Össur segir prófkjör Pírata „tóma skel“ og „bömmer“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. ágúst 2016 11:24 Össur Skarphéðinsson þingmaður Samfylkingarinnar vísir/Vilhelm Össur Skarphéðinsson þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi utanríkisráðherra segir að prófkjör Pírata hafi verið „bömmer“ og „tóm skel.“ Þetta kemur fram á Facebook-síðu þingmannsins þar sem hann skrifar um prófkjörið en úrslit í prófkjörinu á höfuðborgarsvæðinu voru tilkynnt í gærkvöldi. Þau Birgitta Jónsdóttir, Jón Þór Ólafsson og Ásta Guðrún Helgadóttir röðuðu sér í efstu þrjú sætin en þau hafa öll setið á þingi fyrir Pírata. Alls kusu 1033 í prófkjörinu en um hundrað frambjóðendur tóku þátt. Að mati Össurar var þátttakan í prófkjörum Pírata skelfilega lítil: „Kosningakerfið virðist vera svo flókið að það þurfti sérstaka skrifstofu til að aðstoða menn við að skrá sig inn í kerfið. Fyrir vikið var þátttakan í prófkjörum mestu fjöldahreyfingar Íslandssögunnar skelfilega lítil. Í Suðurkjördæmi var fjórðungur þeirra sem greiddu atkvæði aðallega frambjóðendurnir sjálfir. Geri maður ráð fyrir því að fjölskyldur frambjóðendanna hafi stutt sitt fólk má ætla að einkum frambjóðendur og skyldulið hafi tekið þátt í prófkjörinu í Suðurkjördæmi,“ segir í færslu fyrrverandi ráðherrans. Þá fer hann einnig yfir prófkjörið í Norðausturkjördæmi „þar sem elítan henti Birni Þorlákssyni út – að hans sögn með plotti – tóku innan við 80 manns þátt í afgreiðslu listans. Í Reykjavík og Suð-vestur greiddu ríflega þúsund manns atkvæði um ríflega hundrað frambjóðendur. Tíundi hluti atkvæðanna voru því frambjóðendurnir sjálfir. Ef nánustu vinir og skyldulið eru með talin er líklegt að sárafáir úr hinni mörg þúsund manna grasrót hafi tekið þátt.“ Össur segir að það sama sé uppi á teningnum í kosningum um stefnu Pírata þar sem hann segir að sárafáir taki þátt sé miðað við allan þann fjölda fólks sem styðji flokkinn. Hann segir til að mynda miklu fleiri hafa tekið þátt þegar beint lýðræði var notað til að móta Evrópustefnu Samfylkingarinnar þegar hann var formaður flokksins. „Nálgunin, og viðleitnin til að beita raunverulegu lýðræði, er jákvæð og virðingarverð hjá Pírötum og sannarlega til eftirbreytni. Í framkvæmd er kerfið ekki að virka sérlega vel og virðist eiginlega vera tóm skel utan um góða og lýðræðislega hugmynd. Það býður heim hættunni á elítustjórnun einsog á Pírataspjallinu – sem eins og allir eiga nú orðið að vita á ekkert skylt við Pírata!“ Það vakti nokkra athygli í vikunni þegar Össur sagði engan mun vera á Pírötum og Samfylkingunni; hann kvaðst að minnsta kosti ekki þekkja hann. Formaður Samfylkingarinnar, Oddný Harðardóttir, brást við orðum þingmannsins og sagði Pírata ekki vera jafnaðarmenn líkt og samfylkingarfólk. Birgitta Jónsdóttir svaraði svo þeim orðum formannsins og spurði hvað það væri að vera jafnaðarmaður. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Össur: „Enginn munur á Pírötum og Samfylkingu“ Össur Skarphéðinsson þingmaður Samfylkingarinnar segir að Píratar og Samfylkingin gætu vel unnið saman í ríkisstjórn. Sjálfur sér hann engan mun á Pírötum og Samfylkingunni. 8. ágúst 2016 15:49 Birgitta, Jón Þór og Ásta efst hjá Pírötum Búið er að birta niðurstöður úr sameiginlegu prófkjöri Pírata fyrir Reykjavíkurkjördæmin og Suðvesturkjördæmi. 12. ágúst 2016 18:47 Mest lesið Strandveiðisjómaður lést Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Tugir missa vinnuna í sumar Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Árásarmaðurinn ölvaður Íslendingur Innlent Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Innlent Formaður og gjaldkeri Vorstjörnunnar kærð fyrir efnahagsbrot Innlent Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Innlent Ráðist á rútubílstjóra og vegfarendur yfirbuguðu árásarmanninn Innlent Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Innlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Össur Skarphéðinsson þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi utanríkisráðherra segir að prófkjör Pírata hafi verið „bömmer“ og „tóm skel.“ Þetta kemur fram á Facebook-síðu þingmannsins þar sem hann skrifar um prófkjörið en úrslit í prófkjörinu á höfuðborgarsvæðinu voru tilkynnt í gærkvöldi. Þau Birgitta Jónsdóttir, Jón Þór Ólafsson og Ásta Guðrún Helgadóttir röðuðu sér í efstu þrjú sætin en þau hafa öll setið á þingi fyrir Pírata. Alls kusu 1033 í prófkjörinu en um hundrað frambjóðendur tóku þátt. Að mati Össurar var þátttakan í prófkjörum Pírata skelfilega lítil: „Kosningakerfið virðist vera svo flókið að það þurfti sérstaka skrifstofu til að aðstoða menn við að skrá sig inn í kerfið. Fyrir vikið var þátttakan í prófkjörum mestu fjöldahreyfingar Íslandssögunnar skelfilega lítil. Í Suðurkjördæmi var fjórðungur þeirra sem greiddu atkvæði aðallega frambjóðendurnir sjálfir. Geri maður ráð fyrir því að fjölskyldur frambjóðendanna hafi stutt sitt fólk má ætla að einkum frambjóðendur og skyldulið hafi tekið þátt í prófkjörinu í Suðurkjördæmi,“ segir í færslu fyrrverandi ráðherrans. Þá fer hann einnig yfir prófkjörið í Norðausturkjördæmi „þar sem elítan henti Birni Þorlákssyni út – að hans sögn með plotti – tóku innan við 80 manns þátt í afgreiðslu listans. Í Reykjavík og Suð-vestur greiddu ríflega þúsund manns atkvæði um ríflega hundrað frambjóðendur. Tíundi hluti atkvæðanna voru því frambjóðendurnir sjálfir. Ef nánustu vinir og skyldulið eru með talin er líklegt að sárafáir úr hinni mörg þúsund manna grasrót hafi tekið þátt.“ Össur segir að það sama sé uppi á teningnum í kosningum um stefnu Pírata þar sem hann segir að sárafáir taki þátt sé miðað við allan þann fjölda fólks sem styðji flokkinn. Hann segir til að mynda miklu fleiri hafa tekið þátt þegar beint lýðræði var notað til að móta Evrópustefnu Samfylkingarinnar þegar hann var formaður flokksins. „Nálgunin, og viðleitnin til að beita raunverulegu lýðræði, er jákvæð og virðingarverð hjá Pírötum og sannarlega til eftirbreytni. Í framkvæmd er kerfið ekki að virka sérlega vel og virðist eiginlega vera tóm skel utan um góða og lýðræðislega hugmynd. Það býður heim hættunni á elítustjórnun einsog á Pírataspjallinu – sem eins og allir eiga nú orðið að vita á ekkert skylt við Pírata!“ Það vakti nokkra athygli í vikunni þegar Össur sagði engan mun vera á Pírötum og Samfylkingunni; hann kvaðst að minnsta kosti ekki þekkja hann. Formaður Samfylkingarinnar, Oddný Harðardóttir, brást við orðum þingmannsins og sagði Pírata ekki vera jafnaðarmenn líkt og samfylkingarfólk. Birgitta Jónsdóttir svaraði svo þeim orðum formannsins og spurði hvað það væri að vera jafnaðarmaður.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Össur: „Enginn munur á Pírötum og Samfylkingu“ Össur Skarphéðinsson þingmaður Samfylkingarinnar segir að Píratar og Samfylkingin gætu vel unnið saman í ríkisstjórn. Sjálfur sér hann engan mun á Pírötum og Samfylkingunni. 8. ágúst 2016 15:49 Birgitta, Jón Þór og Ásta efst hjá Pírötum Búið er að birta niðurstöður úr sameiginlegu prófkjöri Pírata fyrir Reykjavíkurkjördæmin og Suðvesturkjördæmi. 12. ágúst 2016 18:47 Mest lesið Strandveiðisjómaður lést Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Tugir missa vinnuna í sumar Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Árásarmaðurinn ölvaður Íslendingur Innlent Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Innlent Formaður og gjaldkeri Vorstjörnunnar kærð fyrir efnahagsbrot Innlent Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Innlent Ráðist á rútubílstjóra og vegfarendur yfirbuguðu árásarmanninn Innlent Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Innlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Össur: „Enginn munur á Pírötum og Samfylkingu“ Össur Skarphéðinsson þingmaður Samfylkingarinnar segir að Píratar og Samfylkingin gætu vel unnið saman í ríkisstjórn. Sjálfur sér hann engan mun á Pírötum og Samfylkingunni. 8. ágúst 2016 15:49
Birgitta, Jón Þór og Ásta efst hjá Pírötum Búið er að birta niðurstöður úr sameiginlegu prófkjöri Pírata fyrir Reykjavíkurkjördæmin og Suðvesturkjördæmi. 12. ágúst 2016 18:47