Endurtekin mistök þorsteinn víglundsson skrifar 10. ágúst 2016 09:30 Íslenskt efnahagslíf stendur í blóma um þessar mundir og hefur risið hratt úr öskustó hrunsins á flesta mælikvarða. Er það ekki síst fyrir tilstilli mikillar sóknar helstu útflutningsgreinanna. Hún skýrist meðal annars af hagstæðu gengi í kjölfar hrunsins, hækkandi afurðaverði sjávarafurða, lægra olíuverði, uppgangi ferðaþjónustu og nýsköpun í tækni- og hugverkaiðnaði og öðrum greinum. Þessu er nú stefnt í voða með mikilli styrkingu íslensku krónunnar. Á tímabilinu frá 2007 hafa útflutningstekjur þjóðarbúsins aukist úr 455 milljörðum í tæplega 1.200 milljarða á síðasta ári. Vissulega hafði fall krónunnar í upphafi áhrif en ef horft er á útflutningstekjur sem hlutfall af landsframleiðslu þá uxu þær úr 33% árið 2007 í 53% á síðasta ári. Þetta er helsta ástæða þess hversu vel hefur gengið í endurreisn íslensks efnahagslífs.Gengi krónunnar hefur styrkst um 23% frá árslokum 2012. Svigrúm var til gengisstyrkingar en þessi hraða gengisstyrking undanfarið ár er farin að valda útflutningsfyrirtækjum verulegum skaða. Landið verður mun dýrara heim að sækja og það fást mun færri krónur fyrir útfluttar afurðir. Á sama tíma þurfa fyrirtækin að kljást við hærri launakostnað og vexti. Þetta eru ekki góð vaxtarskilyrði fyrir sprota á sviði útflutningsgreina. Það vitum við af fyrri reynslu.Verðstöðugleiki er afar mikilvægur fyrir hagkerfið. Miklar launahækkanir undangenginna missera juku mjög á verðbólguhættuna en til þessa hefur verðlag þó haldist stöðugt. Það skýrist einkum af hækkandi gengi, lækkandi hrávöruverði og hagræðingu í rekstri fyrirtækja. Stóraukinn vaxtamunur við útlönd á sinn þátt í mikilli styrkingu gengisins líkt og á fyrri þenslutímabilum.Nú er safnað gjaldeyrisforða á móti skammtímainnflæði fjármagns en það var ekki gert á síðasta þensluskeiði. Það er ekki að kostnaðarlausu, allur varaforði kostar peninga. Viðbrögð Seðlabankans voru að setja á höft til að takmarka innflæði skammtímafjármagns, en það er engin lausn. Það er stórvarasamt að grafa svona undan útflutningsatvinnuvegunum enn og aftur. Mikill uppgangur þessara greina er meginástæða þess hversu heilbrigðara hagkerfið er á alla helstu mælikvarða samanborið við þensluárin 2005 – 2007. Þá var barist við verðbólguna með sömu ráðum og nú. Breitt var yfir undirliggjandi verðbólguþrýsting með gengisstyrkingu sem til lengri tíma reyndist algerlega ósjálfbær. Þegar gengið brast gaus verðbólgan fram og jók enn á aðlögunarvanda hagkerfisins. Enn á ný virðist Seðlabankinn ætla að fórna hagsmunum útflutningsfyrirtækjanna til að ná fram markmiðum meingallaðrar peningastefnu. Það er löngu tímabært að peningastefnan verði tekin til gagngerrar endurskoðunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Ætlar Þorgerður Katrín að standa vörð um alþjóðlega lagakerfið? Magnús Magnússon skrifar Skoðun Var friður fyrir sjálfstæði Ísraels? Finnur Th. Eiríksson skrifar Sjá meira
Íslenskt efnahagslíf stendur í blóma um þessar mundir og hefur risið hratt úr öskustó hrunsins á flesta mælikvarða. Er það ekki síst fyrir tilstilli mikillar sóknar helstu útflutningsgreinanna. Hún skýrist meðal annars af hagstæðu gengi í kjölfar hrunsins, hækkandi afurðaverði sjávarafurða, lægra olíuverði, uppgangi ferðaþjónustu og nýsköpun í tækni- og hugverkaiðnaði og öðrum greinum. Þessu er nú stefnt í voða með mikilli styrkingu íslensku krónunnar. Á tímabilinu frá 2007 hafa útflutningstekjur þjóðarbúsins aukist úr 455 milljörðum í tæplega 1.200 milljarða á síðasta ári. Vissulega hafði fall krónunnar í upphafi áhrif en ef horft er á útflutningstekjur sem hlutfall af landsframleiðslu þá uxu þær úr 33% árið 2007 í 53% á síðasta ári. Þetta er helsta ástæða þess hversu vel hefur gengið í endurreisn íslensks efnahagslífs.Gengi krónunnar hefur styrkst um 23% frá árslokum 2012. Svigrúm var til gengisstyrkingar en þessi hraða gengisstyrking undanfarið ár er farin að valda útflutningsfyrirtækjum verulegum skaða. Landið verður mun dýrara heim að sækja og það fást mun færri krónur fyrir útfluttar afurðir. Á sama tíma þurfa fyrirtækin að kljást við hærri launakostnað og vexti. Þetta eru ekki góð vaxtarskilyrði fyrir sprota á sviði útflutningsgreina. Það vitum við af fyrri reynslu.Verðstöðugleiki er afar mikilvægur fyrir hagkerfið. Miklar launahækkanir undangenginna missera juku mjög á verðbólguhættuna en til þessa hefur verðlag þó haldist stöðugt. Það skýrist einkum af hækkandi gengi, lækkandi hrávöruverði og hagræðingu í rekstri fyrirtækja. Stóraukinn vaxtamunur við útlönd á sinn þátt í mikilli styrkingu gengisins líkt og á fyrri þenslutímabilum.Nú er safnað gjaldeyrisforða á móti skammtímainnflæði fjármagns en það var ekki gert á síðasta þensluskeiði. Það er ekki að kostnaðarlausu, allur varaforði kostar peninga. Viðbrögð Seðlabankans voru að setja á höft til að takmarka innflæði skammtímafjármagns, en það er engin lausn. Það er stórvarasamt að grafa svona undan útflutningsatvinnuvegunum enn og aftur. Mikill uppgangur þessara greina er meginástæða þess hversu heilbrigðara hagkerfið er á alla helstu mælikvarða samanborið við þensluárin 2005 – 2007. Þá var barist við verðbólguna með sömu ráðum og nú. Breitt var yfir undirliggjandi verðbólguþrýsting með gengisstyrkingu sem til lengri tíma reyndist algerlega ósjálfbær. Þegar gengið brast gaus verðbólgan fram og jók enn á aðlögunarvanda hagkerfisins. Enn á ný virðist Seðlabankinn ætla að fórna hagsmunum útflutningsfyrirtækjanna til að ná fram markmiðum meingallaðrar peningastefnu. Það er löngu tímabært að peningastefnan verði tekin til gagngerrar endurskoðunar.
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar
Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun