Össur segir prófkjör Pírata „tóma skel“ og „bömmer“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. ágúst 2016 11:24 Össur Skarphéðinsson þingmaður Samfylkingarinnar vísir/Vilhelm Össur Skarphéðinsson þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi utanríkisráðherra segir að prófkjör Pírata hafi verið „bömmer“ og „tóm skel.“ Þetta kemur fram á Facebook-síðu þingmannsins þar sem hann skrifar um prófkjörið en úrslit í prófkjörinu á höfuðborgarsvæðinu voru tilkynnt í gærkvöldi. Þau Birgitta Jónsdóttir, Jón Þór Ólafsson og Ásta Guðrún Helgadóttir röðuðu sér í efstu þrjú sætin en þau hafa öll setið á þingi fyrir Pírata. Alls kusu 1033 í prófkjörinu en um hundrað frambjóðendur tóku þátt. Að mati Össurar var þátttakan í prófkjörum Pírata skelfilega lítil: „Kosningakerfið virðist vera svo flókið að það þurfti sérstaka skrifstofu til að aðstoða menn við að skrá sig inn í kerfið. Fyrir vikið var þátttakan í prófkjörum mestu fjöldahreyfingar Íslandssögunnar skelfilega lítil. Í Suðurkjördæmi var fjórðungur þeirra sem greiddu atkvæði aðallega frambjóðendurnir sjálfir. Geri maður ráð fyrir því að fjölskyldur frambjóðendanna hafi stutt sitt fólk má ætla að einkum frambjóðendur og skyldulið hafi tekið þátt í prófkjörinu í Suðurkjördæmi,“ segir í færslu fyrrverandi ráðherrans. Þá fer hann einnig yfir prófkjörið í Norðausturkjördæmi „þar sem elítan henti Birni Þorlákssyni út – að hans sögn með plotti – tóku innan við 80 manns þátt í afgreiðslu listans. Í Reykjavík og Suð-vestur greiddu ríflega þúsund manns atkvæði um ríflega hundrað frambjóðendur. Tíundi hluti atkvæðanna voru því frambjóðendurnir sjálfir. Ef nánustu vinir og skyldulið eru með talin er líklegt að sárafáir úr hinni mörg þúsund manna grasrót hafi tekið þátt.“ Össur segir að það sama sé uppi á teningnum í kosningum um stefnu Pírata þar sem hann segir að sárafáir taki þátt sé miðað við allan þann fjölda fólks sem styðji flokkinn. Hann segir til að mynda miklu fleiri hafa tekið þátt þegar beint lýðræði var notað til að móta Evrópustefnu Samfylkingarinnar þegar hann var formaður flokksins. „Nálgunin, og viðleitnin til að beita raunverulegu lýðræði, er jákvæð og virðingarverð hjá Pírötum og sannarlega til eftirbreytni. Í framkvæmd er kerfið ekki að virka sérlega vel og virðist eiginlega vera tóm skel utan um góða og lýðræðislega hugmynd. Það býður heim hættunni á elítustjórnun einsog á Pírataspjallinu – sem eins og allir eiga nú orðið að vita á ekkert skylt við Pírata!“ Það vakti nokkra athygli í vikunni þegar Össur sagði engan mun vera á Pírötum og Samfylkingunni; hann kvaðst að minnsta kosti ekki þekkja hann. Formaður Samfylkingarinnar, Oddný Harðardóttir, brást við orðum þingmannsins og sagði Pírata ekki vera jafnaðarmenn líkt og samfylkingarfólk. Birgitta Jónsdóttir svaraði svo þeim orðum formannsins og spurði hvað það væri að vera jafnaðarmaður. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Össur: „Enginn munur á Pírötum og Samfylkingu“ Össur Skarphéðinsson þingmaður Samfylkingarinnar segir að Píratar og Samfylkingin gætu vel unnið saman í ríkisstjórn. Sjálfur sér hann engan mun á Pírötum og Samfylkingunni. 8. ágúst 2016 15:49 Birgitta, Jón Þór og Ásta efst hjá Pírötum Búið er að birta niðurstöður úr sameiginlegu prófkjöri Pírata fyrir Reykjavíkurkjördæmin og Suðvesturkjördæmi. 12. ágúst 2016 18:47 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Össur Skarphéðinsson þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi utanríkisráðherra segir að prófkjör Pírata hafi verið „bömmer“ og „tóm skel.“ Þetta kemur fram á Facebook-síðu þingmannsins þar sem hann skrifar um prófkjörið en úrslit í prófkjörinu á höfuðborgarsvæðinu voru tilkynnt í gærkvöldi. Þau Birgitta Jónsdóttir, Jón Þór Ólafsson og Ásta Guðrún Helgadóttir röðuðu sér í efstu þrjú sætin en þau hafa öll setið á þingi fyrir Pírata. Alls kusu 1033 í prófkjörinu en um hundrað frambjóðendur tóku þátt. Að mati Össurar var þátttakan í prófkjörum Pírata skelfilega lítil: „Kosningakerfið virðist vera svo flókið að það þurfti sérstaka skrifstofu til að aðstoða menn við að skrá sig inn í kerfið. Fyrir vikið var þátttakan í prófkjörum mestu fjöldahreyfingar Íslandssögunnar skelfilega lítil. Í Suðurkjördæmi var fjórðungur þeirra sem greiddu atkvæði aðallega frambjóðendurnir sjálfir. Geri maður ráð fyrir því að fjölskyldur frambjóðendanna hafi stutt sitt fólk má ætla að einkum frambjóðendur og skyldulið hafi tekið þátt í prófkjörinu í Suðurkjördæmi,“ segir í færslu fyrrverandi ráðherrans. Þá fer hann einnig yfir prófkjörið í Norðausturkjördæmi „þar sem elítan henti Birni Þorlákssyni út – að hans sögn með plotti – tóku innan við 80 manns þátt í afgreiðslu listans. Í Reykjavík og Suð-vestur greiddu ríflega þúsund manns atkvæði um ríflega hundrað frambjóðendur. Tíundi hluti atkvæðanna voru því frambjóðendurnir sjálfir. Ef nánustu vinir og skyldulið eru með talin er líklegt að sárafáir úr hinni mörg þúsund manna grasrót hafi tekið þátt.“ Össur segir að það sama sé uppi á teningnum í kosningum um stefnu Pírata þar sem hann segir að sárafáir taki þátt sé miðað við allan þann fjölda fólks sem styðji flokkinn. Hann segir til að mynda miklu fleiri hafa tekið þátt þegar beint lýðræði var notað til að móta Evrópustefnu Samfylkingarinnar þegar hann var formaður flokksins. „Nálgunin, og viðleitnin til að beita raunverulegu lýðræði, er jákvæð og virðingarverð hjá Pírötum og sannarlega til eftirbreytni. Í framkvæmd er kerfið ekki að virka sérlega vel og virðist eiginlega vera tóm skel utan um góða og lýðræðislega hugmynd. Það býður heim hættunni á elítustjórnun einsog á Pírataspjallinu – sem eins og allir eiga nú orðið að vita á ekkert skylt við Pírata!“ Það vakti nokkra athygli í vikunni þegar Össur sagði engan mun vera á Pírötum og Samfylkingunni; hann kvaðst að minnsta kosti ekki þekkja hann. Formaður Samfylkingarinnar, Oddný Harðardóttir, brást við orðum þingmannsins og sagði Pírata ekki vera jafnaðarmenn líkt og samfylkingarfólk. Birgitta Jónsdóttir svaraði svo þeim orðum formannsins og spurði hvað það væri að vera jafnaðarmaður.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Össur: „Enginn munur á Pírötum og Samfylkingu“ Össur Skarphéðinsson þingmaður Samfylkingarinnar segir að Píratar og Samfylkingin gætu vel unnið saman í ríkisstjórn. Sjálfur sér hann engan mun á Pírötum og Samfylkingunni. 8. ágúst 2016 15:49 Birgitta, Jón Þór og Ásta efst hjá Pírötum Búið er að birta niðurstöður úr sameiginlegu prófkjöri Pírata fyrir Reykjavíkurkjördæmin og Suðvesturkjördæmi. 12. ágúst 2016 18:47 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Össur: „Enginn munur á Pírötum og Samfylkingu“ Össur Skarphéðinsson þingmaður Samfylkingarinnar segir að Píratar og Samfylkingin gætu vel unnið saman í ríkisstjórn. Sjálfur sér hann engan mun á Pírötum og Samfylkingunni. 8. ágúst 2016 15:49
Birgitta, Jón Þór og Ásta efst hjá Pírötum Búið er að birta niðurstöður úr sameiginlegu prófkjöri Pírata fyrir Reykjavíkurkjördæmin og Suðvesturkjördæmi. 12. ágúst 2016 18:47