Það gekk allt upp hjá okkur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 29. ágúst 2016 06:00 Blikastúlkur stóðu sig frábærlega í Wales. vísir/hanna „Við komum mjög vel undirbúnar fyrir leikinn. Þjálfararnir sögðu við okkur að þetta væri hörkulið þannig að við vorum vel gíraðar og keyrðum yfir þær í fyrri hálfleik,“ segir Blikastúlkan Hallbera Guðný Gísladóttir en Blikar unnu í gær riðil sinn í forkeppni Meistaradeildarinnar. Þær urðu að vinna lokaleik sinn gegn Cardiff Met og það helst sannfærandi þar sem líklegt var að markatala myndi skera úr um sigurvegara riðilsins. Blikastúlkur svöruðu kalli þjálfara sinna með því að skora sex mörk á fyrsta hálftímanum og vinna leikinn 8-0 að lokum. Þær eru því komnar í 32-liða úrslit Meistaradeildarinnar. „Þær spiluðu hörmulegt leikkerfi á móti okkur. Vængirnir voru galopnir og það var veisla fyrir okkur Fanndísi og Svövu á vængjunum. Við áttum annars mjög góðan leik. Það er langt síðan boltinn hefur flotið svona vel hjá okkur og svo kláruðum við færin almennilega. Það hefur aðeins vantað upp á það,“ segir Hallbera. Blikastúlkur gerðu 1-1 jafntefli við Spartak Subotica í fyrsta leik sínum. Voru með mikla yfirburði en fengu á sig jöfnunarmark í lokin. Það gerði riðilinn enn meira spennandi og því réð markatalan á milli þessara liða. Blikar enduðu með tíu fleiri mörk í plús en Spartak. „Í leiknum gegn Spartak vildi boltinn alls ekki inn. Það var sláin, stöngin og rétt fram hjá allan leikinn. Núna var það öfugt sem betur fer. Það var svo gaman hjá okkur á vellinum núna og allt gekk upp. Við slökuðum eðlilega aðeins á klónni í síðari hálfleik en ef við hefðum haldið áfram af sama krafti þá hefðum við vel getað sett fleiri mörk. Það var líka komin þreyta eftir þrjá leiki á einni viku,“ segir Hallbera en þær höfðu ekki hugmynd um stöðuna í hinum leiknum. „Í stöðunni 6-0 vorum við samt frekar slakar og þjálfararnir hefðu örugglega verið æstari ef þetta hefði verið í einhverri hættu.“ Nú er að bíða og sjá hvað kemur upp úr pottinum í 32-liða úrslitunum. Hallbera á sér ekkert óskalið en vill gjarna sleppa við að fara til Rússlands. „Ég er ekki mjög hrifin af því að fljúga til Rússlands. Ég myndi jafnvel fórna mér frekar í lest. Það væri gaman að fá lið í Skandinavíu eða Ítalíu þar sem við eigum möguleika,“ segir Hallbera en hún vill forðast hákarla eins og Lyon þar til síðar í keppninni. „Það væri betra að spila við Lyon bara í Cardiff í úrslitaleiknum,“ segir Hallbera létt. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Enski boltinn Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Körfubolti Fleiri fréttir Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Sjá meira
„Við komum mjög vel undirbúnar fyrir leikinn. Þjálfararnir sögðu við okkur að þetta væri hörkulið þannig að við vorum vel gíraðar og keyrðum yfir þær í fyrri hálfleik,“ segir Blikastúlkan Hallbera Guðný Gísladóttir en Blikar unnu í gær riðil sinn í forkeppni Meistaradeildarinnar. Þær urðu að vinna lokaleik sinn gegn Cardiff Met og það helst sannfærandi þar sem líklegt var að markatala myndi skera úr um sigurvegara riðilsins. Blikastúlkur svöruðu kalli þjálfara sinna með því að skora sex mörk á fyrsta hálftímanum og vinna leikinn 8-0 að lokum. Þær eru því komnar í 32-liða úrslit Meistaradeildarinnar. „Þær spiluðu hörmulegt leikkerfi á móti okkur. Vængirnir voru galopnir og það var veisla fyrir okkur Fanndísi og Svövu á vængjunum. Við áttum annars mjög góðan leik. Það er langt síðan boltinn hefur flotið svona vel hjá okkur og svo kláruðum við færin almennilega. Það hefur aðeins vantað upp á það,“ segir Hallbera. Blikastúlkur gerðu 1-1 jafntefli við Spartak Subotica í fyrsta leik sínum. Voru með mikla yfirburði en fengu á sig jöfnunarmark í lokin. Það gerði riðilinn enn meira spennandi og því réð markatalan á milli þessara liða. Blikar enduðu með tíu fleiri mörk í plús en Spartak. „Í leiknum gegn Spartak vildi boltinn alls ekki inn. Það var sláin, stöngin og rétt fram hjá allan leikinn. Núna var það öfugt sem betur fer. Það var svo gaman hjá okkur á vellinum núna og allt gekk upp. Við slökuðum eðlilega aðeins á klónni í síðari hálfleik en ef við hefðum haldið áfram af sama krafti þá hefðum við vel getað sett fleiri mörk. Það var líka komin þreyta eftir þrjá leiki á einni viku,“ segir Hallbera en þær höfðu ekki hugmynd um stöðuna í hinum leiknum. „Í stöðunni 6-0 vorum við samt frekar slakar og þjálfararnir hefðu örugglega verið æstari ef þetta hefði verið í einhverri hættu.“ Nú er að bíða og sjá hvað kemur upp úr pottinum í 32-liða úrslitunum. Hallbera á sér ekkert óskalið en vill gjarna sleppa við að fara til Rússlands. „Ég er ekki mjög hrifin af því að fljúga til Rússlands. Ég myndi jafnvel fórna mér frekar í lest. Það væri gaman að fá lið í Skandinavíu eða Ítalíu þar sem við eigum möguleika,“ segir Hallbera en hún vill forðast hákarla eins og Lyon þar til síðar í keppninni. „Það væri betra að spila við Lyon bara í Cardiff í úrslitaleiknum,“ segir Hallbera létt.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Enski boltinn Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Körfubolti Fleiri fréttir Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Sjá meira