Allsnægtaþjóðfélagið skammtar hungurlús! Björgvin Guðmundsson skrifar 12. ágúst 2016 06:00 Mikil viðbrögð voru við síðustu grein minni um kjör aldraðra. Margir eldri borgarar hringdu til mín og þökkuðu mér fyrir greinina. En jafnframt gerðu þeir mér grein fyrir kjörum sínum. Þau eru mjög slæm, miklu verri en ég hafði gert mér grein fyrir. Þó hef ég um margra ára skeið fylgst með kjörum eldri borgara sem formaður kjaranefndar Félags eldri borgara. Það er stór hópur eldri borgara sem á erfitt með að draga fram lífið. Þessi hópur verður að velta fyrir sér hverri krónu og verður að neita sér um mjög margt. Dæmi eru um það, að sumir þessara eldri borgara eigi ekki fyrir mat. Þetta er hneyksli. Og þetta láta stjórnvöld viðgangast. Þau hreyfa hvorki legg né lið. Yppta aðeins öxlum.Þarf byltingu? Það er ljóst að það verður að stokka algerlega upp í kjaramálum aldraðra og öryrkja. Það duga engar skottulækningar. Það verður að stórbæta kjör aldraðra og öryrkja, þannig að það verði unnt að lifa með reisn á lífeyri almannatrygginga. En það er langur vegur frá því, að það sé unnt í dag. Við búum í allsnægtaþjóðfélagi.Laun fólks eru á bilinu 600 þúsund til ein milljón á mánuði. Algengt er að fjölskyldur séu með tvo bíla. Farið er í eina til tvær skemmtiferðir til útlanda á ári. Mikil aðsókn er að dýrum tónleikum og leikhúsferðum. Eyðslan er í hámarki eins og fyrir bankahrunið. En á sama tíma og þetta gerist er verið að skammta eldri borgurum og öryrkjum 200 þúsund krónur á mánuði til þess að lifa af, þeim sem treysta á almannatryggingar. Og þeir sem hafa lágan lífeyrissjóð hafa litlu meira; sumir 250 þúsund á mánuði og einstaka 300 þúsund. Getum við boðið okkar eldri borgurum og öryrkjum þessi kjör?Blettur á íslensku samfélagi Kjör aldraðra og öryrkja á Íslandi eru blettur á íslensku samfélagi. Við verðum að þvo þennan blett af. Við verðum að gerbreyta kjörum aldraðra og öryrkja; stórbæta þau. Kjör aldraðra og öryrkja eiga að vera það góð að við getum verið stolt af því hvernig við búum að öldruðum og öryrkjum. Þessi málaflokkur á að vera í forgangi hjá okkur en ekki að mæta afgangi eins og gerist í dag. Kjör aldraðra og öryrkja á Íslandi eru miklu verri hér á landi en á hinum Norðurlöndunum og á Bretlandi. Við verðum að breyta þessu og það þolir enga bið. Það verður að breyta þessu strax. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Mikil viðbrögð voru við síðustu grein minni um kjör aldraðra. Margir eldri borgarar hringdu til mín og þökkuðu mér fyrir greinina. En jafnframt gerðu þeir mér grein fyrir kjörum sínum. Þau eru mjög slæm, miklu verri en ég hafði gert mér grein fyrir. Þó hef ég um margra ára skeið fylgst með kjörum eldri borgara sem formaður kjaranefndar Félags eldri borgara. Það er stór hópur eldri borgara sem á erfitt með að draga fram lífið. Þessi hópur verður að velta fyrir sér hverri krónu og verður að neita sér um mjög margt. Dæmi eru um það, að sumir þessara eldri borgara eigi ekki fyrir mat. Þetta er hneyksli. Og þetta láta stjórnvöld viðgangast. Þau hreyfa hvorki legg né lið. Yppta aðeins öxlum.Þarf byltingu? Það er ljóst að það verður að stokka algerlega upp í kjaramálum aldraðra og öryrkja. Það duga engar skottulækningar. Það verður að stórbæta kjör aldraðra og öryrkja, þannig að það verði unnt að lifa með reisn á lífeyri almannatrygginga. En það er langur vegur frá því, að það sé unnt í dag. Við búum í allsnægtaþjóðfélagi.Laun fólks eru á bilinu 600 þúsund til ein milljón á mánuði. Algengt er að fjölskyldur séu með tvo bíla. Farið er í eina til tvær skemmtiferðir til útlanda á ári. Mikil aðsókn er að dýrum tónleikum og leikhúsferðum. Eyðslan er í hámarki eins og fyrir bankahrunið. En á sama tíma og þetta gerist er verið að skammta eldri borgurum og öryrkjum 200 þúsund krónur á mánuði til þess að lifa af, þeim sem treysta á almannatryggingar. Og þeir sem hafa lágan lífeyrissjóð hafa litlu meira; sumir 250 þúsund á mánuði og einstaka 300 þúsund. Getum við boðið okkar eldri borgurum og öryrkjum þessi kjör?Blettur á íslensku samfélagi Kjör aldraðra og öryrkja á Íslandi eru blettur á íslensku samfélagi. Við verðum að þvo þennan blett af. Við verðum að gerbreyta kjörum aldraðra og öryrkja; stórbæta þau. Kjör aldraðra og öryrkja eiga að vera það góð að við getum verið stolt af því hvernig við búum að öldruðum og öryrkjum. Þessi málaflokkur á að vera í forgangi hjá okkur en ekki að mæta afgangi eins og gerist í dag. Kjör aldraðra og öryrkja á Íslandi eru miklu verri hér á landi en á hinum Norðurlöndunum og á Bretlandi. Við verðum að breyta þessu og það þolir enga bið. Það verður að breyta þessu strax.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun