byrjaðu á því að vinna í garðinum í korter eða hitta vinina á kaffihúsi í hálftíma, taka þrjá diska úr uppþvottavélinni eða tíu mínútna göngutúr. Byrja smátt og smátt að lifa lífinu aftur. Það er fyrsta skrefið í að taka völdin af verkjunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Gerður er greinarmunur á bráðum og langvinnum verkjum: Þegar verkir halda áfram þrátt fyrir að hinn upprunalegi skaði eigi að vera gróinn þá kallast þeir verkir langvinnir. Miðað er við að verkirnir hafi staðið yfir lengur en í 3-6 mánuði. Af hverju finnum við þá áfram fyrir verkjum? Kenningar um miðlæga verkjanæmingu (central sensitization) útskýra viðvarandi verki á þann veg að líkaminn sé nú orðinn viðkvæmari en áður fyrir áreitum. Líkaminn er því farinn að bregðast við áreitum sem hann þoldi betur áður en verkirnir hófust. Þegar verkir eru orðnir langvinnir þá eru litlar líkur taldar á því að hægt sé að uppræta þá með öllu. Meðferð við langvinnum verkjum leggur því áherslu á að kenna fólki að lifa með verkjunum og auka þannig lífsgæðin. Viðurkenndur máti til að útskýra verkjaupplifun er með kenningunni um sársaukahliðið (Gate control theory). Samkvæmt henni eru skilaboð um verki send frá hrjáðum líkamshluta til heilans sem svo nemur verkina og gerir okkur meðvituð um verkina. Á þessari leið skilaboðanna er eins konar sársaukahlið sem opnast og lokast og hefur þannig áhrif á hversu sterk verkjaskilaboð ná til heilans. Í þessu liggur að hægt er að hafa áhrif á það hversu mikið sársaukahliðið opnast, þ.e. hversu mikla verki við upplifum, og þar kemur líf-sál-félagslega líkanið inn í myndina.Verkir geta leitt til svefnleysisLíf-sál-félagslega líkanið (Biopsychosocial model) er það skýringarmódel sem m.a. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) og Alþjóðlegu samtökin um rannsóknir á verkjum (IASP) mæla með í greiningu og meðferð á langvinnum verkjum. Módelið gerir ráð fyrir líkamlegum, sálfræðilegum og félagslegum áhrifaþáttum á verki, þ.e. þáttum sem hafa áhrif á opnun og lokun sársaukahliðsins. Sem dæmi um algenga neikvæða áhrifaþætti á verki eru bólgur, svefnraskanir, streita, þunglyndi og slæm fjárhagsleg staða. Þessir þættir hafa síðan áhrif hver á annan og geta breyst í vítahring. Til dæmis geta verkir leitt til svefnleysis sem veldur streitu sem svo mögulega leiðir til þunglyndis sem aftur eykur verkina og skerðir atvinnuþátttöku sem leiðir til slæmrar fjárhagsstöðu sem svo aftur eykur streituna og svefnleysið. Hér sést hversu verkir eru flókið fyrirbæri. Við erum ekki vélmenni sem geta endalaust fengið nýja varahluti og ábætta olíu. Við berum einnig keim af þeirri stöðu sem við erum í og andlegri líðan. Það er því nauðsynlegt að hlúa að manneskjunni sem heild þegar hún gengur í gegnum þrekraunir eins og langvinna verki.Markmiðið að auka lífsgæðiÞað er ekkert nýtt að sálfræðilegir þættir hafa áhrif á líkamlega heilsu. Við þekkjum flest hvernig andleg spenna við álag tekur sér bólfestu í líkamlegu formi í öxlum og hnakka. Þegar langvinnir verkir þróast hins vegar eftir líkamlegt áfall, eins og brjósklos, getur einhver gert athugasemd við að kallað sé eftir sálfræðingi til að hjálpa. En það er í þeim tilfellum sem öðrum að spenna vegna álags bætir ekki ástandið. Eins og líf-sál-félagslega líkanið gerir ráð fyrir þá eykur spenna verkina og sársaukahliðið opnast upp á gátt. Sálfræðilegur þáttur verkja hefur lengi verið meðhöndlaður með hugrænni atferlismeðferð. Markmið meðferðarinnar er að auka lífsgæði fólks með margvíslegum aðferðum. Þar er sjónum meðal annars beint að þeim vítahring sem verður milli líkamlegra einkenna, hugsana, tilfinninga og hegðunar. Orð eru til alls fyrst segir máltækið en orðin verða hins vegar fyrst til sem hugsanir og þær geta að hluta stýrt framvindu verkjavandans. Margs konar hugsanagildrur gera fólki erfiðara að fást við verkjavanda. Tökum sem dæmi Gísla sem fékk verk í bakið eftir klukkutíma garðvinnu. Gísli hugsaði með sér að augljóslega gæti hann ekkert unnið í garðinum, kastaði frá sér skóflunni og fór inn. Gísli hefur tilhneigingu til að alhæfa og hugsar að annaðhvort geti hann „allt eða ekkert“. Það fer illa saman við langvinna verki og leiðir til minni þátttöku í lífinu sjálfu. Minni virkni eykur svo verkjavandann. Mikilvægur áfangi í hugarfarsbreytingu gagnvart langvinnum verkjum er að taka lítil skref í rétta átt. Hvernig borðar maður fíl? – Jú, tekur einn bita í einu. Byrjaðu á því að vinna í garðinum í korter eða hitta vinina á kaffihúsi í hálftíma, taka þrjá diska úr uppþvottavélinni eða tíu mínútna göngutúr. Byrja smátt og smátt að lifa lífinu aftur. Það er fyrsta skrefið í að taka völdin af verkjunum.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun