Sprenging í innflutningi á landbúnaðarvörum Björgvin Jón Bjarnason og Ingimundur Bergmann skrifar 11. ágúst 2016 06:00 Í umræðu um landbúnaðarmál er stundum látið eins og litlar breytingar hafi orðið á rekstrarumhverfi landbúnaðarins. Þetta er fjarri sanni þegar litið er til svína- og alifuglaræktar. Frá hruni hafa orðið einhverjar mestu breytingar sem við höfum séð á íslenskum landbúnaði. Þær greinar sem við erum fulltrúar fyrir, alifugla- og svínarækt, njóta nær engra opinberra styrkja en búa við tollvernd þannig að innlenda framleiðslan geti þrifist. Þessar búgreinar njóta í flestum löndum beins eða óbeins stuðnings. Af þeim sökum er tollverndin okkur lífsnauðsynleg enda geta bú okkar ekki keppt við þau risabú sem þekkjast í þessum geirum víða erlendis. En nú er svo komið að tollverndin er orðin svo veik að algjör sprenging hefur orðið í innflutningi á svína- og kjúklingakjöti á síðustu árum.Hröð þróun Í kjúklingarækt er staðan þannig að um 20% af markaðnum eru innflutt, en árið 2010 var þetta hlutfall um 8%. Ástæða þessa er einföld, nefnilega að tollverndin hefur rýrnað svo mikið að verulegur hagur er af því að flytja inn verðmætari hluta kjúklingsins svo sem eins og bringur. Þetta hefur verulegar afleiðingar fyrir framleiðendur enda bringur ein verðmætasta vara kjúklingabúa. Í svínakjötinu nálgast innflutningur um 20% af heildarneyslu Íslendinga en vægi innflutts svínakjöts í heildarneyslu var um langt árabil um 3%-10%. Ástæðan er vaxandi eftirspurn eftir tilteknum afurðum, einkum svínasíðum. Innflytjendur hafa ekki séð sér hag í að nota þá tollkvóta sem þegar eru í boði til að fylla upp í það gat á markaðnum, en hafa frekar nýtt heimild í lögum til að fara fram á opinn tollkvóta þegar vöruna hefur skort á markaði. Tollkvótarnir eru hins vegar nýttir til að flytja inn verðmætari afurðir, s.s. lundir. Afleiðingin er sú að hlutdeild innlendra framleiðenda í markaðnum minnkar og verð til framleiðenda hefur fallið. Á sama tíma hefur verð til neytenda út úr búð farið hækkandi.Engar upplýsingar til neytenda Á Íslandi gilda strangar reglur um framleiðslu á alifugla- og svínakjöti sem eykur framleiðslukostnað innlendu varanna. Þannig hefur um langt árabil verið gengið hart fram í að kveða niður kamfýlóbakter og salmónellu í kjúklingi en þær kröfur eru ekki gerðar til innfluttu afurðanna. Eins hafa orðið miklar breytingar í svínarækt sem auka kostnað framleiðenda en eru til þess fallnar að skapa bættar aðstæður fyrir dýrin. Þær aðgerðir eru verulega styrktar í nágrannalöndum okkar. Þó að neytendur geti kynnt sér þá starfshætti sem innlendur landbúnaður þarf að fylgja er engin leið fyrir þá að fá þessar sömu upplýsingar um innfluttu afurðirnar. Eitt þeirra vandamála sem íslenskir neytendur standa frammi fyrir er að erfitt er að hafa fulla vissu um uppruna þeirra, enda engin trygging fyrir því að landbúnaðarafurðir sem eru merktar danskar séu það að öllu leyti. Verulegt svigrúm er til að blanda slíkar afurðir með afurðum frá öðrum löndum. Þannig eru t.d. um 40% af öllum kjúklingum sem framleiddir eru í Taílandi flutt til ESB-ríkja og hluta þess er blandað við afurðir heimalandanna, án þess að uppruna sé getið. Krafa okkar er ekki að dregið verði úr þeim kröfum sem gerðar eru til íslensks landbúnaðar, heldur einungis að stjórnvöld standi að baki honum með því að koma í veg fyrir frekari innflutning á vörum sem ekki uppfylla sömu kröfur og íslenskir bændur þurfa að gera. Þá viljum við gjarnan búa við svipaða stöðu og erlendir starfsbræður okkar þegar kemur að þátttöku hins opinbera í stuðningi við greinarnar og að sköpun almennra rekstrarskilyrða. Við viljum leggja okkur fram um að mæta kröfum og væntingum íslenskra neytenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Í umræðu um landbúnaðarmál er stundum látið eins og litlar breytingar hafi orðið á rekstrarumhverfi landbúnaðarins. Þetta er fjarri sanni þegar litið er til svína- og alifuglaræktar. Frá hruni hafa orðið einhverjar mestu breytingar sem við höfum séð á íslenskum landbúnaði. Þær greinar sem við erum fulltrúar fyrir, alifugla- og svínarækt, njóta nær engra opinberra styrkja en búa við tollvernd þannig að innlenda framleiðslan geti þrifist. Þessar búgreinar njóta í flestum löndum beins eða óbeins stuðnings. Af þeim sökum er tollverndin okkur lífsnauðsynleg enda geta bú okkar ekki keppt við þau risabú sem þekkjast í þessum geirum víða erlendis. En nú er svo komið að tollverndin er orðin svo veik að algjör sprenging hefur orðið í innflutningi á svína- og kjúklingakjöti á síðustu árum.Hröð þróun Í kjúklingarækt er staðan þannig að um 20% af markaðnum eru innflutt, en árið 2010 var þetta hlutfall um 8%. Ástæða þessa er einföld, nefnilega að tollverndin hefur rýrnað svo mikið að verulegur hagur er af því að flytja inn verðmætari hluta kjúklingsins svo sem eins og bringur. Þetta hefur verulegar afleiðingar fyrir framleiðendur enda bringur ein verðmætasta vara kjúklingabúa. Í svínakjötinu nálgast innflutningur um 20% af heildarneyslu Íslendinga en vægi innflutts svínakjöts í heildarneyslu var um langt árabil um 3%-10%. Ástæðan er vaxandi eftirspurn eftir tilteknum afurðum, einkum svínasíðum. Innflytjendur hafa ekki séð sér hag í að nota þá tollkvóta sem þegar eru í boði til að fylla upp í það gat á markaðnum, en hafa frekar nýtt heimild í lögum til að fara fram á opinn tollkvóta þegar vöruna hefur skort á markaði. Tollkvótarnir eru hins vegar nýttir til að flytja inn verðmætari afurðir, s.s. lundir. Afleiðingin er sú að hlutdeild innlendra framleiðenda í markaðnum minnkar og verð til framleiðenda hefur fallið. Á sama tíma hefur verð til neytenda út úr búð farið hækkandi.Engar upplýsingar til neytenda Á Íslandi gilda strangar reglur um framleiðslu á alifugla- og svínakjöti sem eykur framleiðslukostnað innlendu varanna. Þannig hefur um langt árabil verið gengið hart fram í að kveða niður kamfýlóbakter og salmónellu í kjúklingi en þær kröfur eru ekki gerðar til innfluttu afurðanna. Eins hafa orðið miklar breytingar í svínarækt sem auka kostnað framleiðenda en eru til þess fallnar að skapa bættar aðstæður fyrir dýrin. Þær aðgerðir eru verulega styrktar í nágrannalöndum okkar. Þó að neytendur geti kynnt sér þá starfshætti sem innlendur landbúnaður þarf að fylgja er engin leið fyrir þá að fá þessar sömu upplýsingar um innfluttu afurðirnar. Eitt þeirra vandamála sem íslenskir neytendur standa frammi fyrir er að erfitt er að hafa fulla vissu um uppruna þeirra, enda engin trygging fyrir því að landbúnaðarafurðir sem eru merktar danskar séu það að öllu leyti. Verulegt svigrúm er til að blanda slíkar afurðir með afurðum frá öðrum löndum. Þannig eru t.d. um 40% af öllum kjúklingum sem framleiddir eru í Taílandi flutt til ESB-ríkja og hluta þess er blandað við afurðir heimalandanna, án þess að uppruna sé getið. Krafa okkar er ekki að dregið verði úr þeim kröfum sem gerðar eru til íslensks landbúnaðar, heldur einungis að stjórnvöld standi að baki honum með því að koma í veg fyrir frekari innflutning á vörum sem ekki uppfylla sömu kröfur og íslenskir bændur þurfa að gera. Þá viljum við gjarnan búa við svipaða stöðu og erlendir starfsbræður okkar þegar kemur að þátttöku hins opinbera í stuðningi við greinarnar og að sköpun almennra rekstrarskilyrða. Við viljum leggja okkur fram um að mæta kröfum og væntingum íslenskra neytenda.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun